fbpx

Við eigum rétt á farsæld, öryggi og virðingu á efri árum

Fréttir

Við eldri þvælumst ekki fyrir

Við eldri þvælumst ekki fyrir

Jón Ragnar Björnsson formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu:
„Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“ fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag!“

Lesa meira
Er Gunnarshólmi staðurinn fyrir eldra fólk?

Er Gunnarshólmi staðurinn fyrir eldra fólk?

Þorbjörn Guðmundsson skrifar pistilinn.
„Lífsgæðakjarnar eiga vera í góðum tengslum viðkomandi  byggðarlag og þannig staðsettir að auðvelt sé að vera virkur þátttakandi í sínu samfélagi. Eldra fólk vill ekki vera  geymsluvara utan alfaraleiðar.“

Lesa meira

Stjórn LEB hefur samþykkt að Landsfundur LEB 2024 verði haldinn þann 14. maí nk.
Landsfundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura sem margir þekkja frá fyrri tíð sem Hótel Loftleiðir. Að venju mun fundurinn hefjast með ávarpi formanns kl. 10.15 (innskráning á fundinn hefst kl. 9.30). Gert er ráð fyrir að hann muni standa til kl. 17.15.
Dagskrá fundarins er í vinnslu og mun verða kynnt í fyllingu tímans.

Lesa meira
Þjóðarsátt

Þjóðarsátt

Ásgerður Pálsdóttir formaður Félags eldri borgara Húnaþingi skrifar pistilinn:

„Verðbólga og háir vextir hafa leikið eldra fólk grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna.  Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa…

…Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt.“

Lesa meira
Er þjóðarsátt án eldri félagsmanna?

Er þjóðarsátt án eldri félagsmanna?

Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB:
„Um 80.000 manns falla und­ir skil­grein­ing­una 67 ára og eldri og ör­yrkj­ar. Að tala um þjóð­arsátt án þess að þessi stóri hóp­ur sé hafð­ur með stend­ur tæp­lega und­ir nafni.“

Lesa meira
Við áramót. Fyrrverandi félagar í samfloti?

Við áramót. Fyrrverandi félagar í samfloti?

„Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji  baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum.“

Lesa meira
Gleðilega hátíð!

Gleðilega hátíð!

Skrifstofa LEB er lokuð yfir hátíðirnar. Símtölum svarað virka daga milli jóla og nýárs kl. 09.00 – 12.00. Sími 567 7111. Einnig netbréfum. Netfang leb@leb.is

Opnum aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 09.00 – 12.00.

Lesa meira

Fréttamolar

Málþing Öldrunarráðs 28. febrúar

  Öldrunarráð Íslands stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 28. febrúar kl. 10:00 – 14:00 á Hótel Hilton. Málþingið ber yfirskriftina  „Þú þarft að skipta um lykilorð – að eldast á viðsjárverðum tímum“.   Á mælendaskrá verða fulltrúar frá lögreglu, CERT-IS,...

Fréttabréf U3A Reykjavík í febrúar 2024

  Við vekjum athygli á að febrúarfréttabréf  U3A Reykjavík er nú komið út og hefur verið sent áskrifendum. Þar er sem fyrr að finna áhugaverðar og skemmtilegar greinar um málefni eldra fólks. Efni febrúarbréfsins er: Snilld að vinna við að læra að verða eldri...

Næstu viðburðir

GRÁI HERINN – treystir þú …

Afsláttur hjá OLÍS

Félagsmönnum LEB, allra FEB félaga, býðst afsláttur af eldsneyti hjá OLÍS

Til að nýta sér afsláttinn þurfa félagsmenn að skrá sig með að smella á rauða hnappinn:

Hollvinir LEB