fbpx

Áskoranir og lausnir í kófinu fyrir almannaheill

ASÍ hefur boðað ýmis samtök og félög til fjarfundar föstudaginn 20. nóvember kl. 10 – 11:30, undir yfirskriftinni: Áskoranir og lausnir í kófinu fyrir almannaheill Hver samtök velja talsmann en er frjálst að hafa fleiri á fundinum. Fulltrúi LEB er Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður. Hver samtök fá í upphafi 4 mínútur til að svara eftirfarandi spurningum áður […]

Undirbúningur fyrir stefnumótun stjórnar LEB

Til undirbúnings fyrirhugaðs stefnumótunar stjórnar LEB koma saman Erna Indriðadóttir sem mun sjá um stefnumótunina, Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður, Valgerður Sigurðardóttir gjaldkeri og Viðar Eggertsson skrifstofustjóri LEB.

Fundur starfshóps um lífskjör og aðbúnað aldraðra

Starfshópurinn er skipaður af félagsmálaráðherra. Fundurinn er haldinn sem fjarfundur og að þessu sinni eru tekin fyrir mál er varða félags- og heilbrigðismál. Fulltrúar LEB í starfshópnum: Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Haukur Halldórsson og Þorbjörn Guðmundsson. Félags- og barnamálaráðherra skipaði starfshóp í september 2019 um lífskjör og málefni aldraðra. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili ráðherra […]

Ráðgjafanefnd Landspítala

Fundur ráðgjafanefndar Landspítala verður fimmtudaginn 26. nóvember kl. 14.00 – 16.00. Meðal aðalfulltrúa í nefndinni er formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Ráðgjafarnefnd Ráðgjafarnefnd Landspítala starfar í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Í nefndinni eru níu aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn „til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans […]

Fundur kjaranefndar LEB

Skipað hefur verið að nýju í kjaranefnd eins og venja er eftir Landsfund LEB. Fundurinn er haldinn í bækistöðvum LEB að Sigtúni 42. Á fundinum skipta nefndarmenn með sér verkum og hefja umræðuna um baráttuna fyrir betri kjörum eldri borgara. Kjaranefnd er skipuð: Aðalmenn Sigurður Björgvinsson, Hafnarfjörður Haukur Halldórsson, Akureyri Drífa Sigfúsdóttir, Reykjanesbær Jón Ragnar […]

336. stjórnarfundur LEB

Stjórnarfundurinn er haldinn í aðsetri LEB að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Stjórn LEB: AÐALMENN Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Haukur Halldórsson varafornmaður Valgerður Sigurðardóttir gjaldkeri Dagbjört Höskuldsdóttir ritari Ingibjörg Sverrisdóttir meðstjórnandi   VARAMENN Ingólfur Hrólfsson Þorbjörn Guðmundsson Guðfinna Ólafsdóttir

Formaður LEB á Bylgjunni

Viðtal við formann LEB, Þórunni Sveinbjörnsdóttur í þættinum Í bítið á Bylgjunni kl. 7.30

Formaður LEB í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni

Meðal gesta í viðtalsþættinum Sprengisandi á Bylgunni í umsjón Kristjáns Kristjánssonar sunnudaginn 6. desember kl. 10.00 - 12.00 er formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, þar sem hún mn ræða kjaramál eldri borgara og önnur mál þeim tengd. Viðtalið við hana er ráðgert kl. 11.30