fbpx

Grein Viðars Eggertssonar sem birtist á vef Vísis 25. júní sl.

Hið ár­lega upp­gjör við eldra fólk er nú komið af hálfu al­manna­trygg­inga sem bygg­ist á skatt­fram­tali árs­ins 2023. Eins og síðustu verðbólgu­ár þá kem­ur í ljós að þúsund­ir skulda Trygg­inga­stofn­un vegna of­greidds ellilíf­eyr­is síðasta ár. Langoft­ast er þetta vegna þess að fólk hef­ur vanáætlað fjár­magn­s­tekj­ur síðasta verðbólgu­árs.

Ég kalla þetta „verðbólgu­ár“ því þegar verðbólga rík­ir eins og hef­ur verið hér síðustu ár þá eru inn­lánsvext­ir af spari­fé hærri en ella og skila því hærri ávöxt­un í krón­um talið, en eru þó yf­ir­leitt nei­kvæðir vext­ir samt.

Á heimasíðu TR seg­ir: „End­urút­reikn­ing­ur á líf­eyr­is­greiðslum þínum frá Trygg­inga­stofn­um fer al­mennt fram í lok maí eft­ir skil á skatt­fram­tali. Þá er farið yfir hvort þú haf­ir fengið rétt greitt frá TR á síðasta ári miðað við þín rétt­indi.“

Það er nán­ast úti­lokað fyr­ir fólk að sjá fyr­ir fram þegar það ger­ir tekju­áætlun sem skilað er inn til TR í upp­hafi árs hverj­ar fjár­magn­s­tekj­ur verða í lok árs af venju­leg­um spari­reikn­ing­um. Þess­ir nei­kvæðu vext­ir af venju­leg­um sparnaði valda því nú, eins og svo oft áður, að við upp­gjör árs­ins 2023 eru þúsund­ir elli­líf­eyr­istaka í skuld við Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins og elli­líf­eyr­ir þeirra verður skert­ur frá 1. sept­em­ber nk. þar til meint skuld er upp­greidd.

Hér er um að ræða venju­leg­an sparnað eldra fólks sem það hef­ur sér til halds og trausts ef það þarf að mæta óvænt­um út­gjöld­um eins og fara ger­ir. Enda geta óvænt út­gjöld vegna ým­issa brýnna mála sett af­komu eldra fólks í upp­nám því oft má lítið út af bregða til að svo verði, því fjöldi eldri borg­ara býr við skert­ari af­komu­mögu­leika en fólk sem enn er á vinnu­markaði.

Í skatta­lög­gjöf­inni er viður­kennt að ávöxt­un af venju­leg­um spari­reikn­ing­um get­ur verið nei­kvæð þótt þeir skili ein­hverj­um krón­um. Því er frí­tekju­mark fjár­magn­stekna í skatta­lög­gjöf­inni 300.000 kr. á ári. Þessa frí­tekju­marks njóta all­ir að sjálf­sögðu. En þegar kem­ur að al­manna­trygg­ing­um er ekk­ert slíkt frí­tekju­mark. Þar er hver ein­asta króna af nei­kvæðum vöxt­um spari­reikn­inga tal­in til tekna og kem­ur til fullr­ar skerðing­ar á elli­líf­eyri frá TR.

Eldri borg­ar­ar greiða eins og aðrir 22% fjár­magn­s­tekju­skatt sem yf­ir­leitt er inn­heimt­ur af bönk­um og öðrum fjár­mála­stofn­un­um í lok hvers árs. Þegar staðfest skatt­skýrsla ligg­ur fyr­ir greiðir skatt­ur­inn til baka of­tek­inn fjár­magn­s­tekju­skatt upp að 300.000 kr. en þessi sama upp­hæð kem­ur af full­um þunga til skerðing­ar á elli­líf­eyri því þar er ekk­ert frí­tekju­mark.

Það er brýnt rétt­læt­is­mál að lög um al­manna­trygg­ing­ar og skatta­lög verði sam­ræmd þannig að frí­tekju­mark vegna fjár­magn­stekna verði einnig 300.000 kr. í lög­um um al­manna­trygg­ing­ar eins og er vegna fjár­magn­s­tekju­skatts.

Eldra fólk get­ur ekki beðið leng­ur eft­ir rétt­læti!

Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar.