Fréttir

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur aðgengilegir líka á netinu
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Þar eru þeir bæði í sérstökum lesham og á pdf formi.
Áfram verður hægt að fá kennslubæklingana á pappír og panta hjá skrifstofu LEB. Þá hefur LEB einnig til sölu fjölnota tauburðarpoka með áprentuninni: Afi og amma redda málunum.

„Afi og amma redda málunum“
Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, átti fund með umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, í umhverfisráðuneytinu. Við það tækifæri afhenti hún ráðherranum fjölnota tauburðarpoka sem LEB hefur látið framleiða með árituninni Afi og amma redda málunum. Fundurinn var ekki síst táknrænn vegna þess að nú hafa tekið gildi ný lög sem banna afhendingu plastburðarpoka.

Verðum sjálf að berjast fyrir kjörum okkar
„Það berst enginn fyrir hagsmunum eldra fólks ef það gerir það ekki sjálft. Þetta gildir um alla baráttu „minnihlutahópa“ bæði fyrr og síðar. Blökumenn urðu að berjast fyrir sínum rétti, konur, samkynhneigðir og þannig mætti lengi áfram telja. Það er ekkert öðruvísi með eftirlaunafólk. Á næstu tíu árum mun fjölga í þeirra hópi um ca. 20.000. Það er mikilvægt fyrir okkur að reyna að hafa áhrif á það líf sem okkur verður búið í ellinni.“

LEB hefur flutt aðsetur sitt að Ármúla 6, 108 Reykjavík
LEB hefur alla tíð verið leigutaki og hefur átt aðsetur sitt á ýmsum stöðum frá því það var stofnað 1989. LEB hefur t.d. verið að Suðurlandsbraut 20, Borgartúni 20, Langholtsvegi 111, Sigtúni 42 og nú frá 1. janúar 2021: Ármúla 6, 1. hæð, 108 Reykjavík.

Hið undarlega ár 2020. Formaður LEB með hugleiðingu
„Fólk hefur haft næði til að hugsa inn á við og sá miki fjársjóður sem býr í hverju mannsbarni varð skýrari. Samkennd jókst. Velvilji óx. Mín tilfinning er að auðvelt sé að sá góðum fræjum í þann jarðveg sem hefur skapast.“

Jólakveðja frá stjórn LEB og jólahvatning formanns
Stjórn LEB – Landssambands eldri borgara sendir landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um árangursríkt nýtt baráttuár fyrir eldri borgara þessa lands!

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur og taupokar LEB
Nú er hægt að festa kaup á kennslubæklingum fyrir spjaldtölvur frá LEB. Fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar. Android er í nánast öllum tölvum sem ekki eru af Ipad gerð. Bæklingarnir eru í stærðinni A4, litprentaðir, með stóru...
Vettvangur dagsins
Nýjustu tölur hjá TR vegna ársins 2021
Ellilífeyrir TR er að hámarki 266.033 krónur á mánuði Fjárhæðir greiðslna, þar með talið ellilífeyris, Tryggingastofnunar ríkisins hækkuðu um 3,6% frá 1. janúar 2021. Þetta er árlega hækkuná greiðslum þeirra sem fá tekjur sínar frá stofnuninni. Á vef TR segir að...
Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst
Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því...
ASÍ tekur undir kröfu Landssambands eldri borgara
Eftirfrandi ályktun var samþykkt á fundi miðstjórnar ASÍ 16. desember 2020. Miðstjórn ASÍ tekur undir gagnrýni Landssambands eldri borgara (LEB) á 3,6% hækkun ellilífeyris og telur að sú hækkun gangi gegn markmiðum kjarasamninganna síðasta vor um bætta stöðu hinna...
Næstu viðburðir
Starfslokanámskeið
Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, flytur erindi á starfslokanámskeiði Reikningsstofu b...
3 feb @ 9:45 f.h. - 10:30 f.h.Fræðslu- og upplýsingafundur fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra
Öldrunarráð og Landssamband eldri borgara standa fyrir fundinum sem sjónvarpað verður á RÚV-...
9 feb @ 1:00 e.h. - 3:00 e.h.Starfslokanámskeið
Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, flytur erindi á starfslokanámskeiði hjá Félagi eld...
10 feb @ 9:45 f.h. - 10:30 f.h.