fbpx

Landsfundir

Landsfundur LEB er haldinn árlega og fer með æðsta vald í málefnum Landssambands eldri borgara.

Landsfundur kýs fimm manna aðalstjórn og þrjá í varastjórn.

Hvert aðildarfélag á rétt á tveimur fulltrúum til setu á landsfundi  fyrir fyrstu 300 félagsmenn, en félög með yfir 300 félagsmenn eiga rétt á einum viðbótarfulltrúa fyrir hverja 300 félaga umfram það eða brot úr þeirri tölu.

Aðild að LEB geta átt félög fólks, 60 ára og eldri, sem vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum eldri borgara.

Einnig getur félag orðið aðili að LEB þótt félagsaðild þess miðist við lægra aldursmark en réttindi og skyldur félagsins miðast við þá félagsmenn sem eru 60 ára og eldri.

Aðild nýrra aðildarfélaga er háð samþykki landsfundar LEB en stjórn LEB getur veitt nýju félagi aukaaðild og rétt til þátttöku í starfsemi sambandsins án annarra réttinda fram að næsta landsfundi, þar sem tillaga um aðild verður afgreidd.