Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Áskoranir og lausnir í kófinu fyrir almannaheill

20 nóv 2020 @ 10:00 f.h. - 11:30 f.h.

ASÍ hefur boðað ýmis samtök og félög til fjarfundar föstudaginn 20. nóvember kl. 10 – 11:30, undir yfirskriftinni: Áskoranir og lausnir í kófinu fyrir almannaheill

Hver samtök velja talsmann en er frjálst að hafa fleiri á fundinum. Fulltrúi LEB er Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður.

Hver samtök fá í upphafi 4 mínútur til að svara eftirfarandi spurningum áður en almennar umræður hefjast:

Hvert er ykkar mat á stöðunni í miðju kófi?

Hvaða hópar hafa orðið verst úti?

Hver eru brýnustu úrlausnarefnin núna?

Hvernig byggjum við jafnara og sanngjarnara samfélag til framtíðar?

 

Tilgangur þessa samtals er að finna þræði sem við getum sameinast um og lagst á árarnar um að fleyta inn í umræðuna sem sameiginlegar kröfur.

 

Þau samtök sem boðuð eru til samtalsins til að byrja með eru:

ASÍ – ÖBÍ – BSRB – BHM – KÍ – LEB – Neytendasamtökin – Hjálparstofnun kirkjunnar – Pepp – samtök – LÆF – Konur af erlendum uppruna

Details

Date:
20 nóv 2020
Time:
10:00 f.h. - 11:30 f.h.