fbpx

Við eigum rétt á farsæld, öryggi og virðingu á efri árum

Fréttir

Landsfundur LEB 2024 verður haldinn þann 14. maí á Hótel Reykjavík Natura (gamla Loftleiðahótelinu).

Þessi frétt er uppfærð jafnt og þétt fram að Landsfundi LEB samkv. lögum LEB.

Fylgist reglulega með nýjum tíðindum í aðdraganda Landsfundar með því að smella á hnappinn: „Lesa meira“

Lesa meira
Björn Snæbjörnsson: Við erum sterk og viljum berjast fyrir okkar málstað

Björn Snæbjörnsson: Við erum sterk og viljum berjast fyrir okkar málstað

„Um síðustu áramót hækkaði hámarksgreiðsla frá TR um kr. 17.669 en lágmarkshækkun í núverandi kjarasamningum var kr. 23.750. Þarna vantar upp á kr. 6.081 til þess að hækkunin verði sú sama og samið var um í kjarasamningunum.
Munur á lægsta taxta á vinnumarkaði sem er í dag kr. 425.985 og ellilífeyri hjá TR sem er í dag kr. 333.194 mismunurinn er hvorki meiri né minni en kr. 92.791.“

Lesa meira
Kári Jónasson: Eldri borgarar fá lítið út úr kjara­samningunum

Kári Jónasson: Eldri borgarar fá lítið út úr kjara­samningunum

Kári Jónasson skrifar pistilinn:
„Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir „garminum honum Katli“, en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar.“

Lesa meira
Viðar Eggertsson: Það sem Vilhjálmur ætti að vita

Viðar Eggertsson: Það sem Vilhjálmur ætti að vita

Viðar Eggertsson skrifstofustjóri LEB skrifar pistilinn:

„Fram að laga­breyt­ing­unni 1. jan. 2017 var elli­líf­eyr­ir frá al­manna­trygg­ing­um fyrsta stoðin. Rétt­ur til elli­líf­eyr­is frá al­manna­trygg­ing­um var hugsaður sem áunn­in rétt­indi þeirra sem hafa verið á vinnu­markaði í 40 ár eða leng­ur og skilað sínu til rík­is og sveit­ar­fé­laga alla sína hunds- og katt­artíð.“

Lesa meira
Fundur formanna á Suðurlandi með ráðherra og þingmönnum

Fundur formanna á Suðurlandi með ráðherra og þingmönnum

Í febrúar boðaði Magnús J. Magnússon formaður Félags eldri borgara á Selfossi alla formenn félaga eldri borgara á Suðurlandi á fund á Selfossi. Einnig voru Helgi Pétursson, formaður LEB og Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB boðaðir á fundinn. Einnig þáðu boðið dómsmálaráðherra og nokkrir aðrir þingmenn Suðurkjördæmis.

Lesa meira
Ásdís Ólafsdóttir: Er eldra fólk óþarfi?

Ásdís Ólafsdóttir: Er eldra fólk óþarfi?

Ásdís Ólafsdóttir, varaformaður FEBRANG – Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu:

„Hver á þá að taka 4. vaktina!
– Sækja í leikskólann.
– Vera til staðar á Starfsdögum skólanna.
– Skutla og sækja í tómstundir.
– Baka afmæliskökuna.
– Taka vaktina þegar börnin eru lasin og þurfa að vera heima.“

Lesa meira

Fréttamolar

Oddný tekur við af Viðari á skrifstofu LEB

Oddný Árnadóttir hefur hafið störf sem skrifstofu- og markaðasstjóri LEB. Hún tekur við af Viðari Eggertssyni, skrifstofustjóra LEB, sem lætur af störfum núna í apríl eftir tæplega 5 ára starf. Oddný er bókmenntafræðingur að mennt og með Diploma í rekstrar- og...

Upptaka af fræðslufundi um ellilífeyri frá TR

Fræðslufundurinn: Allt um ellilífeyri - þetta þarf ekki að vera flókið sem fór fram í streymi þann 13. mars síðastliðinn er nú aðgengilegur á YouTube síðu TR. HÉR Á fundinum var farið yfir allt sem snýr að umsóknum um ellilífeyri frá TR, greiðslufyrirkomulag og...

Apríl fréttabréf U3A

Fréttabréf U3A - Háskóla 3ja æviskeiðsins er stútfullt að venju af ýmsum fróðleik og skemmtun. Gjörið svo vel!   U3A Reykjavík Fréttabréf í apríl 2024 Efnisyfirlit Ný stjórn U3A Reykjavík Fátækt eldri borgara í boði stjórnvalda Vilt þú halda áfram í starfi? Að...

Næstu viðburðir

GRÁI HERINN – treystir þú …

Afsláttur hjá OLÍS

Félagsmönnum LEB, allra FEB félaga, býðst afsláttur af eldsneyti hjá OLÍS

Til að nýta sér afsláttinn þurfa félagsmenn að skrá sig með að smella á rauða hnappinn:

Hollvinir LEB