fbpx

 

Að gefnu tilefni vill Landssamband eldri borgara taka það fram að LEB hefur ekki lýst yfir stuðningi við neinn frambjóðanda til forsetakosninga, enda hefur LEB ekkert umboð til þess. Í lögum Landssambands eldri borgara segir :  „LEB er sjálfstætt starfandi landssamband félaga eldri borgara og hlutlaust gagnvart trúmálum og stjórnmálaflokkum.“

Einstaklingum innan sambandsins, hvort sem er almennir félagsmenn, eða þeir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir sambandið, er frjáls að styðja hvern sem er á eigin forsendum.

LEB fagnar því hversu margir frambærilegir frambjóðendur gefa kost á sér og óskar þeim öllum gæfu og gengis.