fbpx

Fréttir

Sumarlokun hjá LEB

Sumarlokun hjá LEB

Skrifstofa LEB verður lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí, til og með 9. ágúst. Opnum aftur mánudaginn 12. ágúst. Hægt er að senda okkur póst á leb@leb.is þar sem við munum fylgjast með.

Hjörtur Gíslason: Er þetta í lagi?

Hjörtur Gíslason: Er þetta í lagi?

Ég hef látið af launuðum  störfum og reiði mig á greiðslur úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég hafði náð að leggja smá fyrir til efri áranna af launatekjum mínum, auk þess að eiga ásamt eiginkonu minni þokkalegt, skuldlítið raðhús í Grindavík, sem...

Fundur með Félags- og vinnumarkaðsráðherra

Fundur með Félags- og vinnumarkaðsráðherra

Við áttum góðan fund með Félags- og vinnumarkaðsráðherra ásamt hans aðstoðarfólki, þann 1. júlí sl. Fyrir hönd LEB mættu ásamt formanni, þau Björn Snæbjörnsson, Þorbjörn Guðmundsson og Oddný Árnadóttir. Á fundinum var rætt um kjaramál þeirra verst settu, skerðingar og...

Viðar Eggertsson: Skerðingargildra eldra fólks

Viðar Eggertsson: Skerðingargildra eldra fólks

Grein Viðars Eggertssonar sem birtist á vef Vísis 25. júní sl. Hið ár­lega upp­gjör við eldra fólk er nú komið af hálfu al­manna­trygg­inga sem bygg­ist á skatt­fram­tali árs­ins 2023. Eins og síðustu verðbólgu­ár þá kem­ur í ljós að þúsund­ir skulda...

Kvikmyndin Snerting – sérsýning

Kvikmyndin Snerting – sérsýning

  Smárabíó býður upp á sérsýningu á kvikmyndinni "Snerting" fyrir eldri borgara, þriðjudaginn 11.júní kl. 13:30. Hægt er að panta miða hér

Yfirlýsing frá LEB

Yfirlýsing frá LEB

  Að gefnu tilefni vill Landssamband eldri borgara taka það fram að LEB hefur ekki lýst yfir stuðningi við neinn frambjóðanda til forsetakosninga, enda hefur LEB ekkert umboð til þess. Í lögum Landssambands eldri borgara segir :  „LEB er sjálfstætt starfandi...

Ályktanir Landsfundar 2024

Ályktanir Landsfundar 2024

Á Landsfundi LEB 2024 sem haldinn var í Reykjavík 14. maí sl voru samþykktar ályktanir um kjaramál og húsnæðismál

Landsfundur LEB 2024 verður haldinn þann 14. maí á Hótel Reykjavík Natura (gamla Loftleiðahótelinu).

Þessi frétt er uppfærð jafnt og þétt fram að Landsfundi LEB samkv. lögum LEB.

Fylgist reglulega með nýjum tíðindum í aðdraganda Landsfundar með því að smella á hnappinn: „Lesa meira“

Björn Snæbjörnsson: Við erum sterk og viljum berjast fyrir okkar málstað

Björn Snæbjörnsson: Við erum sterk og viljum berjast fyrir okkar málstað

„Um síðustu áramót hækkaði hámarksgreiðsla frá TR um kr. 17.669 en lágmarkshækkun í núverandi kjarasamningum var kr. 23.750. Þarna vantar upp á kr. 6.081 til þess að hækkunin verði sú sama og samið var um í kjarasamningunum.
Munur á lægsta taxta á vinnumarkaði sem er í dag kr. 425.985 og ellilífeyri hjá TR sem er í dag kr. 333.194 mismunurinn er hvorki meiri né minni en kr. 92.791.“

Kári Jónasson: Eldri borgarar fá lítið út úr kjara­samningunum

Kári Jónasson: Eldri borgarar fá lítið út úr kjara­samningunum

Kári Jónasson skrifar pistilinn:
„Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir „garminum honum Katli“, en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar.“

Viðar Eggertsson: Það sem Vilhjálmur ætti að vita

Viðar Eggertsson: Það sem Vilhjálmur ætti að vita

Viðar Eggertsson skrifstofustjóri LEB skrifar pistilinn:

„Fram að laga­breyt­ing­unni 1. jan. 2017 var elli­líf­eyr­ir frá al­manna­trygg­ing­um fyrsta stoðin. Rétt­ur til elli­líf­eyr­is frá al­manna­trygg­ing­um var hugsaður sem áunn­in rétt­indi þeirra sem hafa verið á vinnu­markaði í 40 ár eða leng­ur og skilað sínu til rík­is og sveit­ar­fé­laga alla sína hunds- og katt­artíð.“

Fundur formanna á Suðurlandi með ráðherra og þingmönnum

Fundur formanna á Suðurlandi með ráðherra og þingmönnum

Í febrúar boðaði Magnús J. Magnússon formaður Félags eldri borgara á Selfossi alla formenn félaga eldri borgara á Suðurlandi á fund á Selfossi. Einnig voru Helgi Pétursson, formaður LEB og Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB boðaðir á fundinn. Einnig þáðu boðið dómsmálaráðherra og nokkrir aðrir þingmenn Suðurkjördæmis.

Ásdís Ólafsdóttir: Er eldra fólk óþarfi?

Ásdís Ólafsdóttir: Er eldra fólk óþarfi?

Ásdís Ólafsdóttir, varaformaður FEBRANG – Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu:

„Hver á þá að taka 4. vaktina!
– Sækja í leikskólann.
– Vera til staðar á Starfsdögum skólanna.
– Skutla og sækja í tómstundir.
– Baka afmæliskökuna.
– Taka vaktina þegar börnin eru lasin og þurfa að vera heima.“

Við eldri þvælumst ekki fyrir

Við eldri þvælumst ekki fyrir

Jón Ragnar Björnsson formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu:
„Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“ fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag!“

Er Gunnarshólmi staðurinn fyrir eldra fólk?

Er Gunnarshólmi staðurinn fyrir eldra fólk?

Þorbjörn Guðmundsson skrifar pistilinn.
„Lífsgæðakjarnar eiga vera í góðum tengslum viðkomandi  byggðarlag og þannig staðsettir að auðvelt sé að vera virkur þátttakandi í sínu samfélagi. Eldra fólk vill ekki vera  geymsluvara utan alfaraleiðar.“

Þjóðarsátt

Þjóðarsátt

Ásgerður Pálsdóttir formaður Félags eldri borgara Húnaþingi skrifar pistilinn:

„Verðbólga og háir vextir hafa leikið eldra fólk grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna.  Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa…

…Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt.“

Er þjóðarsátt án eldri félagsmanna?

Er þjóðarsátt án eldri félagsmanna?

Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB:
„Um 80.000 manns falla und­ir skil­grein­ing­una 67 ára og eldri og ör­yrkj­ar. Að tala um þjóð­arsátt án þess að þessi stóri hóp­ur sé hafð­ur með stend­ur tæp­lega und­ir nafni.“

Við áramót. Fyrrverandi félagar í samfloti?

Við áramót. Fyrrverandi félagar í samfloti?

Helgi Pétursson formaður LEB skrifar pistilinn:
„Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji  baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum.“

Gleðilega hátíð!

Gleðilega hátíð!

Skrifstofa LEB er lokuð yfir hátíðirnar. Símtölum svarað virka daga milli jóla og nýárs kl. 09.00 – 12.00. Sími 567 7111. Einnig netbréfum. Netfang leb@leb.is

Opnum aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 09.00 – 12.00.

LEB og U3A standa saman að fyrirlestraröð árið 2024

LEB og U3A standa saman að fyrirlestraröð árið 2024

LEB hefur gert samning við U3A – Háskóla 3ja æviskeiðsins um aðgang að vikulegum áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestrum fyrir aðildarfélög LEB sem eru utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er fyrirlestrarröð sem U3A heldur vikulega í Reykjavík 8 mánuði ársins (janúar – maí / september – nóvember). Samningurinn tekur gildi frá 1.janúar 2024.

Starfsgreinasambandið styður kröfur LEB!

Starfsgreinasambandið styður kröfur LEB!

Það hefur verið eitt helsta baráttumál LEB að verkalýðshreyfingin leggist á árarnar með LEB að bæta kjör eldra fólks, enda flest fyrrum félagar þeirra til áratuga. Nú hefur Starfsgreinasamband Íslands riðið á vaðið.

Nú er lag til að bæta hag eldra fólks með einföldum lagabreytingum

Nú er lag til að bæta hag eldra fólks með einföldum lagabreytingum

Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB skrifar pistilinn: „Reynslan segir okkur að endurskoðun almannatrygginga tekur langan tíma og því óásættanlegt að bíða með nauðsynlegar breytingar sem skipta marga lífeyristaka miklu máli og kalla ekki á flóknar breytingar fyrir löggjafann.“

Eiga eldri borgarar að vera horn­rekur?

Eiga eldri borgarar að vera horn­rekur?

Drífa Sigfúsdóttir varaformaður LEB:
„Við höfum rætt við ráðherra, þingmenn, fulltrúa stéttarfélaga, stofnana og fjölmiðla, haldið fundi og ráðstefnur en árangurinn er ekki sjáanlegur. Við erum hópurinn sem vann langan vinnudag við að byggja upp gott samfélag sem yngra fólk fær að njóta í dag. Því finnst okkur þetta áhugaleysi óskiljanlegt! Hvað þarf til að hlustað sé á okkur? Við þurfum greinilega að vanda okkar val í næstu kosingum, því við bíðum ekki lengur.“

Á ríkið að vera stærsti ellilífeyrisþeginn?

Á ríkið að vera stærsti ellilífeyrisþeginn?

Ásgerður Pálsdóttir formaður Félags eldri borgara Húnaþingi skrifar pistilinn:
„Það eru allmargir sem hafa ekkert sér til framfærslu af ýmsum ástæðum nema greiðslur frá almannatryggingum sem eru nú rúmar 315 þúsund á mánuði.
Segjum nú svo að fólk hafi getað unnið sér inn einhver lífeyrisréttindi, þá verður ellilífeyrir frá TR skertur um 45% ef greiðsla frá lífeyrissjóði er meira en 25 þúsund krónur á mánuði. Ríkið tekur hitt til sín í formi skatta og skerðinga. Þetta er auðvitað alveg galið.“ – Ásgerður Pálsdóttir.

Ályktun málþings LEB 2. október 2023

Ályktun málþings LEB 2. október 2023

Troðfullt var á málþingi LEB um kjaramál eldra fólks. 4.493  fylgdist með á streymi sem aðgengilegt var bæði á vef LEB og á visir.is en oft voru margir að horfa á streymi saman víða um land svo talan samtals er enn hærri.

Tuttuggu manns steig á svið og flutti tölu eða tók þátt í pallborðum. Það voru stjórnmálamenn, sérfræðingar í kjörum eldra fólks, forystufólk verkalýðshreyfingarinnar og fjöldi eldri borgara. Auk þess birtist eldra fólk á myndböndum sem sagði skoðun sína.

Í lokin var samþykkt einum rómi eftirfarandi ályktun:

UPPTAKA á málþingi LEB: Við bíðum… EKKI LENGUR!

UPPTAKA á málþingi LEB: Við bíðum… EKKI LENGUR!

LEB stendur fyrir málþingi um kjör eldra fólks mánudaginn 2. október kl. 13.00 – 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Ókeypis aðgangur og öllum opið meðan húsrúm leyfir.
Málþinginu verður streymt á vef LEB www.leb.is og www.visir.is. smellið á „Lesa meira“ til að komast inn á streymi…

Formannsheimsókn í Borgarfjörðinn

Formannsheimsókn í Borgarfjörðinn

Anna J. Hallgrímsdóttir formaður Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum skrifar pistilinn:   Stiklað á sögu Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum   Stofnfundur F.a.B. var haldinn 24. mars 1991 að Kleppjárnsreykjum.  Á fundinn mættu 47 aðilar.  Fyrsti formaður...

Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar?

Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar?

  Finnur Birgisson formaður kjaranefndar FEB skrifar: „Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu...

Freyja hlýtur námsstyrk frá Styrktarsjóði aldraðra

Freyja hlýtur námsstyrk frá Styrktarsjóði aldraðra

Bæði Freyja Hilmarsdóttir íþróttafræðingur og stjórn LEB telja að rannsóknarefni hennar geti skilað aukinni þekkingu á sviði heilsuþjálfunar eldri borgara og í framhaldi af því væntanlega elft aukin lífsgæði hjá eldra fólki.

Ásgerður Pálsdóttir Húnaþingi: Virði en ekki byrði

Ásgerður Pálsdóttir Húnaþingi: Virði en ekki byrði

Pistill eftir Ásgerði Pálsdóttur, formann Félags eldri borgara í Húnaþingi og varamann í stjórn LEB.
„Svo ættu menn að muna að eldri kynslóðin byggði upp samfélagið sem við búum í. Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að þeir sem hafa lágan lífeyri setji hann ekki að mestu í til að fjármagna rekstur samfélagsins, heldur geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins.“

Fréttabréf formanns LEB, júní 2023

Fréttabréf formanns LEB, júní 2023

Aðgengilegir tenglar á glærur um Öldungaráð og Gott að eldast, upptaka af síðasta Landsfundi LEB og slóð á Mælaborð Eldra fólk er virði en ekki byrði m.a.

Ræða Helga Péturssonar á mótmælafundinum Rísum upp!

Ræða Helga Péturssonar á mótmælafundinum Rísum upp!

„Ráðherra hefur sagt við mig:  Helgi – Þú verður að átta þig á því að það er fullt af eldra fólk sem hefur það bara gott… Og ég hef svarað:  EN EKKI HVAÐ?  Eigum við að hafa það skítt? Eftir 40 til 50 ár á vinnumarkaði, – eigum við þá rétt að skrimta? Eða vera fyrir neðan öll mörk, sem því miður er reyndin.“

Helgi Pétursson, formaður LEB – Landssambands eldri borgara verður meðal ræðumanna á mótmælafundinum Rísum upp! á Austurvelli.

Fundargögn Landsfundar LEB 2023

Fundargögn Landsfundar LEB 2023

Landsfundurinn verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi sem er í Menntaborgum, húsi Menntaskóla Borgarfjarðar, þriðjudaginn 9. maí nk.
Hér má lesa dagskrá og tillögur…

Íslenska ellilífeyriskerfið – Nútíðin og framtíðin. Seinni grein eftir Jósef Gunnar Sigþórsson

Íslenska ellilífeyriskerfið – Nútíðin og framtíðin. Seinni grein eftir Jósef Gunnar Sigþórsson

Höfundur seg­ir að ís­lenska elli­líf­eyri­s­kerf­ið sé sam­fé­lags­lega mik­il­vægt og komi að lífi svo margra að það verði ein­fald­lega að ná fram sátt um það. Til þess þurfi að sam­ræma ein­stak­lings­bund­in og eign­ar­rétt­ar­leg sjón­ar­horn ann­ars veg­ar og hags­muni hins op­in­bera hins veg­ar með lausn sem flétt­ar sam­an hags­mun­um ein­stak­linga og heild­ar með við­un­andi hætti.

Íslenska ellilífeyriskerfið – Fyrirheitin og efndirnar. Fyrri grein eftir Jósef Gunnar Sigþórsson

Íslenska ellilífeyriskerfið – Fyrirheitin og efndirnar. Fyrri grein eftir Jósef Gunnar Sigþórsson

Jós­ef Gunn­ar Sig­þórs­son seg­ir að marg­ir sem greitt hafa í líf­eyr­is­sjóði í ára­tugi telji sig svikna þeg­ar kem­ur að starfs­lok­um og töku elli­líf­eyr­is. Skerð­ing­in vegna tekju­teng­ing­ar­inn­ar, eða að minnsta kosti um­fang henn­ar, komi fólki í opna skjöldu – og hafi kerf­ið ekki upp­fyllt þau fyr­ir­heit sem gef­in voru í upp­hafi.

„Greiðslufyrirkomulag hjúkrunarheimila er úrelt“

„Greiðslufyrirkomulag hjúkrunarheimila er úrelt“

„Þegar fólk flyst á hjúkrunarheimili ætti greiðslufyrirkomulag að vera með þeim hætti að einstaklingurinn greiði leigu, matarkostnað, lyf og þá þjónustu sem hann fær, en ekki er öll sú þjónusta gjaldskyld, svo sem heilbrigðis- þjónustan. 
Íbúar hjúkrunarheimila eiga ekki að þurfa að missa réttindi sem aðrir samfélagsþegnar hafa, eins og nú er“, segir Sigríður Jónsdóttir félagsfræðingur m.a. í fróðlegu viðtali.

Verður gott að eldast?

Verður gott að eldast?

Helgi Pétursson formaður LEB hugleiðir um áramót og fjallar um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.
„Verður eitthvað úr þessu? Von að spurt sé. Það liggja fyrir fjölmargar skýrslur og álitsgerðir um málefni eldra fólks sem flestar rykfalla í skúffum.“

Vinna að heilsu­eflingu og auknu heilsu­læsi fyrir 60 ára og eldri

Vinna að heilsu­eflingu og auknu heilsu­læsi fyrir 60 ára og eldri

„Starf okkar felst í því að aðstoða áhugasöm sveitarfélög um land allt við að innleiða með markvissum hætti heilsueflingu eldra fólks til framtíðar sem felur í sér skipulagða þjálfun og aukið heilsulæsi en Bjartur lífsstíl er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB sem styrkt er af Félags- og vinnumarkaðsmálaráðuneytinu.“

Eldra fólk er ódýrt vinnuafl

Eldra fólk er ódýrt vinnuafl

Fyrirtæki og stofnanir sleppa við að greiða 11,5 % af launum þeirra í lífeyrissjóðina, og má því segja að eldra fólk sé ódýr vinnukraftur. Launþegarnir fá hinsvegar ekkert aukalega í sinn vasa.

Kjaramál eldri borgara verði ekki skilin eftir í tómarúmi

Kjaramál eldri borgara verði ekki skilin eftir í tómarúmi

„Tölulegar staðreyndir sýna að helmingur þeirra sem er kominn á eftirlaun er með tekjur undir meðallaunum í landinu og hefur það bara ekki gott. Þetta eru allt félagsmenn stéttarfélaganna og þess vegna lít ég svo á að hlutverki félaganna í að tryggja fólki góð eftirlaun, sé ekki lokið.“, segir Þorbjörn Guðmundsson formaður Kjaranefndar LEB

Mikilvægt að þekkja lífeyrisréttindi sín

Mikilvægt að þekkja lífeyrisréttindi sín

Fólk þarf að huga vel að réttindum sínum og læra sem best á lífeyris- og tryggingakerfið löngu áður en það fer á lífeyri, segir Ingibjörg H. Sverrisdótir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og ritari stjórnar LEB.

Bjartur lífsstíll fyrir heilsu eldra fólks

Bjartur lífsstíll fyrir heilsu eldra fólks

„Markmið verkefnisins, Bjarts lífsstíls, er að auka heilsulæsi hjá eldra fólki og innleiða heilsueflingu til framtíðar. Það gerum við með því að efla upplýsingaflæði um núverandi hreyfiúrræði og aðstoða þá staði á landinu sem sjá þörf fyrir að setja á stofn ný hreyfiúrræði,“ segir Ásgerður Guðmundsstjóri verkefnastjóri heilsueflingar hjá LEB.

Hjón og fólk í sambúð velti fyrir sér að skipta lífeyrisréttindum

Hjón og fólk í sambúð velti fyrir sér að skipta lífeyrisréttindum

Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða vekur athygli á að „Lagaákvæðið um skiptingu lífeyrisréttinda sé alls ekki hugsað sem skilnaðarúrræði heldur sem jafnréttis- og sanngirnismál.“ Samning um skiptingu lífeyris verður að gera áður en sá eldri verður 65 ára.

Hugleiðingar vegna útskriftar íbúa á hjúkrunarheimili

Hugleiðingar vegna útskriftar íbúa á hjúkrunarheimili

„Á Íslandi er það svo að þeir sem búa heima og eru með færniskerðingu af einhverjum toga sem gerir þeim erfitt að sjá óstuddir um daglegt líf sitt eiga ekki margra kosta völ.“ Sigrún Huld Þorgrímsdóttir ritar um búsetumál færniskertra

Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk ýtt úr vör

Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk ýtt úr vör

Helgi Pétursson formaður LEB fagnar yfirlýsingunni og segir í samtali við vefmiðilinn Lifðu núna að Landssambandið hafi talað fyrir því lengi að farið yrði í að samhæfa þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi. „Nú reynir á hvað hægt er að gera“, segir hann.

Fjölbreytt LEB blað 2022 komið út

Fjölbreytt LEB blað 2022 komið út

LEB blaðið 2022 kom út a dögunum og er í dreifingu til félagsmanna aðildarfélaga LEB um allt land þessar vikurnar.
Þeir sem vilja geta lesið blaðið hér á vefnum undir Útgáfa, hér efst á síðunni.

Bjartur lífsstíll fyrir alla

Bjartur lífsstíll fyrir alla

Markmiðið er að innleiða heilsueflingu til framtíðar og auka heilsulæsi hjá fólki, 60 ára og eldra, á landsvísu. Fjölmörg góð hreyfiúrræði eru nú þegar í boði víða um landið og verður lögð áhersla á að efla núverandi hreyfiúrræði, auka vitundarvakningu eldra fólks og aðstoða sveitarfélög þar sem þörf er á úrbótum. 

Upptaka frá Landsfundi LEB 2022

Upptaka frá Landsfundi LEB 2022

Landsfundur LEB var haldinn í Hafnarfirði 3. maí 2022 og var honum var streymt í beinu streymi. Sjá má myndband frá Landsfundinum hér fyrir neðan. Á Landsfundinum urðu miklar umræður um ýmis hagsmunamál eldra fólks. Landsfundarfulltrúar skiptu sér niður í málefnahópa...

Ráðist verði í heildarendurskoðun í málefnum eldra fólks

Ráðist verði í heildarendurskoðun í málefnum eldra fólks

Það ríkir algert ófremdarástand í málefnum elsta fólksins í landinu. Þetta verður meðal annars rætt á landsfundi Landssambands eldri borgara í dag. Formaður LEB bindur vonir við heildarendurskoðun þjónustunnar við eldra fólk en tillögur um aðgerðir eiga að liggja fyrir í haust.

BEINT streymi frá Landsfundi LEB 2022

BEINT streymi frá Landsfundi LEB 2022

Landsfundurinn er haldinn þriðjudaginn 3. maí 2022, kl. 10.15 – 16.40.

Landsfundurinn er eingöngu opinn fulltrúum aðildarfélaga LEB sem hafa fengið til þess umboð (kjörbréf), en með tækninni getum við leyft öllum sem vilja að fylgjast með á heimasíðu LEB og Facebooksíðu LEB.

Smellið á Lesa meira til að opna síðu með streyminu:

Eldra fólk vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi

Eldra fólk vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi

Í tilefni væntanlegra sveitarstjórnarkosninga 14. maí nk. hafa öll aðildarfélög LEB, 55 talsins víða um land, sameinast um helstu áhersluatriði til að leggja fyrir væntanlegar sveitastjórnir í þágu eldra fólks á landinu.

AfsláttarAPP og Afsláttarbók 2022

AfsláttarAPP og Afsláttarbók 2022

AfsláttarAPPið sem við kynnum nú til sögunnar er bylting í að miðla hagstæðum afsláttarkjörum til allra fullgildra félagsmanna aðildarfélaga LEB hvar á landinu sem þeir eru.
Í APPinu er sjálf Afsláttarbókin einnig í heild sinni.

Landsfundur LEB 2022

Landsfundur LEB 2022

Landsfundurinn verður haldinn 3. maí í Hraunseli, félagsheimili Félags eldri borgara í Hafnarfirði að Flatahrauni 3, 220 Hafnarfirði. Hann er eingöngu opinn fulltrúum aðildarfélaga LEB sem hafa fengið til þess umboð (kjörbréf).

Mál Gráa hersins beint til Hæstaréttar

Mál Gráa hersins beint til Hæstaréttar

Hæsta­rétta­dóm­ar­arn­ir Ása Ólafs­dótt­ir, Björg Thor­ar­en­sen og Karl Ax­els­son standa að baki þess­ar­ar ákvörðunar. Telja dóm­ar­arn­ir að mál þetta hafi þýðingu fyr­ir rétt fjölda ein­stak­linga til greiðslu elli­líf­eyr­is og varðar mikla hags­muni þeirra og rík­i­s­jóðs.

„Málið snýst bara um að eldri borgarar hafi val.“

„Málið snýst bara um að eldri borgarar hafi val.“

Þetta þýðir vitaskuld ekki að hvetja eigi fólk til að halda áfram að vinna eftir sjötugt, hugnist það því ekki. „Nei, almáttugur,“ segir Helgi. „Ég skil vel og ber fulla virðingu fyrir þeim sem vilja hætta að vinna. Þeir sem vilji hætta eiga að fá að hætta. Málið snýst bara um að eldri borgarar hafi val.“

Samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB: Heilsuefling eldra fólks

Samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB: Heilsuefling eldra fólks

Meginmarkmiðið verkefnisins er að innleiða með markvissum hætti heilsueflingu til framtíðar sem felur í sér skipulagða þjálfun og aukið heilsulæsi aldraðra m.t.t. hreyfingar, næringar og annarra þátta sem skipta sköpum fyrir heilsu og líðan.

Forseti ASÍ stígur inn í umræðuna um eldri borgara

Forseti ASÍ stígur inn í umræðuna um eldri borgara

Drífa Snædal forseti ASÍ gerir að umtalsefni í nýlegum pistli sínum umræðuna um hækkun ellilífeyrisaldurs. Það sem einkum vekur athygli er að forseti ASÍ opnar á að kjör eftirlaunafólks verði hluti af væntanlegum kjaraviðræðum. Vissulega yrði það mikilsverður áfangi ef það verður.

Leiguíbúðir fyrir félagsmenn FEB

Leiguíbúðir fyrir félagsmenn FEB

Árið 2018 gerðist FEB stofnaðili að Leigufélagi aldraðra – LA.
LA fékk úthlutað lóðum við Vatnsholt í Reykjavík árið 2018. Þann 17. mars 2021 var tekin fyrsta skóflustungan og síðan hefur verið unnið að byggingu íbúðanna. Um er að ræða samtals 51 tveggja og þriggja herbergja leiguíbúðir sem væntanlega verða afhendar síðar á þessu ári.

Hvatning til eldra fólks á Akureyri

Hvatning til eldra fólks á Akureyri

Hallgrímur Gíslason formaður EBAK hvetur eldra fólk til dáða: „Við megum ekki láta tækifærið ganga okkur úr greipum, það er nefnilega fyrir löngu komin röðin að okkur þegar kemur að forgangsröðun fjármála hjá bæjaryfirvöldum.“

Skrifstofan lokuð vegna samkomutakmarkana

Skrifstofan lokuð vegna samkomutakmarkana

Tímabundin lokun vegna Covid.
Við höldum að sjálfsögðu áfram að þjónusta ykkur í gegnum síma og netpóst.

Við svörum síma 567 7111 alla virka daga kl. 9.00 – 12.00 og gegnum netfangið leb@leb.is

Gleðilegt ár aðgerða

Gleðilegt ár aðgerða

„Það kom í ljós við yf­ir­ferð okk­ar með stjórn­mála­fólki, fag­fólki og sveit­ar­stjórn­ar­fólki að um þetta eru all­ir sam­mála. Og hafa lengið verið. – All­ir. – Það bara ger­ist ekki neitt.“

Þetta er ekki búið!

Þetta er ekki búið!

  Skerðingar falla undir eignarréttarákvæði stjórnarskrár – þurfa því sérmeðferð þingsins Eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum var ríkið sýknað í dag af kröfum okkar í málinu þriggja félaga okkar í Gráa hernum gegn Tryggingastofnun. Kröfur okkar voru að...

Áskorun til Alþingis

Áskorun til Alþingis

Í fjárlagafrumvarpinu 2022 er gert ráð fyrir að ellilífeyrir skuli hækka um 10.109 kr. í janúar 2022, en á sama tíma verða almennar launahækkanir 17.250 kr. Það er skýr krafa Landssambands eldri borgara að Alþingi fari að lögum og ellilífeyrir fylgi almennri...

Skrifstofa LEB lokuð yfir hátíðirnar

Skrifstofa LEB lokuð yfir hátíðirnar

Skrifstofa LEB verður lokuð yfir hátíðirnar frá Þorláksmessu 23. desember til sunnudagsins 2. janúar. Svarað verður þó í síma 567 7111 virka daga kl. 09.00 – 12.000 og erindum sem berast með tölvupósti í netfangið leb@leb.is Opnum aftur mánudaginn 3. janúar kl. 09.00...

Umsögn LEB um frumvarp til fjárlaga 2022

Umsögn LEB um frumvarp til fjárlaga 2022

Ellilífeyrir hækki samkvæmt lögum.
Ellilífeyrir hækki um sömu upphæð og almenn laun
Almennt frítekjumark verði hækkað
Rekstur hjúkrunarheimila verði tryggður
Framkvæmdasjóði aldraðra verði ekki veitt bráðbirgaðaleyfi til að taka þátt í rekstri

Fjöreggið hlaut níræð kona sem heimsækir aldraða

Fjöreggið hlaut níræð kona sem heimsækir aldraða

    Þórný Þórarinsdóttir hlaut Fjöregg Öldrunarráðs Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var 29. nóvember sl.   Fjöreggið er árlega veitt til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið gott og óeigingjarnt starf í þágu aldraðra....

Viltu láta gott af þér leiða?

Viltu láta gott af þér leiða?

Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.
Þar sem sími er notaður þá eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið. Sjálfboðaliði á Ísafirði getur t.d. hringt í símavin á Egilsstöðum.

„Þetta er alveg út úr kú“

„Þetta er alveg út úr kú“

Árskort fyrir eldra fólk í Strætó hefur hækkað úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, eða um 60%. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, mótmælir harðlega þessari hækkun.

Deilt um það í Héraðsdómi hvort skerðingar standast stjórnarskrá

Deilt um það í Héraðsdómi hvort skerðingar standast stjórnarskrá

Aðalmeðferðin tók um fjórar klukkustundir. Fyrsta talaði lögmaður stefnenda, Flóki Ásgeirsson og síðan tók Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður til varna.  Farið var vítt og breitt yfir lögin sem gilda um almannatryggingar í landinu, ýmsa dóma  og ákvæði stjórnarskrárinnar sem einnig koma við sögu í málinu.

Útifundur Gráa hersins á Austurvelli 29. október kl. 14.00

Útifundur Gráa hersins á Austurvelli 29. október kl. 14.00

Grái herinn boðar til útifundar í tilefni af því að aðalmálflutningur þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun f.h. íslenska ríkisins vegna skerðinga stofnunarinnar á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 9.15 að morgni sama dags.

Landreisa Helga byrjuð

Landreisa Helga byrjuð

Helgi Pétursson hét því þegar hann var kjörinn formaður LEB að heimsækja öll félögin 55 innan LEB við fyrsta tækifæri.
Það má með sanni segja að hann sé þegar farinn að efna það loforð.

Verður sigur í skerðingamálinu jólagjöfin í ár?

Verður sigur í skerðingamálinu jólagjöfin í ár?

  „Við hvað eru þeir hræddir, af hverju hafa þeir frestað málinu aftur og aftur? Trúlega vita þeir uppá sig sökina og vita ekki hvernig þeir eiga að haga sér. Þetta snýst um  svo mikla peninga. En gætu stjórnmálamennirnir ekki bara farið að spara hjá sjálfum sér?...

Leiðbeiningabæklingurinn ,,Við andlát maka“

Leiðbeiningabæklingurinn ,,Við andlát maka“

Nýverið gaf Landssamband eldri borgara út leiðbeiningabæklinginn „Við andlát maka“ sem ætlaður er aðstandendum og þá aðallega eldra fólki. Landsambandið vill með þessu hjálpa fólki við erfiðar og tilfinningaríkar aðstæður til að létta þá ferla sem fara í gang við...

Gjafsókn í máli Gráa hersins!

Gjafsókn í máli Gráa hersins!

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að veita þremenningunum í Gráa hernum gjafsókn í máli þeirra gegn Tryggingastofnun ríkisins. Þau Wilhelm Wessman, Ingibjörg Sverrisdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir höfðuðu mál á hendur TR en Málin snúast um lögmæti skerðinga á...

Samanburður LEB – Alþingiskosningar 2021

Samanburður LEB – Alþingiskosningar 2021

Landssamband eldri borgara vekur athygli á því að í fyrsta sinn er málefnum eldri borgara gerð skil í stefnumálum flestra stjórnmálaflokkanna fyrir alþingiskosningarnar 2021 og endurspeglar það aukið vægi og umræðu um kjör og aðbúnað eldra fólks í samfélaginu....

Tækifæri til aðgerða er núna!

Tækifæri til aðgerða er núna!

Hér er myndband um áhersluatriði eldra fólks, sem samþykkt voru á landsfundi Landssambands eldri borgara 2021. Við hvetjum ykkur til að halda þeim á lofti og dreifa þeim sem víðast svo þau komi til framkvæmda hjá næstu ríkisstjórn. Tækifæri til aðgerða er núna!...

Eldri borgarar og alþingiskosningar

Eldri borgarar og alþingiskosningar

Nú líður að alþingiskosningum sem verða 25. september n.k.. Í þætti Spegilsins 15. september voru til umræðu málefni eldra fólks eða þeirra sem eru  60 plús. Það er býsna fjölmennur hópur en um 20 prósent landsmanna er 60 ára og eldri, sem gera hátt í 74 þúsund manns....

Neyðaróp úr hópi eldri borgara

Neyðaróp úr hópi eldri borgara

Íslenskur verkfræðingur, kominn á níræðisaldur, flutti nýverið til Íslands eftir langa starfsævi í Noregi. Hann hafði ekki dvalið lengi í föðurlandinu að hann afréð að hafa samband við ritstjórann sem hér heldur á penna og segja honum frá því hvað hann skammaðist sín...

Leiðbeiningabæklingurinn ,,Við andlát maka“

Leiðbeiningabæklingurinn ,,Við andlát maka“

Nýverið gaf Landssamband eldri borgara út leiðbeiningabæklinginn „Við andlát maka“ sem ætlaður er aðstandendum og þá aðallega eldra fólki. Landsambandið vill með þessu hjálpa fólki við erfiðar og tilfinningaríkar aðstæður til að létta þá ferla sem fara í gang við...

Kjör aldraðra rædd á Hringbraut

Kjör aldraðra rædd á Hringbraut

Missið ekki af þættinum KJÖR ALDRAÐRA sem sýndur verður á Hringbraut, sunnudaginn 12.sept. kl. 20:30. Þátturinn verður frumsýndur á sunnudagskvöldið en verður svo endursýndur nokkrum sinnum eftir það. Í þættinum er dregin upp raunsönn mynd af kjörum aldraðra á Íslandi...

Áherslur eldra fólks vegna komandi Alþingiskosninga

Áherslur eldra fólks vegna komandi Alþingiskosninga

Í vor samþykkti Landsfundur LEB 2021 einróma ályktun um helstu áhersluatriði sem sett verða á oddinn fyrir komandi Alþingiskosningar og stjórnmálasamtök og -flokkar eru hvött til að setja á oddinn í næstu ríkisstjórn. Áhersluatriðin eru 5. Áður hafði formannafundur...

Breytingar á skrifstofu LEB

Breytingar á skrifstofu LEB

Starfsemi LEB hefur aukist til muna síðustu misserin. LEB hefur hrint úr vör ýmsum verkefnum til hagsbóta fyrir félagsmenn aðildarfélaganna 55, sérstaklega eftir að heimsfaraldurinn skall á. Útgáfa hefur aukist jafnhliða og sífellt meiri vinna lögð í ýmis baráttumál eldra fólks eins og kjaramál og húsnæðis- og heilbrigðismál.

Nafnleysi TR ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti

Nafnleysi TR ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti

Umboðsmaður Alþingis hefur birt álit sitt á því umkvörtunarefni að úrskurðir Tryggingastofnunar séu samkvæmt meginreglu nafnlausir. Í stuttu máli kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að slík framkvæmd stjórnsýsluákvarðana sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gera verði til forms og framsetningar stjórnvaldsákvarðana.

Umbúðalausir eldri borgarar

Umbúðalausir eldri borgarar

Landssamband eldri borgara hefur hleypt af stokkunum átaki sem ætlað er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi umhverfisverndar. Framleiddar hafa verið stiklur til sýninga í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum, þar sem áhersla er lögð á þrjá mikilvæga þætti umhverfisverndar.

Aðgerðir strax – ekkert annað dugar

Aðgerðir strax – ekkert annað dugar

LEB vill að  rekstrarfyrirkomulag hjúkrunarheimila verði endurskoðað og allt utanumhald verði gagnsætt. Þá þarf að bjóða upp á fjölbreyttari lausnir í húsnæðismálum fyrir eldra fólk.  LEB hefur lýst vilja sínum til að koma að úrlausn mála er varða eldra fólk.

Áherslur eldra fólks vegna komandi Alþingiskosninga

Áherslur eldra fólks vegna komandi Alþingiskosninga

Landsfundur LEB 2021 sem haldinn var á Selfossi 26. maí samþykkti einróma ályktun um helstu áhersluatriði sem sett verða á oddinn fyrir komandi Alþingiskosningar og stjórnmálasamtök og -flokkar eru hvött til að setja á oddinn í næstu ríkisstjórn.

Vinnumiðlun eftirlaunafólks

Vinnumiðlun eftirlaunafólks

„Sá sem skráir sig til vinnu ræður því hvenær hann vinnur og hversu mikið. Sumir vilja kannski vinna hálfan dag einu sinni í viku, aðrir geta hugsað sér að vinna tvo daga og svo framvegis.“

Fræðslumyndband fyrir þá sem eru að hefja töku ellilífeyris

Fræðslumyndband fyrir þá sem eru að hefja töku ellilífeyris

Ertu að fara að ljúka störfum? Ertu ekki með á hreinu réttindi þín gagnvart Tryggingastofnun?
Hér er farið yfir hvernig sótt er um, hverjir eiga rétt, hvaða réttindi eru í boði og hvaða leiðir geta hentað. Þá er farið yfir mikilvægi þess að skila inn réttri tekjuáætlun og það hvernig tekjur hafa áhrif á ellilífeyri frá TR.

Landsfundur LEB – Samþykktar ályktanir og tillögur

Landsfundur LEB – Samþykktar ályktanir og tillögur

Landsfundinn sóttu 129 fulltrúar frá 38 félögum víðs vegar að á landinu. Dagskrá fundarins var viðamikil og ræddi fólk um hin ýmsu álitamál er varðar hag eldra fólks, bæði í málefnahópum sem og á sameiginlegum fundi.

Þurfum að hugsa kerfið uppá nýtt

Þurfum að hugsa kerfið uppá nýtt

„Við horfum á skerðingarnar í almannatryggingakerfinu og nú hefur í fyrsta sinn komið fram hvaða upphæðir það eru, sem málið snýst um. Þessar skerðingar, það sem tekið er af eldra fólki eru 45 milljarðar króna á ári.“

Vanvirðing við eldra fólk

Vanvirðing við eldra fólk

„Ald­urs­for­dóm­ar eiga ekki að vera til. LEB tel­ur það mann­rétt­inda­brot að hafna fólki vegna ald­urs.“

Kennslubæklingar & Taupokar LEB

Kennslubæklingar & Taupokar LEB

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Þar eru þeir bæði í sérstökum lesham og á pdf formi. Félagsmálaráðuneytið hefur gert LEB kleift að opna rafræna gátt á...

Landsfundur LEB 2021

Landsfundur LEB 2021

Boðað til landsfundar LEB 2021 sem haldinn verður á Selfossi miðvikudaginn 26. maí. Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi og hefst kl. 10.00 árdegis og er eingöngu opinn fulltrúum aðildarfélaga LEB sem hafa fengið til þess umboð.

Formannafundur LEB samþykkti tilllögur að fáum, en snörpum áhersluatriðum sem eldri borgarar vilja að komist til framkvæmda á komandi kjörtímabili.

Heilsuefling eldri borgara – aftur af stað

Heilsuefling eldri borgara – aftur af stað

„Sú heilsu­efl­ing sem nú er stefnt að með þeim styrkj­um og fræðslu sem verður í boði er ætlað að snúa vörn í sókn á öll­um sviðum lýðheilsu. Því er mik­il­vægt að all­ir hjálp­ist að við það að virkja göngu­hópa og hreyfi­hópa á sem fjöl­breytt­ast­an hátt og hvetja hvert annað í góðum lífs­stíl.“

Kennslubæklingar & Taupokar LEB

Kennslubæklingar & Taupokar LEB

  Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Þar eru þeir bæði í sérstökum lesham og á pdf formi. Félagsmálaráðuneytið hefur gert LEB kleift að opna rafræna...

Formannafundur LEB haldinn sem fjarfundur

Formannafundur LEB haldinn sem fjarfundur

Fjarfundarformið er nýjung hjá LEB gefur öllum 55 aðildarfélögunum vítt og breitt um landið að tengjast á auðveldan hátt og er þetta vafalaust framtíðin í öflugu starfi LEB.

125 milljónir króna til örvunar á félagsstarfi og heilsueflingar fullorðinna

125 milljónir króna til örvunar á félagsstarfi og heilsueflingar fullorðinna

Átaksverkefni hefur verið hrint úr vör til að efla félagsstarf fullorðinna í samvinnu við sveitarfélögin, ásamt aðgerðum til heilsueflingar eldri borgara í samvinnu við LEB og ÍSÍ. Aðgerðirnar eru mótaðar af starfshópi um lífskjör og aðbúnað aldraðra, og eru hluti af viðspyrnuáætlun ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19.

Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf

Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf

Áskorun hefur verið send á alla stjórnmálaflokka að tryggja eldri borgurum sæti á lista sem gæti tryggt þeim þingsæti. Enda er það á Alþingi sem kjör og velferð eldri borgara eru ráðin.

Velferð eldri borgara á RÚV

Velferð eldri borgara á RÚV

Hverjar eru áskoranir eldri borgara og hvernig er hægt að eiga innihaldsríkt líf alla ævi?

Öldrunarráð Íslands og LEB – Landssamband eldri borgara standa fyrir fræðslufundinum, Velferð eldri borgara, á RÚV  þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00, þar sem víðtæk fræðsla og upplýsingamiðlun verður höfð að leiðarljósi.

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur aðgengilegir líka á netinu

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur aðgengilegir líka á netinu

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Þar eru þeir bæði í sérstökum lesham og á pdf formi.
Áfram verður hægt að fá kennslubæklingana á pappír og panta hjá skrifstofu LEB. Þá hefur LEB einnig til sölu fjölnota tauburðarpoka með áprentuninni: Afi og amma redda málunum.

„Afi og amma redda málunum“

„Afi og amma redda málunum“

Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, átti fund með umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, í umhverfisráðuneytinu. Við það tækifæri afhenti hún ráðherranum fjölnota tauburðarpoka sem LEB hefur látið framleiða með árituninni Afi og amma redda málunum. Fundurinn var ekki síst táknrænn vegna þess að nú hafa tekið gildi ný lög sem banna afhendingu plastburðarpoka.

Verðum sjálf að berjast fyrir kjörum okkar

Verðum sjálf að berjast fyrir kjörum okkar

„Það berst enginn fyrir hagsmunum eldra fólks ef það gerir það ekki sjálft. Þetta gildir um alla baráttu „minnihlutahópa“ bæði fyrr og síðar. Blökumenn urðu að berjast fyrir sínum rétti, konur, samkynhneigðir og þannig mætti lengi áfram telja. Það er ekkert öðruvísi með eftirlaunafólk.  Á næstu tíu árum mun fjölga í  þeirra hópi um ca. 20.000. Það er mikilvægt fyrir okkur að reyna að hafa áhrif á það líf sem okkur verður búið í ellinni.“

LEB hefur flutt aðsetur sitt að Ármúla 6, 108 Reykjavík

LEB hefur flutt aðsetur sitt að Ármúla 6, 108 Reykjavík

LEB hefur alla tíð verið leigutaki og hefur átt aðsetur sitt á ýmsum stöðum frá því það var stofnað 1989. LEB hefur t.d. verið að Suðurlandsbraut 20, Borgartúni 20, Langholtsvegi 111, Sigtúni 42 og nú frá 1. janúar 2021: Ármúla 6, 1. hæð, 108 Reykjavík.

Hið undarlega ár 2020. Formaður LEB með hugleiðingu

Hið undarlega ár 2020. Formaður LEB með hugleiðingu

„Fólk hefur haft næði til að hugsa inn á við og sá miki fjársjóður sem býr í hverju mannsbarni varð skýrari. Samkennd jókst. Velvilji óx. Mín tilfinning er að auðvelt sé að sá góðum fræjum í þann jarðveg sem hefur skapast.“

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur og taupokar LEB

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur og taupokar LEB

      Nú er hægt að festa kaup á kennslubæklingum fyrir spjaldtölvur frá LEB. Fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar. Android er í nánast öllum tölvum sem ekki eru af Ipad gerð. Bæklingarnir eru í stærðinni A4, litprentaðir, með stóru...

Stjórn og kjaranefnd LEB álykta um kjör eldri borgara

Stjórn og kjaranefnd LEB álykta um kjör eldri borgara

Stjórn LEB mótmælir harðlega að ellilífeyri hækki aðeins um 3.6% í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021.
Það er skýlaus krafa LEB að ellilífeyrir hækki um 15.750 kr. vegna ársins 2021 eins og aðrir fá.
Eldri borgarar hafa ekki samningsrétt og verða að treysta að Alþingi fari að lögum við ákvörðun um hækkun ellilífeyris og tryggi sambærilegar hækkanir.

Tími til að þakka

Tími til að þakka

Alla 365 daga ársins ganga þúsundir heilbrigðisstarfsmanna til vinnu sinnar við umönnun og lækningu þeirra sem á þurfa að halda. Þetta eru krefjandi störf þegar best lætur, vaktir þar sem allur sólarhringurinn er undir, virka daga og helga. Skjólstæðingar og fjölskyldur eru oft á erfiðasta tíma í lífi sínu. Hér er teflt um heilsu og vanlíðan, líf og dauða. Og þetta er þegar best lætur.

„Það ætti að vera valkostur að vinna lengur“

„Það ætti að vera valkostur að vinna lengur“

Í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að í kjarasamningum grunnskólakennara standi að þeir eigi að hætta að vinna þegar þeir verða 70 ára. Sú regla gangi ef til vill of langt en það þurfi að skoða betur.

Hvað er að gerast hjá TR?

Hvað er að gerast hjá TR?

Í úttektinni er bent á hvað núgildandi lög um lífeyri eru ógagnsæ og erfið til að vinna eftir. Er sú niðurstaða alveg í þeim anda sem við hjá Landsambandi eldri borgara höfum bent á. Lögin frá 2017 áttu að vera til einföldunar, en gera það ekki. Þau eru vandræði.

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur og fjölnota taupokar LEB

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur og fjölnota taupokar LEB

Nú er hægt að festa kaup á kennslubæklingum fyrir spjaldtölvur frá LEB. Fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar.
Þá hefur LEB einnig til sölu fallega fjölnota taupoka úr bómull með áprentuninni: Afi og amma redda málunum.  

Ályktun LEB vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar

Ályktun LEB vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar

„Sú kjaragliðnun eftirlauna almannatrygginga miðað við almenna launaþróun lægstu launa á vinnumarkaði frá árinu 2017 er gríðarleg og þýðir að sú kjarahækkun sem sett var inn með nýjum lögum um almannatryggingar þá, hefur nú gufað upp.
Eldra fólk sem er með minnstu tekjurnar lifir sannarlega í fátækt og sumir í sárafátækt sem er engan veginn ásættanlegt.“

„Öldungaráðin liður í að veita öldruðum bestu þjónustu sem völ er á“

„Öldungaráðin liður í að veita öldruðum bestu þjónustu sem völ er á“

„Val sveitarfélaga á fulltrúum í ráðið hefur mikið að segja en þeir skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði öldrunarmála. Svo virðist sem það sé ekki uppfyllt í öllum tilvikum. Það virðist einnig sem eldri borgarar þekki ekki endilega mikið til öldungaráðanna og því er ástæða til að auka sýnileika þeirra í sveitarfélögunum þannig að aldraðir viti fyrir hvað þau standa.“

LEB hefur sett vinnu gegn einmanaleika og félagslegri einangrun eldra fólks í ákveðinn forgang. Þetta verður viðfangsefni málþingsins 17. september. Setning er kl. 13.30 og lýkur málþinginu fyrir kl. 17.00. LEB hefur leitað eftir samstarfi við ýmsa aðila. Fulltrúar nokkurra þessara samstarfsaðila munu flytja erindi. 

Efst á baugi hjá LEB í haust

Efst á baugi hjá LEB í haust

Nú rignir inn dagskrám hjá félögum eldri borgara þar sem þau hafa tekið sóttvarnarreglur almannavarna og sett sitt kerfi eftir þeim, miðað við aðstæður á hverjum og einum stað. Vissulega er allt stirðara, en nauðsynlegt að gera það sem hægt er til að lífið haldi áfram okkur öllum til eflingar.

LEB hefur gefið út einfaldar leiðbeiningar fyrir spjaldtölvur

LEB hefur gefið út einfaldar leiðbeiningar fyrir spjaldtölvur

      LEB hefur fundið fyrir vaxandi þörf margra eldri borgara sem ekki hafa verið tölvuvæddir að hafa handhægt kennsluefni sem myndi nýtast þeim til að komast í rafrænt samband við umheiminn. Enda er tölvulæsi orðið ómissandi þáttur í ýmsum samskiptum,...

Annar hluti veirunnar og hvað svo?

Annar hluti veirunnar og hvað svo?

Mik­il­vægt er að minna á spjald­tölvu­kennslu og kennslu­bæk­linga sem voru unn­ir á veg­um LEB til að efla tölvu­færni eldra fólks. Nú er sér­stök þörf á að efla færni þeirra sem hafa misst af ra­f­rænu breyt­ing­unni, s.s. að geta sótt um allt mögu­legt á net­inu, skilað gögn­um eða farið í net­banka. Þetta efl­ir sjálf­stæði eldra fólks auk þess sem sam­skipti við hina nán­ustu efl­ast.

Heilsa eldri borgara hrakaði í síðasta heimsóknarbanni

Heilsa eldri borgara hrakaði í síðasta heimsóknarbanni

Formaður LEB – Landssambands eldri borgara vill skoða fleiri möguleika til að leyfa fólki að hittast. Heilsa fólks á hjúkrunarheimilunum hrakaði mjög í síðasta heimsóknarbanni og þekktu Alzheimers sjúklingar ekki jafnvel ekki sína nánustu ættingja.

Þrátt fyrir öflugt starf gengur hægt í baráttunni

Þrátt fyrir öflugt starf gengur hægt í baráttunni

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB skrifaði eftirfarandi grein sem leiðara fyrir LEB blaðið 2020, sem kom út í tengslum við Landsfund LEB sem haldinn var í Súlnasal Hótels Sögu, þriðjudaginn 30. júní sl.

Eiga eldri borgarar að stofna stjórnmálahreyfingu?

Eiga eldri borgarar að stofna stjórnmálahreyfingu?

„Mér fannst eins og það væri takmarkaður áhugi hjá stjórnvöldum að bæta kjör eldri borgara“, segir Haukur Halldórsson varaformaður LEB. „Síðan þufum við sjálf að vera sammála um hvað við setjum í forgang“ segir hann og bendir á að sú hafi ekki alltaf verið raunin. „Stjórnmálaflokkar óttast ekki eldri borgara, það er vandinn“ , segir Þorbjörn Guðmundsson varamaður í stjórn LEB.

Eliza Reid sló í gegn á Landsfundi LEB 2020

Eliza Reid sló í gegn á Landsfundi LEB 2020

„Eruð þið að hlæja  að mér af því ég er að tala við ömmu mína?“
Já, sagði þá einn úr hópnum, við héldum að þetta væri eitthvert „deit“.  
En vinur þeirra átti síðasta orðið:
„Hún amma mín sem er 86 ára er miklu merkilegri en hvaða „deit“ sem er!“

LEB hefur gefið út einfaldar leiðbeiningar fyrir spjaldtölvur

LEB hefur gefið út einfaldar leiðbeiningar fyrir spjaldtölvur

LEB hefur fundið fyrir vaxandi þörf margra eldri borgara sem ekki hafa verið tölvuvæddir að hafa handhægt kennsluefni sem myndi nýtast þeim til að komast í rafrænt samband við umheiminn. Enda er tölvulæsi orðið ómissandi þáttur í ýmsum samskiptum, hvort sem er manna í...

Þúsundir hafa ekki efni á heyrnartækjum

Þúsundir hafa ekki efni á heyrnartækjum

„Þeir sem eiga lítil eftirlaun, þeir eiga engan séns þarna. Við höfum verið í sambandi við Heyrnarhjálp, að um fjögur þúsund manns hafi ekki efni á heyrnartækjum.“

Qigong lífsorkuæfingar fyrir eldri borgara

Qigong lífsorkuæfingar fyrir eldri borgara

Qigong lífsorkuæfingarnar eru alhliða heilsubót. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti hefur viðhaldið heilsu sinni með Qigong æfingum frá árinu 1994. Hér er hægt að opna á myndbönd sem Þorvaldur Ingi Jónsson hefur sérstaklega útbúin fyrir eldri borgara.

Landsfundur LEB þriðjudaginn 30. júní 2020

Landsfundur LEB þriðjudaginn 30. júní 2020

Landsfundur LEB 2020 verður haldinn þriðjudaginn 30. júní í Súlnasal Hótel Sögu við Hagatorg, 107 Reykjavík. Fundargögn afhent kl. 10.00, fundurinn hefst kl. 10.30 og gert ráð fyrir að hann muni standa til kl. 18.00. Eingöngu fulltrúar aðildarfélaga með gilt kjörbréf útgefnum af stjórnum sinna félaga, hafa rétt á setu á landsfundi LEB.

MS nýr hollvinur Landssambands eldri borgara

MS nýr hollvinur Landssambands eldri borgara

      Á undanförnum árum hefur LEB – Landssamband eldri borgara átt gott samstarf við MS - Mjólkursamsöluna um að kynna til leiks afurðir sem eru próteinríkar og geta þannig gefið eldra fólki betri heilsu þegar árin færast yfir. Umræða um heilsu á efri...

Úti-Hreystistöð á Selfossi fyri eldri borgara

Úti-Hreystistöð á Selfossi fyri eldri borgara

    Það var glaðvær hópur sem kom saman við félagsheimili FEB að Grænumörk 5 á Selfossi laugardaginn 16. maí sl. Guðfinna Ólafsdóttir formaður félagsins bauð gesti velkomna og tók f.h. félagagsins formlega í notkun hreystistöð sem nokkur góðgerðarfélög og...

Bág kjör og einangrun eldri innflytjenda er áhyggjuefni

Bág kjör og einangrun eldri innflytjenda er áhyggjuefni

Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur.

Hvað er „eldri borgari“?

Hvað er „eldri borgari“?

Strangt til tekið gætu þrjár kynslóðir sömu fjölskyldu verið í félagi eldri borgara. Þeir yngstu kannski 60 ára, foreldrar þeirra kannski 80 ára og afar og ömmur þeirra yngstu kannski 100 ára. Þrjár ólíkar kynslóðir, allt „eldri borgarar“!

Oft var þörf, en nú er nauðsyn!  

Oft var þörf, en nú er nauðsyn!  

Ísland er svo sannarlega matarkista. Við getum næstum séð um okkur sjálf. Sjálfbært samfélag er svo mikils virði fyrir fámenna þjóð. Er ekki lag núna til að efla okkur til dáða og hugsa með íslenska hjartanu þegar farið er út að versla, og  velja íslenskt?

Lærðu að nýta tölvuna þína betur – Tilboð til eldra fólks

Lærðu að nýta tölvuna þína betur – Tilboð til eldra fólks

    Það að læra á og geta nýtt sér tölvu eða snjalltæki einfaldar lífið. Að kunna vel á tölvuna er lykilatriði til að tækið nýtist manni sem best í daglegu lífi. Viðmót tækisins verður aðgengilegra og ekki eins flókið ef maður lærir á það og getur nýtt sér...

Slökun fyrir daginn og fyrir svefninn

Slökun fyrir daginn og fyrir svefninn

Fanný Jónmundsdóttir hefur fært LEB upptökur af heppilegum slökunaræfingum, bæði til að hefja daginn og einnig slökunaræfingar fyrir svefninn. Þessar upptökur eru nú aðgengilegar á vef LEB og hægt að hlusta á þær hvenær sem fólki hentar.

Ókeypis tölvufræðsla fyrir fullorðna.

Ókeypis tölvufræðsla fyrir fullorðna.

Tæknilæsi fyrir fullorðna er Facebooksíða sem er hugsuð sem kennslusíða fyrir eldra fólk sem vill læra á spjaldtölvur og snjallsíma í þeim tilgangi að verða virkari þátttakendur í hinum rafræna heimi. Aðgangur að kennsluefninu er algjörlega ókeypis.  Að síðunni...

Afsláttarbók LEB 2020 er komin út

Afsláttarbók LEB 2020 er komin út

Árum saman hefur LEB gefið út Afsláttarbók fyrir félagsmenn félaga eldri borgara á öllu landinu. Nýjasta afsláttarbókin er nú komin út.

Nú þarf að huga að afa og ömmu

Nú þarf að huga að afa og ömmu

    Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB - Landssambands eldri borgara, var gestur á upplýsingafundi almannavarna sem var útvarpað og sjónvarpað beint miðvikudaginn 8. apríl kl. 14.00. Fundurinn að þessu sinni var sá 32. í röðinni. Hér er farið yfir það...

Hvað er heilsuvera.is?  Er þetta eitthvað fyrir eldri borgara?

Hvað er heilsuvera.is? Er þetta eitthvað fyrir eldri borgara?

  Vefurinn heilsuvera.is er fyrir almenning um heilsu, læknaviðtöl, lyfjasögu, fróðleik og margt fleira. Þegar komið er inn á heilsuvera.is er að finna mínar síður efst hægra megin á síðunni og þar undir opnast á innskráningu með rafrænum skilríkjum. Skrá inn...

Vertu símavinur! Símaspjall við eldri borgara.

Vertu símavinur! Símaspjall við eldri borgara.

Nýtt verkefni sem hefur fengið nafnið Spjöllum saman gengur út á að hringt er í allt fólk sem er 85 ára og eldri, býr einsamalt og hefur fengið þjónustu frá Reykjavíkurborg. Í símtalinu er líðan fólksins og aðstæður kannaðar og því boðið að eignast símaspjallsvin.

Hendum burt erjum. Stöndum saman. Styðjum hvert annað

Hendum burt erjum. Stöndum saman. Styðjum hvert annað

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB sat í pallborði á daglegum blaðamannafundi Landlæknis og Ríkislögreglustjóra, laugard. 14. mars. Með henni í beinni útsendingu voru Víðir yfirlögregluþjónn, Alma landlæknir og Stefán útvarpsstjóri. Slóð á þáttinn er í greininni

Eldra fólk er varkárt að upplagi

Eldra fólk er varkárt að upplagi

Fólk er hvatt til að hringja í síma 1700 ef það telur sig hugsanlega vera smitað af COVID-19 veirunni. Ekki leita beint á sjúkrahús eða heilsugæslustöðvar.
Lestu um frekari leiðbeiningar með að smella á Lesa meira.

Eiga ekki allir að vera með í samfélaginu?

Eiga ekki allir að vera með í samfélaginu?

„Það vantar mikið upp á í aðgengismálum og virðing gagnvart þeim sem þurfa hjálp er allavega allt of lítil. Mjög margir sem búa einir og eiga erfitt með gang veigra sér við að fara í búðir og versla inn sjálfir. Einnig að njóta menningar, fara í leikhús og njóta tónleika er ekki efst á lista. Heimsóknarvinir, vinir og eða ættingjar, hjálpa oft í slíkum tilvikum, en margt má læra af öðrum þjóðum.“

Verkefni LEB „Umbúðalausir eldri borgarar“ hlýtur styrk

Verkefni LEB „Umbúðalausir eldri borgarar“ hlýtur styrk

Umhverfisráðherra veitti styrki til frjálsra félagasamtaka sem inna af hendi afar mikilvægt starf í þágu umhverfisins og náttúruverndar. Meðal þeirra sem fengu styrk var LEB – Landssamband eldri borgara fyrir ákaflega spennandi verkefni sem ber heitið „Umbúðalausir eldri borgarar“

Er einmanaleiki varhugaverður heilsu fólks?

Er einmanaleiki varhugaverður heilsu fólks?

  „Á und­an­förn­um árum hef­ur æ oft­ar verið rætt og skrifað um ein­mana­leika og fé­lags­lega ein­angr­un. Brett­um nú upp erm­ar og vinn­um gegn ein­mana­leika.“   Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB - Landssambands eldri brorgara skrifar.   Á...

Velferðartækni – gagnast hún mér?

Velferðartækni – gagnast hún mér?

  LEB – Landssamband eldri borgara hefur gefið út bækling um velferðartækni, Velferðartækni – gagnast hún mér? Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður eldra fólki og til upplýsingar um hvað velferðartækni er og hvernig fólk getur nýtt sér hana til að gera sér...

Ellilífeyrir hækkaði um 3,5% um áramótin

Ellilífeyrir hækkaði um 3,5% um áramótin

Fjárhæðir greiðslna TR hækkuðu um 3,5% um áramótin, eða 1. janúar 2020. „Ellilífeyrir" verður að hámarki  tæpar 256.800 kr. á mánuði. Stjórnvöld ákveða einhliða upphæðina (prósentu hækkun). Eitt af baráttumálum LEB er og hefur verið að eftirlaun verði í samræmi við...

Ágrip úr sögu LEB í 30 ár: 1989-2019

Ágrip úr sögu LEB í 30 ár: 1989-2019

„Og sagan heldur áfram að verða til. Landssamband eldri borgara er á besta aldri og ætlar að standa vaktina þar til eldri borgarar á Íslandi geta allir lifað dagana með reisn og þeirri virðingu sem þeim ber.“

Jólakveðja LEB og jólahugvekja formanns

Jólakveðja LEB og jólahugvekja formanns

Stjórn LEB – Landssambands eldri borgara sendir landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um árangursríkt nýtt baráttuár fyrir eldri borgara þessa lands! Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður skrifar jólahugvekju sem vert er að lesa.

Landssamband eldri borgara gegnir mikilvægu hlutverki

Landssamband eldri borgara gegnir mikilvægu hlutverki

„Framtíð Landssambands eldri borgara byggir á nútíðinni þar sem baráttan fyrir bættum lífskjörum er í forgrunni.“
Fjórir formenn félaga eldri borgara ræða um hlutverk LEB í nútíð og framtíð.

Við munum ávallt standa vörð um málefni eldra fólks

Við munum ávallt standa vörð um málefni eldra fólks

Loksins er kominn tími á fréttapistil frá LEB eftir strangt sumar og haust. Ótrúlega margt hefur verið unnið að frá landsfundi LEB í apríl á þessu ári. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður, fer yfir verkefni LEB síðasta misserið.

Eru eldri borgarar skildir eftir?

Eru eldri borgarar skildir eftir?

„Yfir 30% eldra fólks sem hef­ur leitað til Trygg­inga­stofn­un­ar­inn­ar er í mikl­um vand­ræðum og neðsti hlut­inn býr við sára fá­tækt. Er það hið ís­lenska vel­ferðar­kerfi?“

Ráðstefna TR: Almannatryggingar í brennidepli

Ráðstefna TR: Almannatryggingar í brennidepli

  Það var góð mæting á ráðstefnu Tryggingastofnunar ríkisins á Grand Hóteli Reykjavík 12. nóvember sl., þar sem m.a. kom fram að meirihluti tekna allra lífeyrisþega eru greiðslur frá TR. Einnig var fjallað um hvernig Ísland kemur út í erlendum samanburði varðandi...

Sveitarfélögin haldi hækkun fasteignagjalda undir 2,5%

Sveitarfélögin haldi hækkun fasteignagjalda undir 2,5%

LEB - Landssamband eldri borgara, Húseigendafélagið og Félag atvinnurekenda hafa samþykkt eftirfarandi ályktun:  „Félag atvinnurekenda, Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara ítreka áskorun sína frá 25. október til sveitarfélaganna að lækka álagningarprósentu...

Sættum okkur ekki við 3.5% hækkun

Sættum okkur ekki við 3.5% hækkun

„Eldri borgarar hafi lengi furðað sig á því að þeir fái launahækkun einungis um áramót, oft mörgum mánuðum eftir að búið er að semja á almennum launamarkaði og aðrir hópar þá löngu búnir að fá sínar kauphækkanir- jafnvel aftur í tímann.“