Inni á island.is má finna upplýsingar um hreyfiúrræði (íþrótta- og tómstundastarf) á landsvísu fyrir eldra fólk.

Hreyfing 60+ á Ísland.is

Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni Landsambands eldri borgara (LEB) og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).


Verkefnið er styrkt af félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Bjartur lífsstíll er verkfærakista fyrir þau sveitarfélög, íþróttafélög og þjálfara sem sjá þörfina fyrir aðstoð, t.d. til að búa til nýtt hreyfiúrræði eða efla það góða starf sem nú þegar er í gangi.

Það skal sérstaklega tekið fram að verkefnið er ekki hreyfiúrræði og er þar með ekki í neinni samkeppni við hreyfiúrræði sem nú þegar eru til staðar.


Aðgengi að handbókum sem finna má á þessari síðu má nýta endurgjaldslaust
fyrir hvern þann sem telur sig geta nýtt sér efnið, t.d. iðkendur, þjálfara og sveitarfélög.

Facebook síða Bjarts lífsstíls
Facebook síða Hreyfing 60+ fyrir þjálfara

Handbækur og fræðsla

Vöðvavernd á efri árum:

Ein áhrifaríkasta leiðin til að sporna gegn öldrun og fylgifiskum hennar er að lyfta þungum lóðum, segir Maria Fiatarone Singh, bandarískur öldrunarlæknir sem rannsakað hefur vöðvavernd hjá eldra fólki. Kastljós ræddi við hana 22. apríl 2024 og reif í lóðin með Elsu og Páli, lyftingaköppum á besta aldri.

Hlekkur á viðtal hér

Heilsuefling á efri árum

Heilsueflandi samfélag er heil­dræn nál­gun sem em­bæt­ti landlæk­nis vin­nur að í sam­star­fi og sam­ráði við sveitar­félög, opin­ber­ar stof­nanir og fr­jáls féla­gasamtök. Heil­sue­fling á efri árum tilheyrir heil­sue­flan­di sam­félögum og snýr að þeim þát­tum sem sner­tir áhri­faþæt­ti heil­su el­dra fólks. Á heimasíðu verkefnisins er að finna ýmsan fróðleik varðandi heilsu eldra fólks, svo sem : hreyfingu, næringu, svefn, andlega og félagslega heilsu.

Vefsíða heilsueflingar á efri árum

Málþing

13. nóvember 2025

Málþing Bjarts lífsstíls hafa verið haldin síðan 2023 og eru hugsuð til að efla fræðslu og faglegan stuðning til þeirra sem koma að heilsueflingu eldra fólks. Málþingið er fyrir þjálfara, iðkendur og alla sem hafa áhuga á heilsueflingu eldra fólks. Í ár var fenginn góður hópur til að vera með erindi. Málþingið var haldið rafrænt að þessu sinni til þess að sem flestir gætu nýtt sér það, óháð búsetu.

Ekki brotna: Fræðsla og forvarnir

Sigríður Björnsdóttir, sérfræðingur í innkirtlafræðum og sykursýki hjá Heilsuklasanum í Reykjavík, fjallaði um beinheilsu, beinbrot og forvarnir og kynnti nýjan upplýsingavef: beinheilsa.is.

Jafnvægi: Skoðun og meðferð

Ragnar Freyr Gústafsson sjúkraþjálfari fjallaði um jafnvægisþjálfun, mikilvægi vandaðrar sögutöku, prófa við mat á færni, fræðslu og sérsniðinnar æfingaáætlunar.

Strategies to Longevity:

How to Age Strong & Live Long

Robert Linkul talaði um leiðir til langlífis og hvernig á að vera sterkur á efri árum. Hann kom inn á baráttu við vöðvatap og beinþynningu með hækkandi aldri og sagði frá æfingum sem hjálpa til við að vinna á móti slíkri þróun. Linkul sérhæfir sig í þjálfun eldra fólks og er eigandi TrainingtheOlderAdult.com. Hann er þekktur og vinsæll fyrirlesari og hefur ferðast víða um heim með sín erindi.

Myndbönd frá fyrirlestri Robert Linkul

Suitcase Carry
SGL arm row
Suitcase Carry 2
SGL arm row 2
Tank Push & Drag

Kraftur í KR

Linda Björk Ólafsdóttir kynnti hreyfiúrræðið Kraftur í KR sem hefur notið aukinna vinsælda. Tengsl, viðurkenning og vinátta eru mjög mikilvægir þættir í starfinu. Það er mikil félagsleg virkni í kring um hópinn fyrir utan æfingar, ferðir og þátttaka í viðburðum eins og Lífshlaupinu og Reykjavíkur maraþoni. Að mæta í tíma er gæðastund sem styrkir sjálfsmynd og líðan.

Karlar í skúrum

Jón Bjarni Bjarnason, formaður Karla í skúrum í Hafnarfirði, sagði frá starfseminni sem fer þar fram. Karlar í skúrum er góður vettvangur fyrir þá sem hafa gaman að því að að vinna með höndunum og skapa. Margir sakna þess tengslanets sem þeir áttu í vinnunni og í skúrnum geta þeir hitt félaga, skapað og spjallað yfir kaffibolla.

Upptaka af erindi Sigríðar Björnsdóttur
Glærur frá Sigríði Björnsdóttur
Beinheilsa.is
Upptaka af erindi Ragnars Freys Gústafssonar
Glærur frá Ragnari Frey Gústafssyni
Upptaka af erindi Robert Linkul
Glærur frá Robert Linkul
Vefsíða TOA
Youtube-rás Robert Linkul
Single Arm Snatches
Rack pulls
Hinge & High Pull
Upptaka af erindi Lindu Bjarkar Ólafsdóttur
Glærur frá Lindu Björk Ólafsdóttur
Upptaka af erindi Jóns Bjarna Bjarnasonar

Myndband frá Körlum í skúrum í tilefni Guls september 2025

Single Arm Snatches 2
Rack Pulls 2

Málþing 2023

Þann 16. maí 2023 fór fram ráðstefna á vegum Bjarts lífsstíls sem var sameiginlegt verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Landssambands eldri borgara. Ráðstefnan er unnin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heilsueflandi samfélag (HSAM).

Dagskráin var sniðin fyrir skipuleggjendur og þjálfara sem sjá um hreyfiúrræði fyrir 60+ og áhugasama aðila um málefnið.
Markmið ráðstefnunnar er að búa til vettvang til að auka samvinnu á milli þjálfara og víkka sjóndeildarhringinn varðandi heilsueflingu 60+. Auk þess að vera hvatning fyrir áhugasama sem vilja stíga sín fyrstu skref í þjálfun eldri aldurshópa.

Málþing 2024

Málþing um heilsueflingu 60+ fór fram í sal Hjálmakletts í Borgarbyggð,

þriðjudaginn 19. nóvember 2024.

  • Hreyfing á efri árum

  • Okkar heilsueflandi samfélag​-Vesturbær, Miðborg & Hlíðar

  • SPRÆKIR SKAGAMENN HEILSUEFLING 60+ Á AKRANESI

  • Þjónusta sjúkraþjálfara í heilsugæslu

  • Það er pláss - saman gegn félagslegri einangrun

Upptaka af málþingi 2023
Upptaka af málþingi 2024