Fréttir
Landsfundur LEB 2021
Boðað til landsfundar LEB 2021 sem haldinn verður á Selfossi miðvikudaginn 26. maí. Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi og hefst kl. 10.00 árdegis og er eingöngu opinn fulltrúum aðildarfélaga LEB sem hafa fengið til þess umboð.
Formannafundur LEB samþykkti tilllögur að fáum, en snörpum áhersluatriðum sem eldri borgarar vilja að komist til framkvæmda á komandi kjörtímabili.
Niðurstöður könnunar um hagi og líðan aldraðra á Íslandi 2020
Rafræn kynning á niðurstöðum könnunarinnar verður haldin 7. apríl nk. kl. 13. Smelltu á LESA MEIRA og þá sést tengill til að komast á fundinn
Heilsuefling eldri borgara – aftur af stað
„Sú heilsuefling sem nú er stefnt að með þeim styrkjum og fræðslu sem verður í boði er ætlað að snúa vörn í sókn á öllum sviðum lýðheilsu. Því er mikilvægt að allir hjálpist að við það að virkja gönguhópa og hreyfihópa á sem fjölbreyttastan hátt og hvetja hvert annað í góðum lífsstíl.“
Auglýst er eftir framboðum vegna stjórnarkjörs á Landsfundi LEB 2021
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram vegna stjórnarkjörs skulu senda tilkynningu þess efnis merkt Framboð, til skrifstofu LEB á netfangið leb@leb.is sem fyrst og fyrir 25. apríl nk.
Þetta snýst um raunveruleg kjör eftirlaunafólks en ekki talnaleiki fjármálaráðuneytis
„Það eru um 32 þúsund manns á bótum frá almannatryggingum sem segir okkur það að 16 þúsund manns eru með lægri tekjur en 400 þúsund. Spurningin er, teljum við þetta vera góð kjör? Ekki þessar prósentutölur heldur þessar rauntölur. Mín reynsla að vera eftirlaunamaður er að það er bara ekkert ódýrara en að vera launamaður.“
Ágústa á Refsstað heiðruð af Öldrunarráði
Ágústa Þorkelsdóttir frá Refsstað, formaður Félags eldri borgara Vopnafirði og Bakkafirði er handhafi viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands árið 2020.
Kennslubæklingar & Taupokar LEB
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Þar eru þeir bæði í sérstökum lesham og á pdf formi. Félagsmálaráðuneytið hefur gert LEB kleift að opna rafræna...
Formannafundur LEB haldinn sem fjarfundur
Fjarfundarformið er nýjung hjá LEB gefur öllum 55 aðildarfélögunum vítt og breitt um landið að tengjast á auðveldan hátt og er þetta vafalaust framtíðin í öflugu starfi LEB.
125 milljónir króna til örvunar á félagsstarfi og heilsueflingar fullorðinna
Átaksverkefni hefur verið hrint úr vör til að efla félagsstarf fullorðinna í samvinnu við sveitarfélögin, ásamt aðgerðum til heilsueflingar eldri borgara í samvinnu við LEB og ÍSÍ. Aðgerðirnar eru mótaðar af starfshópi um lífskjör og aðbúnað aldraðra, og eru hluti af viðspyrnuáætlun ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19.
Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf
Áskorun hefur verið send á alla stjórnmálaflokka að tryggja eldri borgurum sæti á lista sem gæti tryggt þeim þingsæti. Enda er það á Alþingi sem kjör og velferð eldri borgara eru ráðin.
Upptaka af fræðslufundinum Velferð eldri borgara
Þeir sem misstu af fræðslufundinum á RÚV, eða vilja sjá hann aftur, geta nálgast upptöku af honum hér. Hann verður aðgengilegur í ár, eða til 9. febrúar 2022
Velferð eldri borgara á RÚV
Hverjar eru áskoranir eldri borgara og hvernig er hægt að eiga innihaldsríkt líf alla ævi?
Öldrunarráð Íslands og LEB – Landssamband eldri borgara standa fyrir fræðslufundinum, Velferð eldri borgara, á RÚV þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00, þar sem víðtæk fræðsla og upplýsingamiðlun verður höfð að leiðarljósi.
Efst á baugi hjá LEB. Fréttabréf formanns janúar 2021
Á nýju ári er af mörgu að taka sem unnið er að hjá LEB. Hér er stiklað á því helsta.
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur aðgengilegir líka á netinu
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Þar eru þeir bæði í sérstökum lesham og á pdf formi.
Áfram verður hægt að fá kennslubæklingana á pappír og panta hjá skrifstofu LEB. Þá hefur LEB einnig til sölu fjölnota tauburðarpoka með áprentuninni: Afi og amma redda málunum.
„Afi og amma redda málunum“
Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, átti fund með umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, í umhverfisráðuneytinu. Við það tækifæri afhenti hún ráðherranum fjölnota tauburðarpoka sem LEB hefur látið framleiða með árituninni Afi og amma redda málunum. Fundurinn var ekki síst táknrænn vegna þess að nú hafa tekið gildi ný lög sem banna afhendingu plastburðarpoka.
Verðum sjálf að berjast fyrir kjörum okkar
„Það berst enginn fyrir hagsmunum eldra fólks ef það gerir það ekki sjálft. Þetta gildir um alla baráttu „minnihlutahópa“ bæði fyrr og síðar. Blökumenn urðu að berjast fyrir sínum rétti, konur, samkynhneigðir og þannig mætti lengi áfram telja. Það er ekkert öðruvísi með eftirlaunafólk. Á næstu tíu árum mun fjölga í þeirra hópi um ca. 20.000. Það er mikilvægt fyrir okkur að reyna að hafa áhrif á það líf sem okkur verður búið í ellinni.“
LEB hefur flutt aðsetur sitt að Ármúla 6, 108 Reykjavík
LEB hefur alla tíð verið leigutaki og hefur átt aðsetur sitt á ýmsum stöðum frá því það var stofnað 1989. LEB hefur t.d. verið að Suðurlandsbraut 20, Borgartúni 20, Langholtsvegi 111, Sigtúni 42 og nú frá 1. janúar 2021: Ármúla 6, 1. hæð, 108 Reykjavík.
Hið undarlega ár 2020. Formaður LEB með hugleiðingu
„Fólk hefur haft næði til að hugsa inn á við og sá miki fjársjóður sem býr í hverju mannsbarni varð skýrari. Samkennd jókst. Velvilji óx. Mín tilfinning er að auðvelt sé að sá góðum fræjum í þann jarðveg sem hefur skapast.“
Jólakveðja frá stjórn LEB og jólahvatning formanns
Stjórn LEB – Landssambands eldri borgara sendir landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um árangursríkt nýtt baráttuár fyrir eldri borgara þessa lands!
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur og taupokar LEB
Nú er hægt að festa kaup á kennslubæklingum fyrir spjaldtölvur frá LEB. Fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar. Android er í nánast öllum tölvum sem ekki eru af Ipad gerð. Bæklingarnir eru í stærðinni A4, litprentaðir, með stóru...
Stjórn og kjaranefnd LEB álykta um kjör eldri borgara
Stjórn LEB mótmælir harðlega að ellilífeyri hækki aðeins um 3.6% í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021.
Það er skýlaus krafa LEB að ellilífeyrir hækki um 15.750 kr. vegna ársins 2021 eins og aðrir fá.
Eldri borgarar hafa ekki samningsrétt og verða að treysta að Alþingi fari að lögum við ákvörðun um hækkun ellilífeyris og tryggi sambærilegar hækkanir.
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur
„Við værum löngu löngu búin að byggja þessi hjúkrunarheimili ef Framkvæmdasjóður aldraðra sem til þess er ætlaður, hefði ekki verið nýttur í annað,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB
„Við verðum að berjast, verðum að halda áfram.“
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, minnti eldri borgara á að hreyfa sig og huga að heilsunni og góðri næringu á upplýsingafundi Almannavarna
Tími til að þakka
Alla 365 daga ársins ganga þúsundir heilbrigðisstarfsmanna til vinnu sinnar við umönnun og lækningu þeirra sem á þurfa að halda. Þetta eru krefjandi störf þegar best lætur, vaktir þar sem allur sólarhringurinn er undir, virka daga og helga. Skjólstæðingar og fjölskyldur eru oft á erfiðasta tíma í lífi sínu. Hér er teflt um heilsu og vanlíðan, líf og dauða. Og þetta er þegar best lætur.
„Það ætti að vera valkostur að vinna lengur“
Í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að í kjarasamningum grunnskólakennara standi að þeir eigi að hætta að vinna þegar þeir verða 70 ára. Sú regla gangi ef til vill of langt en það þurfi að skoða betur.
Hvað er að gerast hjá TR?
Í úttektinni er bent á hvað núgildandi lög um lífeyri eru ógagnsæ og erfið til að vinna eftir. Er sú niðurstaða alveg í þeim anda sem við hjá Landsambandi eldri borgara höfum bent á. Lögin frá 2017 áttu að vera til einföldunar, en gera það ekki. Þau eru vandræði.
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur og fjölnota taupokar LEB
Nú er hægt að festa kaup á kennslubæklingum fyrir spjaldtölvur frá LEB. Fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar.
Þá hefur LEB einnig til sölu fallega fjölnota taupoka úr bómull með áprentuninni: Afi og amma redda málunum.
Ályktun LEB vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar
„Sú kjaragliðnun eftirlauna almannatrygginga miðað við almenna launaþróun lægstu launa á vinnumarkaði frá árinu 2017 er gríðarleg og þýðir að sú kjarahækkun sem sett var inn með nýjum lögum um almannatryggingar þá, hefur nú gufað upp.
Eldra fólk sem er með minnstu tekjurnar lifir sannarlega í fátækt og sumir í sárafátækt sem er engan veginn ásættanlegt.“
Dæmi um að eldri borgarar hafi lokað sig inni í lengri tíma vegna Covid
Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta.
„Öldungaráðin liður í að veita öldruðum bestu þjónustu sem völ er á“
„Val sveitarfélaga á fulltrúum í ráðið hefur mikið að segja en þeir skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði öldrunarmála. Svo virðist sem það sé ekki uppfyllt í öllum tilvikum. Það virðist einnig sem eldri borgarar þekki ekki endilega mikið til öldungaráðanna og því er ástæða til að auka sýnileika þeirra í sveitarfélögunum þannig að aldraðir viti fyrir hvað þau standa.“
LEB hefur sett vinnu gegn einmanaleika og félagslegri einangrun eldra fólks í ákveðinn forgang. Þetta verður viðfangsefni málþingsins 17. september. Setning er kl. 13.30 og lýkur málþinginu fyrir kl. 17.00. LEB hefur leitað eftir samstarfi við ýmsa aðila. Fulltrúar nokkurra þessara samstarfsaðila munu flytja erindi.
Efst á baugi hjá LEB í haust
Nú rignir inn dagskrám hjá félögum eldri borgara þar sem þau hafa tekið sóttvarnarreglur almannavarna og sett sitt kerfi eftir þeim, miðað við aðstæður á hverjum og einum stað. Vissulega er allt stirðara, en nauðsynlegt að gera það sem hægt er til að lífið haldi áfram okkur öllum til eflingar.
Viltu gerast fjar-sjálfboðaliði? Rauði krossinn óskar eftir símavinum
Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks en um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á tíma sem báðum aðilum hentar.
LEB hefur gefið út einfaldar leiðbeiningar fyrir spjaldtölvur
LEB hefur fundið fyrir vaxandi þörf margra eldri borgara sem ekki hafa verið tölvuvæddir að hafa handhægt kennsluefni sem myndi nýtast þeim til að komast í rafrænt samband við umheiminn. Enda er tölvulæsi orðið ómissandi þáttur í ýmsum samskiptum,...
Annar hluti veirunnar og hvað svo?
Mikilvægt er að minna á spjaldtölvukennslu og kennslubæklinga sem voru unnir á vegum LEB til að efla tölvufærni eldra fólks. Nú er sérstök þörf á að efla færni þeirra sem hafa misst af rafrænu breytingunni, s.s. að geta sótt um allt mögulegt á netinu, skilað gögnum eða farið í netbanka. Þetta eflir sjálfstæði eldra fólks auk þess sem samskipti við hina nánustu eflast.
Heilsa eldri borgara hrakaði í síðasta heimsóknarbanni
Formaður LEB – Landssambands eldri borgara vill skoða fleiri möguleika til að leyfa fólki að hittast. Heilsa fólks á hjúkrunarheimilunum hrakaði mjög í síðasta heimsóknarbanni og þekktu Alzheimers sjúklingar ekki jafnvel ekki sína nánustu ættingja.
Þrátt fyrir öflugt starf gengur hægt í baráttunni
Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB skrifaði eftirfarandi grein sem leiðara fyrir LEB blaðið 2020, sem kom út í tengslum við Landsfund LEB sem haldinn var í Súlnasal Hótels Sögu, þriðjudaginn 30. júní sl.
Eiga eldri borgarar að stofna stjórnmálahreyfingu?
„Mér fannst eins og það væri takmarkaður áhugi hjá stjórnvöldum að bæta kjör eldri borgara“, segir Haukur Halldórsson varaformaður LEB. „Síðan þufum við sjálf að vera sammála um hvað við setjum í forgang“ segir hann og bendir á að sú hafi ekki alltaf verið raunin. „Stjórnmálaflokkar óttast ekki eldri borgara, það er vandinn“ , segir Þorbjörn Guðmundsson varamaður í stjórn LEB.
Eliza Reid sló í gegn á Landsfundi LEB 2020
„Eruð þið að hlæja að mér af því ég er að tala við ömmu mína?“
Já, sagði þá einn úr hópnum, við héldum að þetta væri eitthvert „deit“.
En vinur þeirra átti síðasta orðið:
„Hún amma mín sem er 86 ára er miklu merkilegri en hvaða „deit“ sem er!“
Allt um Landsfund LEB 2020 og skorinorðar ályktanir fundarins
Fjölmörg mál hafa verið á borði stjórnarmanna LEB síðasta starfsár. Einkum hafa kjarmál tekið mikinn tíma og baráttan fyrir betri hag eldri borgara er mikilvægt baráttumál.
LEB hefur gefið út einfaldar leiðbeiningar fyrir spjaldtölvur
LEB hefur fundið fyrir vaxandi þörf margra eldri borgara sem ekki hafa verið tölvuvæddir að hafa handhægt kennsluefni sem myndi nýtast þeim til að komast í rafrænt samband við umheiminn. Enda er tölvulæsi orðið ómissandi þáttur í ýmsum samskiptum, hvort sem er manna í...
Þúsundir hafa ekki efni á heyrnartækjum
„Þeir sem eiga lítil eftirlaun, þeir eiga engan séns þarna. Við höfum verið í sambandi við Heyrnarhjálp, að um fjögur þúsund manns hafi ekki efni á heyrnartækjum.“
Qigong lífsorkuæfingar fyrir eldri borgara
Qigong lífsorkuæfingarnar eru alhliða heilsubót. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti hefur viðhaldið heilsu sinni með Qigong æfingum frá árinu 1994. Hér er hægt að opna á myndbönd sem Þorvaldur Ingi Jónsson hefur sérstaklega útbúin fyrir eldri borgara.
Landsfundur LEB þriðjudaginn 30. júní 2020
Landsfundur LEB 2020 verður haldinn þriðjudaginn 30. júní í Súlnasal Hótel Sögu við Hagatorg, 107 Reykjavík. Fundargögn afhent kl. 10.00, fundurinn hefst kl. 10.30 og gert ráð fyrir að hann muni standa til kl. 18.00. Eingöngu fulltrúar aðildarfélaga með gilt kjörbréf útgefnum af stjórnum sinna félaga, hafa rétt á setu á landsfundi LEB.
MS nýr hollvinur Landssambands eldri borgara
Á undanförnum árum hefur LEB – Landssamband eldri borgara átt gott samstarf við MS - Mjólkursamsöluna um að kynna til leiks afurðir sem eru próteinríkar og geta þannig gefið eldra fólki betri heilsu þegar árin færast yfir. Umræða um heilsu á efri...
Úti-Hreystistöð á Selfossi fyri eldri borgara
Það var glaðvær hópur sem kom saman við félagsheimili FEB að Grænumörk 5 á Selfossi laugardaginn 16. maí sl. Guðfinna Ólafsdóttir formaður félagsins bauð gesti velkomna og tók f.h. félagagsins formlega í notkun hreystistöð sem nokkur góðgerðarfélög og...
Þetta þarftu að vita um eftirlaun frá TR
Inneignir hjá TR – Tryggingastofnun ríkisins vegna endurreiknings 2019 verða greiddar út 1. júní 2020. Endurgreiðslur vegna ofgreiðslu hefjast 1. september 2020.
Bág kjör og einangrun eldri innflytjenda er áhyggjuefni
Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur.
Hvað er „eldri borgari“?
Strangt til tekið gætu þrjár kynslóðir sömu fjölskyldu verið í félagi eldri borgara. Þeir yngstu kannski 60 ára, foreldrar þeirra kannski 80 ára og afar og ömmur þeirra yngstu kannski 100 ára. Þrjár ólíkar kynslóðir, allt „eldri borgarar“!
Oft var þörf, en nú er nauðsyn!
Ísland er svo sannarlega matarkista. Við getum næstum séð um okkur sjálf. Sjálfbært samfélag er svo mikils virði fyrir fámenna þjóð. Er ekki lag núna til að efla okkur til dáða og hugsa með íslenska hjartanu þegar farið er út að versla, og velja íslenskt?
Lærðu að nýta tölvuna þína betur – Tilboð til eldra fólks
Það að læra á og geta nýtt sér tölvu eða snjalltæki einfaldar lífið. Að kunna vel á tölvuna er lykilatriði til að tækið nýtist manni sem best í daglegu lífi. Viðmót tækisins verður aðgengilegra og ekki eins flókið ef maður lærir á það og getur nýtt sér...
Slökun fyrir daginn og fyrir svefninn
Fanný Jónmundsdóttir hefur fært LEB upptökur af heppilegum slökunaræfingum, bæði til að hefja daginn og einnig slökunaræfingar fyrir svefninn. Þessar upptökur eru nú aðgengilegar á vef LEB og hægt að hlusta á þær hvenær sem fólki hentar.
Ókeypis tölvufræðsla fyrir fullorðna.
Tæknilæsi fyrir fullorðna er Facebooksíða sem er hugsuð sem kennslusíða fyrir eldra fólk sem vill læra á spjaldtölvur og snjallsíma í þeim tilgangi að verða virkari þátttakendur í hinum rafræna heimi. Aðgangur að kennsluefninu er algjörlega ókeypis. Að síðunni...
Afsláttarbók LEB 2020 er komin út
Árum saman hefur LEB gefið út Afsláttarbók fyrir félagsmenn félaga eldri borgara á öllu landinu. Nýjasta afsláttarbókin er nú komin út.
Nú þarf að huga að afa og ömmu
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB - Landssambands eldri borgara, var gestur á upplýsingafundi almannavarna sem var útvarpað og sjónvarpað beint miðvikudaginn 8. apríl kl. 14.00. Fundurinn að þessu sinni var sá 32. í röðinni. Hér er farið yfir það...
Hvað er heilsuvera.is? Er þetta eitthvað fyrir eldri borgara?
Vefurinn heilsuvera.is er fyrir almenning um heilsu, læknaviðtöl, lyfjasögu, fróðleik og margt fleira. Þegar komið er inn á heilsuvera.is er að finna mínar síður efst hægra megin á síðunni og þar undir opnast á innskráningu með rafrænum skilríkjum. Skrá inn...
Vertu símavinur! Símaspjall við eldri borgara.
Nýtt verkefni sem hefur fengið nafnið Spjöllum saman gengur út á að hringt er í allt fólk sem er 85 ára og eldri, býr einsamalt og hefur fengið þjónustu frá Reykjavíkurborg. Í símtalinu er líðan fólksins og aðstæður kannaðar og því boðið að eignast símaspjallsvin.
Stjórn LEB ályktar um nauðsynlegar aðgerðir í þágu eldra fólks
„Í öllum þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gert til að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hefur á þjóðfélagið er hvergi minnst á aðgerðir sem snerta hagsmuni eldri borgara landsins.“
Víðtækt samstarf ríkis, sveitarfélaga, fagaðila og hagsmunaaðila í þágu viðkvæmra hópa vegna Covid 19
Viðbragðsteymi um þjónustu við viðkvæma hópa sem mun vinna með markvissum hætti, og í náinni samvinnu við aðila sem sinna hagsmunagæslu og/eða þjónustu við viðkvæma hópa, að því að draga úr rofi á þjónustu.
Hendum burt erjum. Stöndum saman. Styðjum hvert annað
Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB sat í pallborði á daglegum blaðamannafundi Landlæknis og Ríkislögreglustjóra, laugard. 14. mars. Með henni í beinni útsendingu voru Víðir yfirlögregluþjónn, Alma landlæknir og Stefán útvarpsstjóri. Slóð á þáttinn er í greininni
Eldra fólk er varkárt að upplagi
Fólk er hvatt til að hringja í síma 1700 ef það telur sig hugsanlega vera smitað af COVID-19 veirunni. Ekki leita beint á sjúkrahús eða heilsugæslustöðvar.
Lestu um frekari leiðbeiningar með að smella á Lesa meira.
Eiga ekki allir að vera með í samfélaginu?
„Það vantar mikið upp á í aðgengismálum og virðing gagnvart þeim sem þurfa hjálp er allavega allt of lítil. Mjög margir sem búa einir og eiga erfitt með gang veigra sér við að fara í búðir og versla inn sjálfir. Einnig að njóta menningar, fara í leikhús og njóta tónleika er ekki efst á lista. Heimsóknarvinir, vinir og eða ættingjar, hjálpa oft í slíkum tilvikum, en margt má læra af öðrum þjóðum.“
Lykill að vellíðan: Svefn – Næring – Hreyfing
„Megin ráðleggingin er að fullorðnir stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta í styttri tímabil yfir daginn.“
Verkefni LEB „Umbúðalausir eldri borgarar“ hlýtur styrk
Umhverfisráðherra veitti styrki til frjálsra félagasamtaka sem inna af hendi afar mikilvægt starf í þágu umhverfisins og náttúruverndar. Meðal þeirra sem fengu styrk var LEB – Landssamband eldri borgara fyrir ákaflega spennandi verkefni sem ber heitið „Umbúðalausir eldri borgarar“
Er einmanaleiki varhugaverður heilsu fólks?
„Á undanförnum árum hefur æ oftar verið rætt og skrifað um einmanaleika og félagslega einangrun. Brettum nú upp ermar og vinnum gegn einmanaleika.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB - Landssambands eldri brorgara skrifar. Á...
„Heilinn hættir ekki að starfa þó við verðum sjötug“
„Það er úrelt að segja starfsfólki upp eingöngu vegna aldurs og tíðkist ekki lengur í öðrum Evrópulöndum. Þar hafi málaferli yfirleitt unnist á grundvelli mannréttinda.“
Velferðartækni – gagnast hún mér?
LEB – Landssamband eldri borgara hefur gefið út bækling um velferðartækni, Velferðartækni – gagnast hún mér? Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður eldra fólki og til upplýsingar um hvað velferðartækni er og hvernig fólk getur nýtt sér hana til að gera sér...
FEB í Reykjavík hefur ekkert með nýja ferðaskrifstofu að gera
„FEB vill af þessu tilefni taka fram að þessi nýstofnaða ferðaskrifstofa er ekkert á vegum Félags eldri borgara i Reykjavík og nágrenni, er ekki í neinu samstarfi við FEB og félaginu að öllu leyti óviðkomandi.“
Ellilífeyrir hækkaði um 3,5% um áramótin
Fjárhæðir greiðslna TR hækkuðu um 3,5% um áramótin, eða 1. janúar 2020. „Ellilífeyrir" verður að hámarki tæpar 256.800 kr. á mánuði. Stjórnvöld ákveða einhliða upphæðina (prósentu hækkun). Eitt af baráttumálum LEB er og hefur verið að eftirlaun verði í samræmi við...
Ágrip úr sögu LEB í 30 ár: 1989-2019
„Og sagan heldur áfram að verða til. Landssamband eldri borgara er á besta aldri og ætlar að standa vaktina þar til eldri borgarar á Íslandi geta allir lifað dagana með reisn og þeirri virðingu sem þeim ber.“
Jólakveðja LEB og jólahugvekja formanns
Stjórn LEB – Landssambands eldri borgara sendir landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um árangursríkt nýtt baráttuár fyrir eldri borgara þessa lands! Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður skrifar jólahugvekju sem vert er að lesa.
Landssamband eldri borgara gegnir mikilvægu hlutverki
„Framtíð Landssambands eldri borgara byggir á nútíðinni þar sem baráttan fyrir bættum lífskjörum er í forgrunni.“
Fjórir formenn félaga eldri borgara ræða um hlutverk LEB í nútíð og framtíð.
LEB fær styrk til að fyrirbyggja einmanaleika og eingrun aldraðra
LEB fær þriggja milljóna króna styrk frá heilbrigðisráðherra til gerðar fræðsluefnis í forvarnarskyni gegn einmanaleika og félagslegri einangrun.
Við munum ávallt standa vörð um málefni eldra fólks
Loksins er kominn tími á fréttapistil frá LEB eftir strangt sumar og haust. Ótrúlega margt hefur verið unnið að frá landsfundi LEB í apríl á þessu ári. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður, fer yfir verkefni LEB síðasta misserið.
Eru eldri borgarar skildir eftir?
„Yfir 30% eldra fólks sem hefur leitað til Tryggingastofnunarinnar er í miklum vandræðum og neðsti hlutinn býr við sára fátækt. Er það hið íslenska velferðarkerfi?“
Ráðstefna TR: Almannatryggingar í brennidepli
Það var góð mæting á ráðstefnu Tryggingastofnunar ríkisins á Grand Hóteli Reykjavík 12. nóvember sl., þar sem m.a. kom fram að meirihluti tekna allra lífeyrisþega eru greiðslur frá TR. Einnig var fjallað um hvernig Ísland kemur út í erlendum samanburði varðandi...
Sveitarfélögin haldi hækkun fasteignagjalda undir 2,5%
LEB - Landssamband eldri borgara, Húseigendafélagið og Félag atvinnurekenda hafa samþykkt eftirfarandi ályktun: „Félag atvinnurekenda, Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara ítreka áskorun sína frá 25. október til sveitarfélaganna að lækka álagningarprósentu...
Sættum okkur ekki við 3.5% hækkun
„Eldri borgarar hafi lengi furðað sig á því að þeir fái launahækkun einungis um áramót, oft mörgum mánuðum eftir að búið er að semja á almennum launamarkaði og aðrir hópar þá löngu búnir að fá sínar kauphækkanir- jafnvel aftur í tímann.“
Sjúklingar eiga rétt á endurgreiðslu vegna rangrar ákvörðunar Lyfjagreiðslunefndar
Sjúklingar sem þurftu að greiða fyrir tiltekin lyf á tímabilinu frá 1. júní sl. til 7. nóvember sl., eiga rétt á endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands, eftir að Lyfjagreiðslunefnd endurskoðaði ákvarðanir fráfarandi formanns nefndarinnar um greiðsluþátttöku...
Glærur og upptökur af Heilbrigðisþingi 2019 aðgengilegar hér
Fjölmennt var á heilbrigðisþingi um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu síðastliðinn föstudag og margir fylgdust með þinginu í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að nálgast upptöku af þinginu í heild, glærur fyrirlesara hafa verið gerðar...
Almenna frítekjumarkið verði 100 þúsund krónur
„Það þarf að stefna að því að almenna frítekjumarkið verði 100 þúsund krónur á mánuði eins og atvinnutekjur. Væri þetta gert myndi hagur þeirra sem minnst hafa úr lífeyrissjóði batna verulega.“
Eru gæludýr svar við einmanaleika?
„Hvar erum við stödd í þessari nálgun hér á landi, að skoða þörf fyrir kærleika milli manns og gæludýrs? Við lokum á flestum stöðum á að fólk megi á efri árum hafa sinn besta vin með í flutningum t.d. í nýtt húsnæði. Eru þetta stór mistök? Já, það er mitt mat eftir að hafa skoðað þetta rækilega. Vinir mannsins eru alls konar.“
Hæstu fasteignaskattar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, fjallaði ekki síst um stöðu eldri borgara, sem hafa litlar tekjur en þurfa að glíma við síhækkandi gjöld af eignum sínum. Hún sagði kerfið, þar sem fasteignagjöld fylgja fasteignamati skila furðulegum niðurstöðum.
Eru fasteignir féþúfa? Morgunverðarfundur 25. október
LEB - Landssamband eldri borgara, Félag atvinnurekenda og Húseigendafélagið efna til morgunverðarfundar á Grand Hóteli Reykjavík föstudaginn 25. október kl. 8-10, undir yfirskriftinni „Eru fasteignir féþúfa?“ Umræðuefnið er álagning fasteignagjalda á einstaklinga og...
„Er gott að eldast á Norðurlandi/Akureyri?“
„Fram kom að til þess að þróa núverandi þjónustu áfram og mæta þörfum aldraðra á komandi árum þurfi enn frekari samvinnu þeirra sem að þessum málum koma. Einnig var ályktað að fleiri fagstéttir þurfi að koma að þjónustunni og huga þurfi að nýjum leiðum í þeim efnum.“
Réttindi aldraðra
„Árið 2002, á heimsþingi um öldrun í Madrid, var samþykkt önnur framkvæmdaáætlun um öldrun. Áætlunin inniheldur fimm meginflokka er lúta að: virðingu fyrir öllum mannréttindum aldraðra, öruggri elli, þátttöku aldraðra í samfélaginu, aðgerðir gegn mismunun og ofbeldi gagnvart öldruðum, því að tryggja kynjajafnrétti meðal aldraðra, mikilvægi fjölskyldunnar sé viðurkennt, því að heilbrigðis- og félagsþjónusta sé tryggð til handa öldruðum.“
Hvað er að frétta á Hólmavík?
Í kjölfar ferðar formanns LEB á Ísafjörð um daginn til að taka þátt í 25 ára afmælishófi Ísfirðinganna lá leiðin til baka yfir Steingrímsfjarðarheiði og þá var upplagt að spjalla við eldri borgara í Strandasýslu. Gefum Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni LEB, orðið
Milljónafólkið – nokkur orð um eftirlaun
„Hvernig sem veður skipast í launahækkunum á almennum vinnumarkaði og hvaða Lífskjarasamningar eru undirritaðir til lífskjarabóta almúgans í beinum útsendingum helstu miðla landsins, þá situr einn hópur samfélagsins eftir í skammarkróknum: Eldri borgarar þessarar þjóðar. Þeim er gert að bíða til áramóta hverju sinni eftir sinni launahækkun. Sú næsta er boðuð um áramót, hvorki meira né minna en 3,5% hækkun frá síðustu hækkun fyrir ári.“
Frábær afmælisfagnaður á Ísafirði
Félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni á afmæli um þessar mundir. Afmælisfagnaðurinn var haldinn 26. september s.l. Formaður LEB, Þórunni Sveinbjörnsdóttir tók þátt í afmælisfagnaðinum og segir frá afmælishátíðinni hér.
„Sparnaðurinn rennur að stærstum hluta í ríkissjóð“
„Núverandi fyrirkomulag almannatrygginga gengur allt of langt í að skerða greiðslur úr lífeyrissjóðum og afkoma margra eldri borgara er því enn óviðunandi þrátt fyrir áratuga söfnun lífeyrisréttinda.“
Níu þúsund fátækir eldri borgarar
Borgarafundur um málefni eldri borgara var haldinn í Kastljósi á RÚV þriðjudaginn 1. október sl. Þar var stefnt saman ýmsu fólki sem hefur látið sig þetta málefni varða á einn eða annan hátt. Stjórnendur umræðunnar voru fréttamennirnir Einar Þorsteinsson og Jóhanna...
Þátttakendur óskast á Framtíðarþing um farsæla öldrun
Óskað eftir þátttakendum á Framtíðarþing sem haldið verður í Valaskjálf á Egilsstöðum, fimmtudaginn 10. október kl. 15.00 – 18.00
Fjármál við starfslok og lífsseigar mýtur leiðréttar
„Þeim systrum fannst mjög gott að það væri verið að leiðrétta ýmsar „mýtur“ sem verið hefðu í gangi. Fólk tæki þátt í umræðunni og ræddi um hvernig staðan væri, úr frá því sem var fyrir 5-10 árum. Hlutirnir breyttust og það væri nauðsynlegt að kynna sér þetta reglulega. „Það er gott að vita að þetta er ekki rétt“, sagði Jenný „að það er engin króna á móti krónu skerðingu og séreignasparnaðurinn og vaxtatekjur af honum skerðast ekki“.
Hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að starfslokum?
Starfslok eru tímamót í lífi hvers manns og fela í sér miklar breytingar. Auðveldara er að takast á við slíkar breytingar með undirbúningi, þ.e. ef maður er búinn undir það sem koma skal, svo skrefið inn í nýja tíma verði ekki erfitt heldur frekar fullt af tilhlökkun. En hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að starfslokum?
Byltingarkennt skref stigið í umræðunni um heilabilun
„Það var svo merkilegt að hlusta á fólk sem til þessa hefur ekki haft rödd – fólk sem hefur verið stimplað sem ófært um allt og ómarktækt – sjá þessa einstaklinga stíga fram og segja frá reynslu sinni.“
Sárafátækt
„Rauðikrossinn hefur stofnað sjóð sem veitir neyðarstyrki til þeirra sem búa við sárafátækt. Um tímabundið átaksverkefni er að ræða en með stofnun sjóðsins vill Rauði krossinn efla stuðning og vera málsvari þeirra sem búa við mikinn skort.“
Tenging lífeyris við launaþróun afnumin – en þó ekki formlega
„Við erum mjög óhress með þetta. Við gagnrýndum það á fyrsta fundi starfshópsins að lífeyrir almannatrygginga skuli ekki fylgja launaþróun í landinu.“
Eru allir jafnir?
„Hvers virði er þá heilsa fólks sem þarf að leita læknishjálpar miðað við flokksfundi hér og þar? Þrefalt minni rúmlega. Hvernig er okkar samfélag sem metur heilsu fólks svona naumlega? Hvernig finnst fólki þetta? Er einhver skali fyrir opinbera starfsmenn sem enginn á aðgang að? Þvílík mistök!
Mál þetta verður tekið fyrir í nýjum starfshóp á vegum Félagsmálaráðuneytisins sem hóf göngu sína 13. september.“
Starfshópi er ætlað að rýna til góðs
„Verkefni hópsins eru meðal annars að fjalla um hvernig fyrirkomulagi öldrunarþjónustu verði best háttað. Eins að fjalla um lífskjör aldraðra, lífsskilyrði, hvernig nýta megi nútímatækni betur í þágu aldraðra, hvort breyta eigi því fyrirkomulagi sem nú er í gildi varðandi greiðsluþátttöku íbúa á hjúkrunarheimilum og hvernig stytta megi biðtíma eftir hjúkrunarrýmum og bæta þjónustu.“
Eldri borgarar á rokkhátíð samtalsins
„Við teljum okkur hafa haft af viðverunni talsvert gagn og vonum að það geri okkur fróðari um margt. Við, eldri borgararnir, vorum vel sýnileg og allt gekk vel. Vonandi komum við inn að ári enn öflugri.”
Umönnun og mönnun í öldrunarþjónustu
„Á síðustu árum hefur reynst vandkvæðum bundið að manna stöðugildi í tilteknum greinum heilbrigðisþjónustunnar. Því er aðkallandi að finna leiðir til að fjölga starfsfólki í mörgum heilbrigðisstéttum, auka starfshlutfall og snúa við atgervisflótta.“
Velferðarmál í norrænu samstarfi
Aðalfundur Nordisk samarbeidskomité for pensjonistorganisasjoner, Norræns sambands landssambanda eldri borgara, var í Drammen í Noregi í maímánuði. Þar eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna og eru Færeyjar að sjálfsögðu í þeim hópi. Rætt hefur verið um...
Gráa hernum boðið að ávarpa Húsvíkinga 1. maí
„Dagurinn i dag er söguleg stund því þetta er í fyrsta sinn sem eftirlaunafólki er boðið að halda sjálfa hátíðarræðuna á degi verkalýðsins 1. maí og það sem meira er, dagurinn hér á Húsavík er helgaður baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum,“ sagði Ásdís...
Lof og last í ályktunum landsfundar LEB um velferðar- og kjaramál
Landsfundur Landssambands eldri borgara samþykkti að fagna „því framtaki sem heilbrigðisráðherra hefur sýnt í málefnum eldri borgara“ en telur samt „enn mega bæta í og laga.“ Öllu hvassari tónn er í kjaramálaályktun LEB. Landsfundur Landssambands eldri borgara krefst...
Grái herinn stofnar málssóknarsjóð og lætur reyna á tekjutengingar fyrir dómstólum
Aðgerðahópur Gráa hersins undirbýr málsókn gegn íslenska ríkinu og hefur stofnað sérstakan málssóknarsjóð til að vera fjárhagslegan bakhjarl sinn. VR hefur lagt baráttunni til eina milljón króna, fleiri stéttarfélög lofa stuðningi og Félag eldri borgara í Reykjavík...
Þórunn endurkjörin formaður LEB
Þórunn Sveinbjörnsdóttir var endurkjörin formaður Landssambands eldri borgara (LEB) á landsfundi samtakanna í dag. Miklar breytingar urðu í stjórninni.Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, bauð sig fram gegn Þórunni í formannskjöri. Hún hlaut 68...
Eykur sjálfboðaliðastarf hamingju?
LEB hyggur á samstarf við Rauða krossinn varðandi sjálfboðaliðastarf félaga eldra fólks um allt land. Rauði krossinn hefur mikla reynslu af því að þjálfa sjálfboðaliða og þess vegna er eðlilegt að LEB snúi sér til þeirra. Fyrir liggur samkomulag um slíkt samstarf sem...
Þúsund blíðir Korpúlfar í Borgum
Gleðin býr í Borgum, segja þau í Korpúlfum, félagi eldri borgara í Grafarvogi. Og svei mér ef er ekki bara talsvert til í því. Í það minnsta er áberandi létt yfir liðinu í félags- og menningarstöðinni Borgum og alltaf eitthvað korpúlfskt um að vera þar eða annars...
Rósin fyrir heldri söngvara
Páll V. Sigurðsson, félagi í Kiwanisklúbbnum Hraunborg, hefur gefið út Rósina – söngbók til eldri borgara. Hún er ætluð til notkunar í söngstarfi eldri borgara.Fjöldi hjúkrunar- og dvalarheimila, dagdvala, félagsmiðstöðva og stofnana tengdum starfi aldraðra víða um...
„Fáránlegum skerðingum“ mótmælt
Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ 4. mars 2019 samþykkti að mótmæla harðlega „þeim fáránlegu skerðingum sem viðgangast í almannatryggingakerfinu gagnvart lífeyri úr lífeyrissjóðum. Fundurinn skorar á stjórnvöld að endurskoða þessar skerðingar og færa til betri...
Gæðatónlist til stuðnings orlofi eldri borgara á Löngumýri
Margir koma aftur og aftur. Það segir sína sögu um að fólki líkar dvölin vel, enda mannbætandi á allan hátt.
Í mörg horn að líta á Akureyri
„Félag eldri borgara á Akureyri hefur haft aðsetur í Bugðusíðu 1 frá árinu 2005 fyrir skrifstofuhald sitt og starfsemi að stærstum hluta. Akureyrarbær sér félaginu fyrir húsnæðinu ókeypis og greiðir líka rekstrarkostnaðinn. Samkomusalurinn er reyndar heldur lítill og...
Óviðunandi tekjuskerðing í lífeyriskerfinu
„Hví eiga eldri borgarar að þola þyngri skattbyrði en almennt gerist í þjóðfélaginu, meira að segja langt umfram það sem telst vera hátekjuskattur?“ spyr Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hún fjallar um tekjuskerðingu í...
Blómlegt mannlíf með spili og pútti í Vinaminni
Vistlegt og glæsilegt er aðsetur Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum í Vinaminni í menningarhúsinu Kviku við Heiðarveg. Gestur að sunnan staldrar strax við málverk og ljósmyndir á veggjum og aðbúnað allan. Hann rekur svo í rogastans þegar opnast vængjahurð og inn af...
Lýst eftir gráum hermönnum í Dalvíkurbyggð
„Við erum með hátt í 90 skráða félaga á Dalvík, Árskógsströnd og í Svarfaðardal. Starfsemin er fjölbreytt og lífleg en ég lýsi eftir fleirum af yngri kanti eldri borgara í byggðarlaginu. Endurnýjunin mætti vera meiri. Ég vil sjá gráa herinn á svæðinu ganga til liðs...
Svandís leggur áherslu á málefni aldraðra í ár
Á rúmu ári sem ég hef gegnt embætti heilbrigðisráðherra hef ég séð ákveðna hluta heilbrigðisþjónustunnar þar sem eru brotalamir og skipulagið ekki sem skyldi.
Næringarplúsinn boðinn velkominn á markað
„Hugmynd um að framleiða næringardrykk af þessu tagi kviknaði fyrst fyrir fáeinum árum og ákveðið var svo í fyrra að hrinda henni í framkvæmd. Janus Guðlaugsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir sýndu verkefninu mikinn áhuga og hvöttu okkur til dáða. Það skipti miklu máli,“...
Sérstakur viðbótarstuðningur fyrir aldraða
Félagsmálaráðherra og hluti starfshópsins sem vann skýrsluna að framkvæði hans. Verst settir í hópi aldraðra eru þeir sem hafa takmörkuð réttindi í almannatryggingum á Íslandi vegna fyrri búsetu erlendis, hafa áunnið sér lítil eða engin réttindi til greiðslna úr...
Grái herinn í gestaboði á Rás eitt
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir bauð þremur fulltrúum Gráa hersins til sín í spjall á Rás eitt sunnudaginn 19. janúar 2019. Gestirnir voru Viðar Eggertsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Gerður G. Bjarklind. Víða var komið við, meðal annars var rætt um þroskadýrkun í stað...
Að fjölga vinum í Danmörku
Vinir okkar Danir leggja nú mikla áherslu á að vinna gegn einmanaleika eldra fólks. Í lok árs 2016 var stofnað nýtt ráðherraembætti, ráðherra málefna aldraðra, svo það er ljóst að Danir ætla að taka málefnið föstum tökum. Danir er með mun hærra hlutfall aldraðra en...
Komugjöld í heilsugæslu felld niður hjá öryrkjum og öldruðum
Hætt verður um áramótin að innheimta komugjöld af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum hvort heldur er á dagvinnutíma eða á öðrum tímum sólarhringsins. Gjald fyrir vitjanir lækna til aldraðra og öryrkja verður einnig fellt niður. Eftir sem áður...
Skerðingar ellilífeyris
„Í heild er kerfið erfitt fyrir aldraða. Segja má að það tvöfalda kerfi Ríkisskattstjóra og Tryggingastofnunar með öllum sínum skattskilum og álagningum, hvort sem um tvísköttun er að ræða eða ekki, mæti ekki meðalhófsreglu í framgöngu hins opinbera gagnvart...
Allir Hringbrautarþættirnir Lífið er lag komnir á LEB-vefinn
Þættirnir Lífið er lag af sjónvarpsstöðinni Hringbraut eru komnir á einn stað hér á vefnum. Þeir voru sýndir frá september til desember 2018. Lífið er lag-þættirnir eru HÉR!
LEB-forystufólk á Hringbraut
Margt forvitnilegt að vanda í þættinum Lífið er lag á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 27. nóvember 2018. Þar skal fyrst nefnt til sögu viðtöl við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann Landssambands eldri borgara – LEB og Sigurð Jónsson formann Félags eldri borgara á...
Öldrun getur verið farsæl þrátt fyrir heilsubrest
„Já! vissulega er hægt að upplifa farsæla öldrun þrátt fyrir heilsubrest.“ Þátttakendur í pallborði í einni af mörgum málstofu LÝSU, rokkhátíðar samtalsins, í Hofi á Akureyri á dögunum voru samhljóða í svörum sínum við spurningu sem fólst í yfirskrift samkomunnar:...
Lífsblómið − Fullveldi Íslands í 100 ár
Við viljum vekja athygli á sýningunni Lífsblómið − Fullveldi Íslands í 100 ár sem var opnuð í Listasafni Íslands þann 17. júlí síðastliðinn. Sýningin Lífsblómið fjallar um fullveldi Íslands, forsendur þess og meginþætti í sjálfstæðisbaráttu og sjálfsmynd Íslendinga...
Aðventuferð LEB til Heidelberg
Aðventuferð LEB til Heidelberg 28.11.-02.12. 2018 Á þessum árstíma eru margar þýzkar borgir baðaðar jólaljósum og jólastemmningin einstök. Fjöldi Þjóðverja dvelur löngum stundum á jólamörkuðum landsins þar til hátíðin sjálf gengur í garð. Jólamarkaður Heidelberg nær...
Veikir þurfa próteinríka fæðu
Í drögum að ráðleggingum um mataræði fyrir hrumt og veikt eldra fólk, sem embætti landlæknis hefur birt í samstarfi við rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, er lagt til að veikt eldra fólk auki próteininntöku sína til...
Við erum ekki á síðasta söludegi
Viðtal við formann LEB á Bylgjunni 24. júlí sl. http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP64467
Í forystusveit lífeyrissjóðakerfisins í 30 ár og eina konan þar um árabil
„Fólk um fimmtugt þarf að fara að velta fyrir sér hvernig það ætlar að haga fyrstu árum eftirlaunaskeiðsins og spá í afkomu sína á efri árum. Þá kemur sér til dæmis vel að hafa lagt fyrir í séreignarsjóði því golfið er dýrt, skógræktin líka, góðir bílar kosta sitt og...
Slysavarnir eldri borgara
Landsamband eldri borgara hefur verið í samvinnu við Slysavarnarsvið Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um útgáfu bæklings sem leiðbeinir fólki við að skoða slysahættur í sínu húsnæði og næsta nágrenni. MIkilvægi forvarna hefst heima og ef tekst að fækka slysum heima...
Ætlar þú ekki að kjósa?
Mannréttindasvið Reykjavíkurborgar var með fund í morgun um hvernig kosninarétturinn er að virka í tölum. Á síðari árum er tölfræðin að aukast og nú má greina hvað aldurshópar kjósa og hvar er minnst og mest af þátttöku. Fyrir okkur sem erum farin að eldast er...
Fundur með framboðum í Ráðhúsinu n.k. laugardag 5. maí kl. 10.30
FEB Félag eldri borgara í Reykjavík vill hér með vekja athygli þína á fundi með forystumönnum framboða í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu, Tjarnarsal n.k. laugardag 5. maí kl. 10.30. Að fundinum standa FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni,...
Landsmót UMFÍ 50+
Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið dagana 12. – 15. júlí á Sauðárkróki. Eins og allir vita sem hafa tekið þátt í mótunum þá er þetta frábær blanda af íþróttakeppni og hreyfingu fyrir fólk á besta aldri sem vill njóta þess að vera saman. Mótið hefur farið fram árlega...
Ferðir fyrir eldriborgara – Skotland og aðventuferð
Fyrirhugaðar eru ferðir á vegum LEB og GJ Travel, hægt er að skoða allar upplýsingar um ferðirnar hér: Aðventuferð til Heidelberg [pdf-embedder url="https://www.leb.is/wp-content/uploads/2018/04/Heidelberg_2018.pdf"] Skotland [pdf-embedder...
Listin að lifa komið út
Tímarit Landssambands eldri borgara fyrir sumar 2018 er nú komið út og er í dreifingu til félagsmanna. Einnig er hægt að skoða blaðið á netinu hér.
Starfshópur fjalli um kjör aldraðra
Skipaður verður starfshópur til að fjalla um kjör aldraðra, draga upp mynd af ólíkum aðstæðum þeirra og gera tillögur um hvernig bæta megi kjör þeirra sem lökust hafa. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra...
Rokkað inná efri ár – komið á YouTube
Þessi frábæra rásðtefna um hreyfingu og hollustu á efri árum er nú aðgengileg fyrir landsbyggðina vinsamlegast sláið á hlekkinn þá kemur fundurinn á Grand um miðjan Febrúar í ljós en þar komu fram fjöldi snillinga í að örva og hvetja okkur sem erum að eldast til dáða...
Ný stofnuð kjarnefnd LEB
Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík hafa tekið höndum saman um nýja kjaranefnd. Mikilvægi kjaranefndar er öllum ljós. Engin kjaranefnd hefur verið hjá LEB í um 2 ár. Í allri þeirri miklu umræðu sem er um kjör okkar fólks er mikilvæg þessi...
Eldra fólk er unglingar nútímans
Bendum á nýja grein frá Landsbankanum: https://umraedan.landsbankinn.is/umraedan/samfelagid/lengra-lif-og-samfelagid/eldra-folk-er-unglingar-nutimans/
Styrkja heilsurækt aldraðra í Hafnarfirði
Styrkir verða 4.000 krónur á mánuði Hreyfing Hvers kyns líkamsrækt bætir heilsu og líðan eldri borgara. „Hugmyndin með þessu er að skapa hvatningu til hreyfingar og bæta líðan og...
Breytingar á réttindum um áramót
Fjárhæðir hækka almennt um 4,7%. Ellilífeyrir Frítekjumark skattskyldra tekna verður eins og áður 25.000 kr. á mánuði. Við bætist sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem verður 100.000 kr. á mánuði. Það kemur til framkvæmda 1. febrúar 2018. Heimilisuppbót verður...
Ekki sama Jón og Séra Jón
Margir eldri borgarar binda miklar vonir við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vinni að því að bæta kjör þeirra eldri borgara sem verst eru settir.Það vantaði ekki stóru orðin fyrir kosningar hjá öllum stjórnmálaflokkum. Allir eldri...
Ályktun frá fundi norrænna eldri borgara í Bergen, 9.nóvember 2017
Eldri borgarar á Norðurlöndum eru stór hópur, sem hefur tekið þátt í því að byggja upp norrænu velferðarríkin. Eldra fólk verður stöðugt stærri hluti af íbúum þessara landa, sem þýðir að við erum orðin dýrmæt auðlind í samfélaginu. Lífeyrir er oftast einu tekjurnar...
Fundur með Ásmundi Einari Daðasyni velferðarráðherra
Fundur með velferðarráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, í ráðuneytinu til að ræða málefni eldri borgara. Fundinn sátu Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB og Sigurður Jónnson varaformaður LEB auk þess þrír starfsmenn ráðuneytisins. Farið var yfir öll baráttumál...
Stjórnarsáttmálinn og LEB
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er að finna nokkur málefni er varða eldri borgara. Hér er hægt að skoða sáttmálann.[pdf-embedder url="https://www.leb.is/wp-content/uploads/2017/12/stjornarsattmali2017.pdf"]
Feðgar á ferð
Rétt að vekja athygli á þessum nýja DVD diski sem var að koma út, þriðja serían af Feðgum á ferð + 16 þættir af Ísland í sumar. Allt mjög skemmtilegt efni með jákvæðu og hressu fólki, ekki síst í sveitum landsins. Sjá hér, www.fedgaraferd.is f.h. Fegða á ferð, Magnús...
Niðurskurður í Hveragerði á eftir að auka kostnað ríkisins
Útdráttur: Heilsustofnun NLFÍ stendur frammi fyrir að skera niður endurhæfingu um 700 eldri borgara. Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði mun mögulega þurfa að hætta endurhæfingu eldra fólks ef fram heldur sem horfir með fjárveitingar...
Sólartilboð til Gran Canaria!
FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík vill bjóða öllum félögum eldri borgara að vera með í þessu tilboði. Heimsferðir bjóða feb.is sérstakt Sólartilboð til Gran Canaria! Gran Canaria 28. nóvember í 21 nótt frá kr. 89.995 m/akstri innföldum – bókaðu...
Fasteignagjöld Reykvíkinga lækkuð og felld niður hjá þeim tekjulægstu
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til í borgarráði í morgun, að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík, yrði lækkaður úr 0.2% af fasteignamati í 0.18%, eða um 10%. Þá voru samþykktir auknir afslættir af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum til eldri borgara...
Áskorun
Til formanna stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga 2017 Afrit: Kosningastjórar stjórnmálaflokkanna Öryrkjabandalag Íslands, Landssamband eldri borgara og Tannlæknafélag Íslands skora á alla stjórnmálaflokka landsins um að beita sér fyrir því að hækka...
Ég hafna þessum 50 milljónum
Þann 19. október 2017 birtist eftirfarandi frétt á mbl, smellið á slóðina til að sjá hana. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/19/eg_hafna_thessum_50_milljonum/
Við höfnum fátækt!
HVATNINGARÁVARP ÞÓRUNNAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR, FORMANNS LEB Á STÓRFUNDI ELDRI BORGARA Í HÁSKÓLABÍÓI 14. OKTÓBER 2017 Það er komið að okkur. Við höfum beðið svo rosalega lengi ! Mismununin sem er enn við lýði er óþolandi ! Við erum um 44.000 kjósendur. Ekki gleyma því !...
Baráttufundur
Borgarafundur í Háskólabíói laugardaginn 14. október kl. 13:00...
Getum ekki beðið lengur
Á síðasta ári vantaði 1 milljarð króna upp á að ríkið endurgreiddi elli- og örorkulífeyrisþegum 75% af kostnaði þeirra við tannlækningar. Tannlæknar tóku 2.270 milljónir króna fyrir þjónustu sína við lífeyrisþega og Sjúkratryggingar endurgreiddu aðeins 607 milljónir...
Frétt af fundi stjórnar LEB með Þorsteini Víglundssyni 31.ág.
Þorsteinn Víglundsson Velferðarráðherra bauð stjórn LEB til fundar í ráðuneyti velferðarmála eftir misheppnaða tilraun á að fá hann á fund hjá LEB. Stjórn LEB bar upp þau mál sem brýnast er að vinna að samanber álykanir aðalfundar LEB. Fyrst voru rædd frítekjumörk...
Fyrsta fundargerð nýrrar stjórnar
Undir hnappnum Fundargerðir 2o17 er að finna fyrstu fundargerð nýrrar stjórnar LEB
Fréttatilkynning frá Tryggingastofnun 21. júní 2017
Endurreikningur tekjutengdra greiðslna ársins 2016 Tryggingastofnun hefur lokið endurreikningi á tekjutengdum greiðslum ársins 2016 hjá stærstum hluta lífeyrisþega. Einstaklingar geta skoðað niðurstöður eigin endurreiknings á Mínum síðum. Til að tryggja að...
Ályktanir Landsfundar 2017
Ályktanir frá Landsfundi LEB birtast hér á síðunni en þó vantar ályktun frá laganefnd sem bætt verður inn um leið og hún berst. Ályktanirnar er einnig að finna undir hnappnum "Fundargerðir" Landsfundur Landssambands eldri borgara 23. – 24. maí 2017. Ályktun um...
Viðtal við formann LEB í útvarpinu
http://ruv.is/sarpurinn/ras-1/samfelagid/20170530
Ný stjórn LEB
Landsfundi LEB lauk í dag. Nýr formaður var kjörin Þórunn Sveinbjörnsdóttir fyrrv. form. Feb Reykjavík. Með henni voru kjörin, Sigurður Jónsson FEB Suðurnesjum, Haukur Halldórsson FEB Akureyri, Sigríður J. Guðmundsdóttir FEB Selfossi, Elísabet Valgeirsdóttir FEB...
Landsfundur 2017 settur
Í dag kl. 13 setti Haukur Ingibergsson formaður LEB landsfund og bauð fundarmenn velkomna. Fundurinn fer fram í Hraunseli í Hafnarfirði. Við upphaf fundarins ávarpaði forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson fulltrúa liðlega 50 eldri borgara félaga af öllu landinu....
Dagskrá Landsfundar LEB 23.-24. maí 2017
Dagskrá landsfundar Landssambands eldri borgara 23. – 24. maí 2017 haldinn í Hraunseli, félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudagur 23. maí 11:30 Afhending fundargagna hefst 13:00 Setning landsfundar, Haukur Ingibergsson formaður LEB Ávarp Forseta...
Skýrsla stjórnar og reikningar
Undir flýtihnappnum "Landsfundur 2017" er að finna skýrslu stjórnar LEB sem lögð verður fram á landsfundinum í næstu viku. Einnig eru þar birtir reikningar fyrir 2015 og 2016.
Fundarboð á Landsfund 2017
Fundarboð á Landsfund 2017 Stjórn Landssambands eldri borgara boðar hér með til landsfundar Landssambands eldri borgara 23. - 24. maí 2017 í Hraunseli, félagsmiðstöð Félags eldri borgara í Hafnarfirði, að Flatahrauni 3 þar í bæ. Fundurinn hefst kl. 13:30 þriðjudaginn...
Listin að lifa
"Listin að lifa" nýjasta tölublað er komin á vefinn . Blaðið er fjölbreitt að vanda og flytur fréttir og annað efni. Ef smellt er á hnapp á forsíðu "útgáfa birtist blaðið.
Greining á högum og líðan aldraðra á Íslandi árið 2016
Í gær þriðjudaginn 31. janúar var lögð fram skýrsla sem ber nafnið " Greining á högum aldraðra á Íslandi árið 2016". Um er að ræða verkefni sem unnið er af Háskóla Íslands fyrir Velferðarráð Reykjavíkurborgar, Velferðarráðuneytið og Landssamband eldri borgara....
Nýársbréf til formanna félaga eldri borgara frá Landssambandi eldri borgara
Nýársbréf til formanna félaga eldri borgara frá Landssambandi eldri borgara Heilir og sælir formenn góðir Gleðilegt nýtt ár og þakka ykkur fyrir gott og ánægjulegt samstarf á nýliðnu ári. Á árinu heimsótti ég rúmlega 20 aðildarfélög og þakka ykkur góðar móttökur. Í...
BORGARAFUNDUR Í HÁSKÓLABÍÓ 28. SEPT. KL. 19.30
RÖÐIN ER KOMIN AÐ OKKUR BORGARAFUNDUR Í HÁSKÓLABÍÓ 28. SEPT. KL. 19.30 Borgarafundur FEB / Gráa hersins með formönnum stjórnmálaflokkanna. Mætum öll og fáum svör við því sem að okkur snýr.
Endurreikningur tekjutengdra greiðslna ársins 2015
Endurreikningur tekjutengdra greiðslna ársins 2015 21.6.2016 Tryggingastofnun hefur lokið endurreikningi á tekjutengdum greiðslum ársins 2015 hjá stærstum hluta lífeyrisþega. Einstaklingar geta skoðað niðurstöður eigin endurreiknings á Mínum síðum. Til að tryggja að...
Fundargerð formannafundar
Fundargerð formannafundar sem haldinn var í Mosfellsbæ 26. apríl sl. er nú aðgengileg á heimasíðunni undir "Fundargerðir"
Formannafundur
Formannafundur LEB fer fram í dag í Hlégarði Mosfellsbæ. Formaður LEB flytur skýrslu stjórnar og reikningar verða lagðir fram,. Umræða verður um kjaramál, heilbrigðismál og mörg önnur sem brenna á eldri borgurum. Fundurinn hefst kl. 13.oo.
Framfaraskref í lífeyrismálum
Haukur Ingibergsson skrifar: Unnið hefur verið að endurskoðun lífeyrismála frá 2011. Fyrst í nefnd undir formennsku Árna Gunnarssonar, síðar í nefnd undir formennsku Péturs Plöndal og eftir fráfall hans undir stjórn Þorsteins Sæmundssonar, varaformanns nefndarinnar....
Umboðsmaður aldraðra (RÚV)
Landssamband eldri borgara skorar á alþingismenn að samþykkja þingsályktunartillögu um embætti umboðsmanns aldraðra þannig að markviss undirbúningur um stofnun og uppbyggingu þess geti hafist. Þingsályktunartillögunni var dreift í á Alþingi 10. september í fyrra. Karl...
Könnun á mismunun aldraðra gagnvart öðrum aldurshópum
Landssamband eldri borgara er meðlimur í samtökum landssambanda eldri borgara á norðurlöndum. Þau samtök eiga aðild að starfshópi ESB að málefnum aldraðra sem nefnist AGE Platform Europe. Eitt af verkefnum starfshópsins á þessu ári er að kanna mismunun gagnvart...
Símaþjónusta LEB endurbætt
Um áramótin var símþjónusta LEB endurbætt. Nú er svarað í síma LEB, 567 7111, kl. 08:00 til 18:00 alla virka daga. Fyrirtækið Miðlun, sem annast símsvörun fyrir ýmis félagasamtök, annast símsvörunina. Starfsmenn fyrirtækisins geta svarað einföldum spurningum varðandi...
„Listin að lifa“ aðgengileg á vefnum timarit.is
Landsbókasafnið rekur vef er nefnist timarit.is. Á vefnum eru aðgengileg í rafrænu formi flest tímarit og blöð sem gefin hafa verið út hér á landi. Í haust hóf LEB og Landsbókasafnið markvissa vinnu við að setja tímaritið okkar „Listin að lifa“ í rafrænt form og gera...
Umfjöllun fjölmiðla um málefni tengd öldruðum
Fjölmiðlavaktin, sem er hluti af upplýsingaveitunni Creditinfo, vaktar upplýsingar í fjölmiðlum, efnisflokkar þær og sendir í tölvupósti til þeirra sem vilja kaupa. LEB fór í haust að kaup umfjöllun fjölmiðla um málefni tengd öldruðum. Í kjölfar þess að efnið birtist...
Fyrsti pistillinn
Fyrsta pistilinn á nýju ári ritar formaður LEB Haukur Ingibergsson. Hann heitir "Áhyggjulaust ævikvöld? Smellið á "hnappinn" Pistlar og þá birtistist pistillinn. Fleiri skrif Hauks og annara stjórnarmanna munu svo birtast eftir því sem tilefni gefst til.
Ársskýrslur sýna öflugt starf
Árið 2015 var tekin upp sú nýbreytni að aðildarfélög LEB gerðu ársskýrslu í samræmdu formi fyrir árið 2014. „Skýrslurnar leiddu í ljós hversu öflug og fjölbreytt starfsemin er um land allt, en jafnframt hve aðstaða félaganna er misjöfn eftir sveitarfélögum“ segir...
Afsláttarbókin 2015 gildir einnig árið 2016
Undanfarin ár hefur Landsamband eldri borgara, í samstarfi við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, gefið út bók með lista yfir aðila sem veita öldruðum afslátt af verði vöru og þjónustu. Á árunum eftir bankahrunið áttu sér stað verulegar breytingar á milli...
Formannafundur 26. apríl
Formenn aðildarfélaga Landssambands eldri borgara hald fund það ár sem landsfundur er ekki haldinn. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn þriðjudaginn 26. apríl og hefst kl. 13:00. Þetta er nokkru seinna árs en formannafundir hafa gjarna verið haldnir. Haukur...
Landsfundur Landssambands eldri borgara 2015
Landsfundur Landssambands eldri borgara var haldinn 5.-6. maí 2015 í Gullsmára, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi. 55 félög eldri borgara um land allt, með 21.500 félagsmenn, mynda landssambandið. Landsfundurinn fer með æðsta vald í málefnum sambandsins og kemur...
Ályktun um heilbrigðismál samþykkt á landsfundi LEB 2015
Landsfundur Landssambands eldri borgara, haldinn 5. - 6. maí 2015, vill að Framkvæmdasjóður aldraðra verði efldur og geti staðið við kröfur um fjölgun hjúkrunarrýma sem taki mið af fjölgun aldraðra á næstu árum. Ástandið á enn eftir að versna ef ekkert er að gert....
Ályktun um félags- og velferðarmál samþykkt á landsfundi LEB 2015
Landsfundur Landssambands eldri borgara haldinn 5-6 maí 2015 fagnar því að komin er fram þingsályktun um Umboðsmann aldraðra og skorar á Alþingi að samþykkja tillöguna og koma á fót embætti umboðsmanns aldraðra. Einnig að réttargæslumenn fyrir aldraða verði hluti af...
Ályktun um kjaramál samþykkt á landsfundi LEB 2015
Landsfundurinn skorar á stjórnvöld að ljúka endurskoðun laga um almannatryggingar. Endurskoðunin verður að leiða til þess að dregið sé úr óhóflegum tekjutengingum milli almannatryggingakerfisins og lífeyrissjóða. Landsfundurinn vill að starfslok verði sveigjanleg og...
Áskorun um byggingu nýs landsspítala
Stjórnarfundur Landssambands eldri borgara haldinn 14. apríl skorar á stjórnvöld að standa við fyrri ákvörðun um byggingu landsspítala við Hringbraut. Allur sá undirbúningur sem hefur miðast við þá staðsetningu má ekki fara forgörðum. Þær byggingar sem fyrir eru á...
Ályktun um kjaramál á stjórnarfundi LEB 14.apríl 2015
Landssamband eldri borgara tekur heilshugar undir kröfur verkalýðssamtaka um hækkun lágmarkslauna. Landssambandið krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki sömu hækkunum og lágmarkslaun sem samið verður um í næstu kjarasamningum á almennum markaði og/eða hjá...