fbpx

 

Stjórn LEB hefur samþykkt að Landsfundur LEB 2024 verði haldinn þann 14. maí nk.

Landsfundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura sem margir þekkja frá fyrri tíð sem Hótel Loftleiðir.

 

Að venju mun fundurinn hefjast með ávarpi formanns kl. 10.15 (innskráning á fundinn hefst kl. 9.30). Gert er ráð fyrir að hann muni standa til kl. 17.15.

Dagskrá fundarins er í vinnslu og mun verða kynnt í fyllingu tímans.

Stærstur hluti fulltrúa á landsfundi ætti að hafa tök á að ferðast til og frá landsfundi samdægurs.

Samkvæmt lögum LEB eiga öll aðildarfélög rétt á að senda a.m.k. 2 fulltrúa á landsfundinn og stærri félög fleiri, eins og sjá má í lögum LEB

Allar veitingar á fundinum sjálfum verður landsfundarfulltrúum að kostnaðarlausu.

Að venju verður kvöldverður sem er valfrjáls fyrir fulltrúa fundarins. Kvöldverðurinn verður haldinn í veitingahúsinu Nauthóli sem er skammt frá fundarstaðnum og hefst kl. 19.30. Landfundarfulltrúar greiða hálft gjald á móti LEB. Þeir geta jafnframt skráð gest með sér sem greiða munu þá fullt gjald fyrir kvöldverðinn sem verður 3ja rétta.

 

Samkvæmt lögum LEB þarfað huga að ýmsu fyrir landsfund. Að þessu sinni lítur tímalínan svona út:

 

Tímalína – Landsfundur LEB 14. maí 2024

Dagsetningar miðast við í síðasta lagi fyrir landsfund samkv. lögum LEB

__________________________________________________________________________________

 

 1. mars
  Uppstillingarnefnd, 5 manna, skipuð v. stjórnarkjörs.

 

 1. apríl
  Aðildarfélögum tilkynnt dagsetning og staðsetning landsfundar.

 

 1. apríl
  Kjörbréfanefnd, 3ja manna, skipuð.

 

 1. apríl
  Stjórn kynnir dagskrá landsfundar og tillögur sínar og kallar eftir tillögum aðildarfélaga og einstaklinga.

Kallað eftir fulltrúum aðildarfélaga á landsfund.

 

 1. apríl
  Tillögur aðildarfélaga og einstaklinga kynntar

Aðildarfélög tilkynna fulltrúa sína og varafulltrúa

Tillögur uppstillingarnefndar kynntar. Opið fyrir einstaklinga að tilkynna  framboð.

 

 1. maí
  Framboð einstaklinga til stjórnarstarfa kynnt.

Ársreikningar liggja frammi á skrifstofu og birtir á heimasíðu LEB.

 

 1. maí Landsfundur LEB 2024 á Hótel Reykjavík Natura

 

 

 

Myndverk eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur á Hótel Reykjavík Natura. Myndin og verkið er í eigu hótelsins