fbpx

Við andlát maka

Nýverið gaf Landssamband eldri borgara út leiðbeiningabæklinginn „Við andlát maka“ sem ætlaður er aðstandendum og þá aðallega eldra fólki.

Landsambandið vill með þessu hjálpa fólki við erfiðar og tilfinningaríkar aðstæður til að létta þá ferla sem fara í gang við andlát maka.

Aðstandendur standa ráðalausir uppi eftir ástvinamissi og það kemur gjarnan á óvart hversu mikið umstang fylgir andláti. Hvert á að snúa sér og hvernig til að átta sig á réttindum og skyldum sem upp koma við andlát?

Guðrún Ágústsdóttir, sem hefur verið ráðgjafi hjá LEB, tók þetta mikilvæga verkefni að sér. Hún aflaði margvíslegra upplýsinga fyrir eftirlifandi maka um hvað beri að gera og hvernig beri að fara í gegnum skjöl og ýmsan frágang gagnvart fjölmörgum aðilum.

Guðrún Ágústsdóttir skrifaði textann en Elsa S.Þorkelsdóttir lögfræðingur veitti lagalega ráðgjöf, Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur prófarkalas og Júlía Runólfsdóttir sá um grafíska hönnun.

Smellið á tengilinn til að lesa bæklinginn á PDF sniði: Við andlát maka