Fréttir

Hjón og fólk í sambúð velti fyrir sér að skipta lífeyrisréttindum
Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða vekur athygli á að „Lagaákvæðið um skiptingu lífeyrisréttinda sé alls ekki hugsað sem skilnaðarúrræði heldur sem jafnréttis- og sanngirnismál.“ Samning um skiptingu lífeyris verður að gera áður en sá eldri verður 65 ára.

Hugleiðingar vegna útskriftar íbúa á hjúkrunarheimili
„Á Íslandi er það svo að þeir sem búa heima og eru með færniskerðingu af einhverjum toga sem gerir þeim erfitt að sjá óstuddir um daglegt líf sitt eiga ekki margra kosta völ.“ Sigrún Huld Þorgrímsdóttir ritar um búsetumál færniskertra

Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk ýtt úr vör
Helgi Pétursson formaður LEB fagnar yfirlýsingunni og segir í samtali við vefmiðilinn Lifðu núna að Landssambandið hafi talað fyrir því lengi að farið yrði í að samhæfa þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi. „Nú reynir á hvað hægt er að gera“, segir hann.

Neyðarkall vegna ófremdarástands í málefnum hjúkrunarheimila
„Þolinmæði eldra fólks og aðstandenda er þrotin,“ skrifar Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB. „Krafan er einföld, stjórnvöld hætti að níðast á mjög veiku gömlu fólki.“

Upptaka frá Landsfundi LEB 2022
Landsfundur LEB var haldinn í Hafnarfirði 3. maí 2022 og var honum var streymt í beinu streymi. Sjá má myndband frá Landsfundinum hér fyrir neðan. Á Landsfundinum urðu miklar umræður um ýmis hagsmunamál eldra fólks. Landsfundarfulltrúar skiptu sér niður í málefnahópa...

Fjölbreytt LEB blað 2022 komið út
LEB blaðið 2022 kom út a dögunum og er í dreifingu til félagsmanna aðildarfélaga LEB um allt land þessar vikurnar.
Þeir sem vilja geta lesið blaðið hér á vefnum undir Útgáfa, hér efst á síðunni.

Bjartur lífsstíll fyrir alla
Markmiðið er að innleiða heilsueflingu til framtíðar og auka heilsulæsi hjá fólki, 60 ára og eldra, á landsvísu. Fjölmörg góð hreyfiúrræði eru nú þegar í boði víða um landið og verður lögð áhersla á að efla núverandi hreyfiúrræði, auka vitundarvakningu eldra fólks og aðstoða sveitarfélög þar sem þörf er á úrbótum.
Fréttamolar
Ljósmyndasýning eldra fólks á Blómstrandi dögum í Hveragerði
Ljósmyndahópurinn HVER, sem starfar undir merkjum Félags eldri borgara í Hveragerði, er með ljósmyndasýningu á Blómstrandi dögum. Sýningin heitir HVERAGERÐI og ÖLFUS og er í Hveragarðinum (Geothermal park). Opið er alla dagana 11.-14. ág frá 10.00 -18.00 Á...
Allt um þjónustu við eldra fólk í Reykjavík
Reykjavíkurborg veitir eldra fólki margvíslega þjónustu og stuðning. Í nýjum rafrænum bæklingi er farið yfir þá þjónustu lið fyrir lið og sagt frá því hvernig er best að nálgast hana. Meðal annars er sagt frá því fjölbreytta félagsstarfi og heilsueflingu sem boðið er...
Hallgrímur Gíslason EBAK: Framtíðin er okkar!
Á vikunum fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar komu fulltrúar frá öllum framboðunum í bænum í heimsókn í Birtu, Bugðusíðu 1, þar sem Félag eldri borgara á Akureyri hefur sína aðstöðu. Þar hittu þeir nokkur frá stjórn félagsins til að hlýða á helstu áherslur...
Næstu viðburðir
Stöðufundur um Heilsueflingu fyrir eldra fólk – Bjartur lífsstíll
Fundurinn er haldinn til að fara yfir stöðuna á samstarfsverkefni LEB og ÍSI, Heilsuefling fyri...
15 ágú @ 09:00 - 17:00Skjalasafn LEB til Þjóðskjalasafns
Afhending á skjalasafni LEB til Þjóðskjalasafns. Þetta er skjalasafn sem spannar að mestu þes...
17 ágú @ 09:30 - 10:00Verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk
Fundur verkefnastjórnar er haldinn í félags- og vinnumálaráðuneytinu, Síðumúla 24, 108 Reyk...
23 ágú @ 14:00 - 16:00