fbpx

Dagur eldra fólks í Þjóðkirkjunni

Þjóðkirkjan helgar eldra fólki Uppstigningardag. Helgi Pétursson formaður LEB mun flytja ávarp í tveimur guðsþjónustum. Annars vegar í Guðríðarkirkju í Grafarvogi kl. 11.00. Hins vegar í Kópavogskirkju kl. 14.00. Að guðsþjónustum loknum verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimilum kirknanna

359. Stjórnarfundur LEB

Stjórnarfundurinn verður að þessu sinni haldinn sem staðfundur í aðsetri LEB, Ármúla 6, 108 Reykjavík í fundarherbergi 3ju hæð, kl. 14.00 Stjórn LEB: Helgi Pétursson formaður Drífa Jóna Sigfúsdóttir, varaformaður Sigrún Camilla Halldórsdóttir gjaldkeri Ingibjörg H. Sverrisdóttir ritari Þorbjörn Guðmundsson meðstjórnandi Varastjórn LEB: Ásgerður Pálsdóttir Ragnar Jónasson Jónas Sigurðsson

Aðalfundur Almannaheilla, samtaka þriðja geirans

Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 2. júní nk. kl. 15.30 í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð 8, Reykjavík. Fundarstjóri verður Breki Karlsson. Í lögum samtakanna segir: gr Aðalfundur Almannaheilla fer með æðsta vald og ákvörðunarrétt í málefnum samtakanna. Skal hann að jafnaði haldinn fyrir 15. júní ár hvert. Senda skal út fundarboð til aðildarfélaga með minnst fjögurra […]

Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk

Þriðjudaginn 21. júní kl. 15:30 verður Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk undirrituð á Kjarvalsstöðum af ráðherrum félags- og vinnumarkaðsmála, heilbrigðismála og fjármála- og efnahagsmála, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landsambandi eldri borgara.   Dagskráin samanstendur af ávörpum frá ráðherrum félags- og vinnumarkaðsmála og heilbrigðismála og undirritun allra viðeigandi aðila. Meðal viðstaddra verður Helgi […]

Styrkveitingar v. félagsstarfs eldra fólks í Reykjavík

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur auglýst styrki vegna félagsstarfs eldra fólks af fjárveitingu sem félagsmálaráðuneytið veitti vegna sérstaks átaks í þessum málaflokki. Rýnihópur fer yfir umsóknir og gefur álit sitt á þeim. Fulltrúi LEB er Viðar Eggertsson skrifstofustjóri.

Gagnsæi, siðareglur og tengsl félagasamtaka við viðskiptalífið

Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði boðar til málstofu í Veröld, húsi Vigdísar miðvikudaginn 29. júní kl 14:00 til 16:00. Viðar Eggertsson skrifstofustjóri sækir málstofuna f.h. LEB. Rætt verður um siðareglur og gagnsæi í starfi félagsamtaka. Frjáls félagasamtök berjast fyrir mikilvægum hagsmunum og sjónarmiðum, auk þess að móta samfélagsumræðuna. Þess vegna vilja félagasamtök leiða […]