fbpx

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar sem haldinn verður 22. September 2022 í Hlégarði milli kl. 15-17:30. Fulltrúi LEB, Ingibjörg H. Sverrisdóttir ritari, heldur stutt erindi. Þar verður m.a. fjallað um þá sem komnir eru á eftirlaun, eru fullfrísk/ir og hafa áhuga á að vera á vinnumarkaðnum, hvernig löggjöfin og vinnumarkaðurinn tekur á þeim? Er þeim gert auðvelt fyrir? […]

Formaður LEB heimsækir Egilsstaði, Reyðarfjörð og Neskaupstað

Formaður LEB er á ferð um norður- og austurland mánudaginn 26. september - laugardagsins 1. október að funda með félagsmönnu m félaga eldri borgara á svæðinu. Mánudaginn 26. september: Egilsstaðir  – Félagsmiðstöðin Hlymsdalir, Miðvangi 6, kl. 10.30. Reyðarfjörður – Salur Félags eldri borgara kl. 15:00 Félag eldri borgara á Eskifirði og Fáskrúðsfirði koma til fundar […]

Fundur Kjaranefndar ásamt stjórn LEB

Stefán Ólafsson sérfræðingur hjá Eflingu hefur fyrir hönd Eflingar gefið út áhugavert fréttabréf um kjör eftirlaunafólks. Af því tilefni fundar Kjaranefnd LEB ásamt stjórn LEB, mánudaginn 26. september kl. 09.00 á fjarfundi. Stefán mun þar fara yfir helstu málin varðandi þessa stöðu.

Formaður LEB heimsækir Vopnafjörð og Þórshöfn

Formaður LEB er á ferð um norður- og austurland mánudaginn 26. september - laugardagsins 1. október að funda með félagsmönnum félaga eldri borgara á svæðinu. Þriðjudagur 27. september: Vopnafjörður – Þjónustumiðstöð kl. 11:30 Þórshöfn – kl. 15:00 Félaga eldri borgara Kópaskeri og Raufarhöfn koma til fundar á Þórshöfn

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra

Fundurinn haldinn í félagsmálaráðuneytinu, Síðumúla 24, 108 Reykjavík. Fundinn situr Helgi Pétursson formaður LEB. Gestur fundarins er Berglind Magnúsdóttir verkefnastjóri verkefnastjórnar um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.   Samstarfsnefnd um málefni aldraðra starfar á grundvelli 4. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999, en samkvæmt greininni skipar ráðherra fimm manna samstarfsnefnd um málefni aldraðra […]

Formaður LEB heimsækir Húsavík

Formaður LEB er á ferð um norður- og austurland mánudaginn 26. september - laugardagsins 1. október að funda með félagsmönnum félaga eldri borgara á svæðinu. Fimmtudagur 29. september: Húsavík –  Félagsheimili eldri borgara, Garðarsbraut 44,  kl. 14:00 Félag eldri borgara í Þingeyjarsveit og Félag eldri Mývetninga koma til fundar á Húsavík.    

Formaður LEB heimsækir Ólafsfjörð

Formaður LEB er á ferð um norður- og austurland mánudaginn 26. september - laugardagsins 1. október að funda með félagsmönnum félaga eldri borgara á svæðinu. Föstudagur 30. september: Ólafsfjörður – Hús eldri borgara á Ólafsfirði  kl.16:00 Félög eldri borgara í Fjallabyggð – Siglufjörður og Ólafsfjörður – koma á þennan sameiginlega fund.    

Formaður LEB heimsækir Akureyri

Formaður LEB er á ferð um norður- og austurland mánudaginn 26. september - laugardagsins 1. október að funda með félagsmönnum félaga eldri borgara á svæðinu. Laugardagur 1. október: Akureyri – Félagsheimili eldri borgra að Bugðusíðu 1, 603 Akureyri, kl. 16:00 Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð, Grýtubakkahreppi og Eyjafjarðarsveit koma einnig á þennan fund á Akureyri. […]

Verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk

Fundur verkefnastjórnar er haldinn í félags- og vinnumálaráðuneytinu, Síðumúla 24, 108 Reykjavík. Fulltrúi LEB er Helgi Pétursson formaður. Hlutverk verkefnastjórnar er að leiða vinnu við heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk, að stuðla að samvinnu og samhæfingu á milli ráðuneyta, sveitarfélaga og annarra þjónustuaðila, forgangsraða og útfæra tímasett markmið í aðgerðaáætlun til fjögurra ára sem […]

Málsókn Gráa hersins fyrir Hæstarétt 5. október

Aðalmeðferð málanna fyrir Hæstarétti fer fram miðvikudaginn 5. október nk. kl. 09:00. Dómsalur I í Hæstarétti, þar sem málin verða flutt að þessu sinni, rúmar talsvert fleiri áhorfendur en dómsalur 1 í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þau voru flutt síðast. Undir regnhlíf Gráa hersins eru það þrír einstaklingar sem höfða málið, þau Ingibjörg H. Sverrisdóttir, […]