fbpx

Oddný Árnadóttir hefur hafið störf sem skrifstofu- og markaðasstjóri LEB. Hún tekur við af Viðari Eggertssyni, skrifstofustjóra LEB, sem lætur af störfum núna í apríl eftir tæplega 5 ára starf.

Oddný er bókmenntafræðingur að mennt og með Diploma í rekstrar- og viðskiptafræði. Auk þes hefur hún lokið námi í markþjálfun frá HR.

Oddný hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún starfaði um árabil hjá Íslandsbanka sem ráðgjafi og þjónustustjóri. Var aðstoðarmaður rektors og kynningarstjóri Tækniháskóla Íslands og eftir það var hún viðskiptastjóri og síðan deildarstjóri hjá Valitor í 18 ár.

Oddný er fædd og uppalin á Ólafsfirði og þar á hún stóra fjölskyldu, enda yngst af 8 systkinum. Hún er útivistarkona og hefur m.a. dálæti á útilegum, sjósundi, göngu- og veiðiferðum.

 

Viðar Eggertsson og Oddný Árnadóttir