Fréttir

Ályktun málþings LEB 2. október 2023
Troðfullt var á málþingi LEB um kjaramál eldra fólks. 4.493 fylgdist með á streymi sem aðgengilegt var bæði á vef LEB og á visir.is en oft voru margir að horfa á streymi saman víða um land svo talan samtals er enn hærri!
Tuttuggu manns steig á svið og flutti tölu eða tók þátt í pallborðum. Það voru stjórnmálamenn, sérfræðingar í kjörum eldra fólks, forystufólk verkalýðshreyfingarinnar og fjöldi eldri borgara.
Auk þess birtist eldra fólk á myndböndum sem sagði skoðun sína.
Í lokin var samþykkt einum rómi eftirfarandi ályktun:

STREYMI: Við bíðum… EKKI LENGUR!
LEB stendur fyrir málþingi um kjör eldra fólks mánudaginn 2. október kl. 13.00 – 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Ókeypis aðgangur og öllum opið meðan húsrúm leyfir.
Málþinginu verður streymt á vef LEB www.leb.is og www.visir.is. smellið á „Lesa meira“ til að komast inn á streymi…

Á eldra fólk að hafa það skítt?
Helgi Pétursson formaður LEB skrifar pistilinn: „Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi,...

Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar?
Finnur Birgisson formaður kjaranefndar FEB skrifar „Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu...

Þetta er fólkið sem reisti Ísland úr örbirgð til allsnægta
„Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá“, segir í ljóði Davíðs Stefánssonar. Það má með sanni segja um elsta hluta íslensku þjóðarinnar. Eftirlaunafólkið sem er rúmlega 50 þúsund, segir Viðar Eggertsson m.a. í pistli sínum.

Freyja hlýtur námsstyrk frá Styrktarsjóði aldraðra
Bæði Freyja Hilmarsdóttir íþróttafræðingur og stjórn LEB telja að rannsóknarefni hennar geti skilað aukinni þekkingu á sviði heilsuþjálfunar eldri borgara og í framhaldi af því væntanlega elft aukin lífsgæði hjá eldra fólki.

Gott að eldast: Upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þess
„Það á að vera gott að eldast á Íslandi og stjórnvöld hafa nú tekið utan um þjónustu eldra fólks með nýjum hætti. Aðgerðirnar sem við munum ráðast í eru fjölmargar og það er frábært að sjá nýju upplýsinga- og ráðgjafaþjónustuna verða að veruleika,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Fréttamolar
Upptaka af námskeiði TR: Allt um ellilífeyri – þetta þarf ekki að vera flókið
Upptaka af námskeiði TR 27. september síðastliðinn verður aðgengileg næstu fjórar til fimm vikur en hægt er að nálgast hana hér fyrir neðan. Á námskeiðinu, sem var eingöngu í streymi á youtube rás TR, fjallaði Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir...
Kynning á niðurstöðum könnunar á félagslegri einangrun og einmanaleika eldra fólks eftir uppruna
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stendur fyrir kynningarfundi um niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á líðan eldra fólks af íslenskum og erlendum uppruna en í henni var sérstök áhersla lögð á félagslega einangrun og einmanaleika.Fundurinn...
Kjaramálaráðstefna Félags eldri borgara Ísafirði fimmtudag 28. september
Fimmtudaginn 28. september kl. 14.00 heldur Félag eldri borgara á Ísafirði kjaramálaráðstefnu í Nausti. Frummælendur: Þorbjörn Guömundsson, formaður kjaranefndar LEB Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður verkalýðsfélags Vestfjarða Fyrirspurnir - Umræöur Fundarstjóri :...
Næstu viðburðir
Morgunverðarfundur Velferðarvaktarinnar
Fulltrúi LEB í Velferðarvaktinni er Drífa Sigfúsdóttir varaformaður LEB. Velferðarvak...
9 okt @ 09:00 - 10:30Verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk
Fundur verkefnastjórnar er haldinn í félags- og vinnumálaráðuneytinu, Síðumúla 24, 108 Reyk...
11 okt @ 09:30 - 11:00Málstofa: Styrkjum böndin, samfella í heilbrigðisþjónustu við aldraða
Landspítali efnir til í málstofu 11. október næstkomandi kl. 11.30 – 16.30 í Iðnó undi...
11 okt @ 11:30 - 16:30