Netsvik eru mun algengari en fólk grunar og svikahrapparnir finna sífellt upp nýjar aðferðir. Allir geta orðið fyrir barðinu á netglæpamönnum og því er mikilvægt að geta varist þeim með þekkinguna að vopni.
Í samvinnu við Neytendasamtökin hefur LEB – Landssamband eldri borgara útbúið bækling um netsvik og hvernig má verjast þeim. Ámundi sá um hönnun bæklingsins og Halldór Baldursson myndskreytti.
Smellið á tengilinn til að opna bæklinginn: Varkárni á vefnum