fbpx

Um LEB

Landssamband eldri borgara – LEB var stofnað á Akureyri 19. júní 1989 af 9 félögum eldri borgara víðs vegar um landið.
Nú eru félög eldri borgara 55 talsins, vítt og breitt um landið, með um 30.000 félagsmenn, sem eiga aðild að landssambandinu.

LEB gefur út tímaritið LEB blaðið.

LEB er á Facebook

Landssamband eldri borgara 

– Vinnur að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og kemur fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart Alþingi, ríkisstjórn, stjórnvöldum og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild.

– Er sjálfstætt starfandi samtök sem gæta hlutleysis gagnvart trúmálum og stjórnmálaflokkum.

– Stuðlar að samvinnu félaga eldri borgara og að slík félög séu starfandi í öllum sveitarfélögum landsins.

Algengast er að heilt sveitarfélag sé starfssvæði hvers félags eldri borgara en landfræðilegar aðstæður og afleiðingar sameiningar sveitarfélaga gera það að verkum að félög eldri borgara geta spannað fleiri en eitt sveitarfélag eða að fleiri en eitt félag eldri borgara starfar í sama sveitarfélaginu.