fbpx

 

Landsfundur LEB 2024 verði haldinn þann 14. maí nk. á Hótel Reykjavík Natura sem margir þekkja frá fyrri tíð sem Hótel Loftleiðir.

 

Hér fyrir neðan birtast tilkynningar varðandi Landsfund LEB 2024 samkv. lögum LEB – Nýjustu tilkynningar efst:

 

Ársreikningur LEB og Styrktarsjóðs LEB 2023

3. maí 2024  Dagskrá landsfundar 2024

 

2. maí 2024  Tillögur uppstillingarnefndar um kosningar á Landsfundi 2024:

Á landsfundi LEB 2024 á að kjósa tvo aðalmenn í stjórn.
Í stjórn sitja fimm manns. Þrír þeirra sitja áfram til landsfundar að ári.
Tvö stjórnarsæti þarf að kjósa um nú. Sigrún Camilla Halldórsdóttir, Ísafirði, hefur setið í tvö ár og gefur aftur kost á sér til tveggja ára. Ingibjörg Sverrisdóttir, Reykjavík, hefur setið í full fjögur ár og getur því ekki gefið kost á sér.

Í aðalstjórn gefa kost á sér til tveggja ára (2 sæti):

  • Sigrún Camilla Halldórsdóttir, Ísafirði
  • Sigurður Ágúst Sigurðsson, Reykjavík
  • Þóra Guðrún Hjaltadóttir, Akureyri

Í varastjórn gefa kost á sér til eins árs (3 sæti):

  • Ásgerður Pálsdóttir Húnaþingi
  • Magnús J. Magnússon, Selfossi
  • Sigrún Camilla Halldórsdóttir, Ísafirði, (ef hún nær ekki kosningu í aðalstjórn)
  • Þóra Guðrún Hjaltadóttir, Akureyri (ef hún nær ekki kosningu í aðalstjórn)
  • (Margrét Halldórsdóttir, Kópavogi, býður sig fram ef hvorki Sigrún Camilla né Þóra Guðrún verða í kjöri)

    2 skoðunarmenn reikninga til 1 árs:
    Hildigunnur Hlíðar, Garðabær
    Sverrir Örn Kaaber, Reykjavík

    2 varaskoðunarmenn reikninga til 1 árs:
    Karl Guðmundsson, Akureyri.
    Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, Reykjavík

 

Stjórn LEB 2023 – 2024:

Helgi Pétursson formaður (2021 – 2025)
Ingibjörg Sverrisdóttir, Reykjavík (2020 – 2024)
Drífa Sigfúsdóttir, Reykanesbær (2021 – 2025)
Þorbjörn Guðmundsson , Reykjavík (2021 – 2025)
Sigrún Camilla Halldórsdóttir, Ísafjörður (2022 – 2024)

Varastjórn LEB 2023 – 2024:

Ásgerður Pálsdóttir, Húnaþing (2022 – 2024)
Magnús Jóhannes Magnússon, Selfoss (2023 – 2024)
Jónas Sigurðsson, Mosfellsbær (2023 – 2024)

 

17. apríl 2024  Óskað eftir tilkynningum um fulltrúa aðildarfélaga á Landsfund LEB 2024:

Samkvæmt lögum LEB eiga öll aðildarfélög rétt á að senda a.m.k. 2 fulltrúa á landsfundinn og stærri félög fleiri, eins og sjá má í lögum LEB  Aðildarfélögin eiga að senda inn lista, rafrænt, á þar til gerðu formi sem sent var út til aðildarfélaganna 17. apríl, með sínum fulltrúum í síðasta lagi 30. apríl nk.

3. apríl 2024 Stjórn LEB samþykkir að eftirtaldir skipi kjörbréfanefnd v. Landsfundar LEB 2024:
  • Oddný Árnadóttir skrifstofu- og markaðsstjóri LEB
  • Ásgerður Guðmundsdóttir verkefnastjóri Heilsuefling 60+
  • Viðar Eggertsson fyrrv. skrifstofustjóri LEB
8. mars 2024  Tilkynning send út um Uppstillingarnefnd og framboð til trúnaðarstarfa:

Stjórn LEB hefur skipað eftirtalin í Uppstillingarnefnd v. Landsfundar 2024:

  • Jón Ragnar Björnsson formaður,  Hella
  • Ingibjörg H. Sverrisdóttir,  Reykjavík
  • Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Akranes
  • Hallgrímur Gíslason, Akureyri
  • Finnbogi Rútur Valdimarsson, Vopnafjörður

Ábendingar og tillögur vegna kjörs til trúnaðarstarfa skulu berast formanni nefndarinnar, Jóni Ragnari Björnssyni, netfang febrang2020@gmail.com Á Landsfundi 2024 verður kosið um tvo í aðalstjórn til tveggja ára og alla þrjá varamenn í stjórn til eins árs. Þá verða kosnir einnig tveir skoðunarmenn reikninga og tveir til vara, allir til eins árs. Uppstillingarnefnd skal kynna tillögur sínar tveimur vikum fyrir landsfund, þ.e. í síðasta lagi 30. apríl 2024. Þeir einstaklingar sem síðan vilja bjóða sig fram skulu hafa tilkynnt framboð sitt í síðasta lagi mánudag 6. maí 2024. Varðandi uppstillingarnefnd segir í lögum LEB: 4.6. Minnst tveimur mánuðum fyrir landsfund skal stjórn skipa fimm manna uppstillingarnefnd sem gerir tillögur um fulltrúa í þau embætti stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og varaskoðunarmanna sem kjósa skal til á fundinum. Nefndin skal auglýsa á heimasíðu LEB eftir fólki í þau embætti sem kjósa skal til á komandi landsfundi. Einnig geta aðildarfélögin komið tilnefningum og/eða uppástungum á framfæri við nefndina.Tillögur nefndarinnar skulu liggja frammi á skrifstofu sambandsins og á heimasíðu LEB í minnst tvær vikur fyrir landsfund. Nefndin annast framkvæmd kosninga á landsfundi. Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til setu í stjórn LEB þurfa að tilkynna framboð sitt í síðasta lagi einni viku fyrir landsfund. Þeir geta sent upplýsingar um sig til skrifstofu en upplýsingarnar þurfa að hafa borist skrifstofu einni viku fyrir landsfund. Kynningarefni má að hámarki vera hálf blaðsíða A4 með Times New Roman 12.punkta letri auk myndar. HÉR má sjá hvernig núverandi stjórn er skipuð.

31. janúar 2024 Tilkynning send út um dagsetningu og staðsetningu Landsfundar LEB 2024:

Landsfundur LEB 2024 verður haldinn 14.maí á Hótel Reykjavík Natura (sem margir þekkja sem Hótel Loftleiðir á fyrri tíð). Að venju mun fundurinn hefjast með ávarpi formanns kl. 10.15 (innskráning á fundinn hefst kl. 9.30). Gert er ráð fyrir að hann muni standa til kl. 17.15. Dagskrá fundarins er í vinnslu og mun verða kynnt í fyllingu tímans. Stærstur hluti fulltrúa á landsfundi ætti að hafa tök á að ferðast til og frá landsfundi samdægurs. Samkvæmt lögum LEB eiga öll aðildarfélög rétt á að senda a.m.k. 2 fulltrúa á landsfundinn og stærri félög fleiri, eins og sjá má í lögum LEB Allar veitingar á fundinum sjálfum verður landsfundarfulltrúum að kostnaðarlausu. Að venju verður kvöldverður sem er valfrjáls fyrir fulltrúa fundarins. Kvöldverðurinn verður haldinn í veitingahúsinu Nauthóli sem er skammt frá fundarstaðnum og hefst kl. 19.30. Landfundarfulltrúar greiða hálft gjald á móti LEB. Þeir geta jafnframt skráð gest með sér sem greiða munu þá fullt gjald fyrir kvöldverðinn sem verður 3ja rétta.   Samkvæmt lögum LEB þarfað huga að ýmsu fyrir landsfund. Að þessu sinni lítur tímalínan svona út:

Tímalína – Landsfundur LEB 14. maí 2024

Dagsetningar miðast við í síðasta lagi fyrir landsfund samkv. lögum LEB _________________________________________________________________________________ 14. mars Uppstillingarnefnd, 5 manna, skipuð vegna stjórnarkjörs.- Tilkynning var send út 8. mars 2. apríl Aðildarfélögum tilkynnt dagsetning og staðsetning landsfundar. – Tilkynning var send út 31. janúar 14. apríl Kjörbréfanefnd, 3ja manna, skipuð. – Stjórn LEB skipaði kjörnefnd 3. apríl. 23. apríl Stjórn kynnir dagskrá landsfundar og tillögur sínar og kallar eftir tillögum aðildarfélaga og einstaklinga. Kallað eftir fulltrúum aðildarfélaga á landsfund. 30. apríl Tillögur aðildarfélaga og einstaklinga kynntar Aðildarfélög tilkynna fulltrúa sína og varafulltrúa Tillögur uppstillingarnefndar kynntar. Opið fyrir einstaklinga að tilkynna  framboð. 7. maí Framboð einstaklinga til stjórnarstarfa kynnt. Ársreikningar liggja frammi á skrifstofu og birtir á heimasíðu LEB. 14. maí Landsfundur LEB 2024 á Hótel Reykjavík Natura

Myndverk eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur á Hótel Reykjavík Natura. Myndin og verkið er í eigu hótelsins