fbpx

Stjórn LEB hefur skipað í Uppstillingarnefnd v. Landsfundar 2024 sem haldinn verður 14. maí nk. á Hótel Reykjavík Natura.

Í uppstillingarnefnd sitja:

* Jón Ragnar Björnsson formaður,  Hella
* Ingibjörg H. Sverrisdóttir,  Reykjavík
* Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Akranes
* Hallgrímur Gíslason, Akureyri
* Finnbogi Rútur Valdimarsson, Vopnafjörður

Ábendingar og tillögur vegna kjörs til trúnaðarstarfa skulu berast formanni nefndarinnar, Jóni Ragnari Björnssyni, netfang febrang2020@gmail.com

Á Landsfundi 2024 verður kosið um tvo í aðalstjórn til tveggja ára og alla þrjá varamenn í stjórn til eins árs. Þá verða kosnir einnig tveir skoðunarmenn reikninga og tveir til vara, allir til eins árs.

Uppstillingarnefnd skal kynna tillögur sínar tveimur vikum fyrir landsfund, þ.e. í síðasta lagi 30. apríl 2024.

Þeir einstaklingar sem síðan vilja bjóða sig fram skulu hafa tilkynnt framboð sitt í síðasta lagi mánudag 6. maí 2024.

Varðandi uppstillingarnefnd segir í lögum LEB:

4.6. Minnst tveimur mánuðum fyrir landsfund skal stjórn skipa fimm manna uppstillingarnefnd sem gerir tillögur um fulltrúa í þau embætti stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og varaskoðunarmanna sem kjósa skal til á fundinum. Nefndin skal auglýsa á heimasíðu LEB eftir fólki í þau embætti sem kjósa skal til á komandi landsfundi. Einnig geta aðildarfélögin komið tilnefningum og/eða uppástungum á framfæri við nefndina.Tillögur nefndarinnar skulu liggja frammi á skrifstofu sambandsins og á heimasíðu LEB í minnst tvær vikur fyrir landsfund. Nefndin annast framkvæmd kosninga á landsfundi.
Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til setu í stjórn LEB þurfa að tilkynna framboð sitt í síðasta lagi einni viku fyrir landsfund. Þeir geta sent upplýsingar um sig til skrifstofu en upplýsingarnar þurfa að hafa borist skrifstofu einni viku fyrir landsfund. Kynningarefni má að hámarki vera hálf blaðsíða A4 með Times New Roman 12.punkta letri auk myndar.

HÉR má sjá hvernig núverandi stjórn er skipuð.

FRÉTT um Landsfund LEB 2024 á forsíðu heimasíðu LEB er uppfærð reglulega í aðdraganda Landsfundarins 14. maí nk.