
Inni á island.is má finna upplýsingar um hreyfiúrræði (íþrótta- og tómstundastarf) á landsvísu fyrir eldra fólk.
Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni Landsambands eldri borgara (LEB) og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).
Verkefnið er styrkt af félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Bjartur lífsstíll er verkfærakista fyrir þau sveitarfélög, íþróttafélög og þjálfara sem sjá þörfina fyrir aðstoð, t.d. til að búa til nýtt hreyfiúrræði eða efla það góða starf sem nú þegar er í gangi.
Það skal sérstaklega tekið fram að verkefnið er ekki hreyfiúrræði og er þar með ekki í neinni samkeppni við hreyfiúrræði sem nú þegar eru til staðar.
Aðgengi að handbókum sem finna má á þessari síðu má nýta endurgjaldslaust
fyrir hvern þann sem telur sig geta nýtt sér efnið.
Handbækur og fræðsla
-
FRÆÐSLUEFNI
Handbók fyrir
þá sem hafa umsjó
með hreyfiúrræðumHér má finna gagnlegt efni er varðar heilsueflingu 60+ sem gæti nýst við að hefja nýtt hreyfiúrræði eða efla það sem nú þegar er í gangi. Allt efni má nýta endurgjaldslaust.
HANDBÓK 1. UM VERKEFNIÐ BJARTUR LÍFSSTÍLL
HANDBÓK 2. LEIÐARVÍSIR: FYRIR STJÓRNENDUR
-
FRÆÐSLUEFNI
Handbók
fyrir þjálfaraHér má finna gagnlegt efni sem getur nýst þeim er koma að heilsueflingu 60 ára og eldri.
Allar upplýsingar í handbókum og alla fræðslubæklinga má nýta endurgjaldslaust.
Margt af efninu er unnið í samvinnu við heilsuvera.is, embætti landlæknis og Rauða krossinn.
HANDBÓK 1: UM VERKEFNIÐ BJARTUR LÍFSSTÍLL
HANDBÓK 2. LEIÐARVÍSIR: FYRIR ÞJÁLFARA
HANDBÓK 4. FJÖLBREYTTAR ÞJÁLFUNARAÐFERÐIR
-
Handbækur fyrir
ábyrgðaraðilaVerkefnið “Allt á einn stað – Hreyfiúrræði 60+” er samstarfsverkefni verkefnastjóra frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), Landssambandi eldri borgara (LEB),
Embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og
Sambandi íslenskra sveitarfélaga.Verkefnastjórar Bjarts lífsstíls hafa leitt verkefnið frá því það hófst í ársbyrjun 2024.
Verkefnastjórar hafa úthlutað verkefninu á einn ábyrgðaraðila frá hverju sveitarfélagi.Verkefnið felur í sér að birta hreyfiúrræði 60+ á einn stað, www.island.is sem er ein þekktasta upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi.
Hlutverk ábyrgðaraðila er að tryggja að lendingasíða sveitarfélagsins, sem inniheldur upplýsingar um hreyfiúrræði fyrir 60+, sé uppfærð í samvinnu við “eigendur” hreyfiúrræða. Þannig má gera verkefnið skilvirkt og sjálfbært.
HANDBÆKUR FYRIR ÁBYRGÐARAÐILA:
Allt á einn: Hreyfiúrræði sveitarfélaganna inná island.is
Að halda "Virkniþing" í sveitarfélögum
-
Handbók
fyrir 60 ára & eldriHér má finna gagnlegt efni er varðar heilsueflingu 60+
Allar upplýsingar í handbókum og alla fræðslubæklinga má nýta endurgjaldslaust.
Margt af efninu er unnið í samvinnu við heilsuvera.is og embætti landlæknis.
HANDBÓK 1. UM VERKEFNIÐ BJARTUR LÍFSSTÍLL
HANDBÓK 2. FRÆÐSLUEFNI FYRIR 60+
-
Hér má finna gagnlegt efni frá þjálfurum víðs vegar af landinu.
Hér eru upplýsingar um hvað aðrir eru að gera sem geta nýst öðrum sem hugmyndir.
Efnið er birt með góðfúslegu leyfi þjálfara.
Allir þeir sem sjá um þjálfun og hvers lags hreyfiúrræði fyrir 60+ og eiga efni til að deila og vilja birta hér á þessari síðu mega senda slæður á pdf HÉR
HANDBÆKUR:
Hreyfing og mataræði 60+ í heilsueflandi samfélagi
Gígja Gunnarsdóttir
Hreyfiseðill: Skrifað upp á hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum
Auður Ólafsdóttir
Virk efri ár (60+) á Akureyri
Héðinn Svarfdal Björnsson
Betri borgarar Fylkis
Guðrún Ósk og Guðný Erla Jakobsdætur60+ fyrir austan fjall
Berglind Elíasdóttir
Virkni og vellíðan í Kópavogi
Eva Katrín Friðgeirsdóttir, Fríða Karen Gunnarsdóttir og Valur JóhanssonGleði og húmor í Grundarfirði
Ágústa Einarsdóttir og Rut RúnarsdóttirHeilsuhraustir Hólmarar
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Gísli PálssonGleði og heilsa í fyrirrúmi í Mosó
Halla Karen Kristjánsdóttir og Berta ÞórhallsdóttirMYNDBÖND
4 mín myndband frá Fylki
Inniheldur frábæra dansrútínu. Þolfimi, samhæfing, tónlist og gleði.
2 mín myndband frá Stykkishólmi.
Inniheldur fjölbreyttar styrktar, þol, samhæfingar og teygjuæfingar.
Einnig sýnt frá ástandskönnunum.
1 1/2 mín myndband frá Ármanni.
Líflegar og skemmtilegar fimleika og styktaræfingar.
40 sek myndband frá Ármanni í boði Davíðs.
Hreyfing til að auka lífsgæði.
30 sek myndband frá Ármanni. Viðtal við Hrefnu.
Byrjaði að æfa fimleika hjá Ármanni sem unglingur.
35 sek myndband frá Ármanni. Viðtal við Sigríði.
Byrjaði að stunda æfingar fyrir 60+æfa í byrjun janúar 2023.
10 sek myndband frá Eyjafjarðarsveit.
Samhæfing og jafnvægi.
10 sek myndband frá Eyjafjarðarsveit.
Styrkur.
20 sek myndband frá Eyjafjarðarsveit.
Alhliða styrkur- og þolæfingar í vatni.
15 sek myndband frá Eyjafjarðarsveit.
Framhald: Alhliða styrkur- og þolæfingar í vatni.
1 1/2 mín myndband m/enskum texta.
Inniheldur fjölbreyttar æfingar í Þrótti; styrktar, þol, samhæfingar og teygjuæfingar.
Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB og virkar líkt og verkfærakista
fyrir þjálfara og aðila sem vinna að heilsueflingu fyrir fólk 60+.
-
-
Hreyfing er yfirgripsmikið hugtak,
lesa meira um hreyfingu hérHér að neðan má finna myndbönd sem eru unnin af ýmsum aðilum sem hafa gefið góðfúslegt leyfi til að birta þau hér.
Þessi hagnýtu myndbönd er hægt að nýta til að framkvæma æfingar hvar sem er og deila áfram til þeirra sem á þurfa að halda.
Myndbanda röð 1: LOTUÆFINGAR
Eiður Andri Guðlaugsson og Snorri Örn Birgisson eru höfundar myndbanda sem tilheyra þessum kafla.
Myndbönd þessi var partur af lokaverkefni þeirra (2022) í B.Sc. á Íþróttafræðibraut við Háskólann í Reykjavík. Samstarf þeirra við Bjartan lífsstíl var afar fagmannlegt og gagnlegt á báða bóga.
Myndbanda röð 2: STYRKTARÆFINGAR
Eftirfarandi myndbönd eru unnin fyrir vef Heilsuveru.
Hverri styrktaræfingu fylgir teygjuæfing fyrir sömu vöðvahópa. Mælt er með því að endurtaka hverja styrktaræfingu 12 sinnum í senn, mest annan hvern dag. Mælt er með því að gera teygjuæfingarnar á eftir en þær má framkvæma daglega ef fólk vill.
Æfingateygju eins og þá sem sjá má í myndböndunum má fá í íþróttavörubúðum.
Myndband 1/11 - Inngangur fyrir styrktaræfingar og teygjur Tími: 1 mín
Æfingar fyrir efri hluta líkama :
Myndband 2/11 - Axlaæfing - styrkæfing og teygja fyrir framanverða axlavöðva Tími: 1:30 mín
Myndband 3/11 - Afturtog - styrkæfing og teygja fyrir aftanverða axlavöðva Tími: 1:30 mín
Myndband 4/11 - Armbeygjur - styrkæfing og teygja fyrir brjóstvöðva Tími: 2:10 mín
Myndband 5/11 - Tvíhöfðaæfing - styrkæfing og teygja fyrir tvíhöfða Tími: 1:45 mín
Æfingar fyrir kvið og bak
Myndband 6/11 - Kviðæfing - styrkæfing og teygja fyrir kviðvöðva Tími: 1:30 mín
Myndband 7/11 - Bakæfing - styrkæfing og teygja fyrir vöðva í mjóbaki Tími: 1:30 mín
Æfingar fyrir neðri hluta líkamans
Myndband 8/11 - Mjaðmaæfing - styrkæfing og teygja fyrir utanverða mjaðmavöðva Tími: 1:00 mín
Myndband 9/11 - Hnébeygja - styrkæfing og teygja fyrir framanverða lærvöðva Tími: 1:45 mín
Myndband 10/11 - Framstig - styrkæfing og teygja framanverða lærvöðva Tími: 1:30 mín
Myndband 11/11 - Kálfaæfing - styrkæfing og teygja fyrir kálfavöðva Tími: 2:00 mín
Myndbanda röð 3: STÓLALEIKFIMI
Eftirfarandi myndbönd eru unnin fyrir vef Heilsuveru.
Æfingarnar eru gerðar sitjandi á stól og henta flestum vel. Gott er að hafa viskustykki við höndina því það er notað í sumum æfingunum. Æfingin er útskýrð og tilgreint hversu oft er ráðlagt að gera viðkomandi æfingu.
Stólaleikfimi: smelltu annað hvort á hnappinn eða myndbandið sjálft!
Myndband 1 - Tími: 4:00 mín - Höfuð og háls
Myndband 2 - Tími: 3:30 mín - Herðar og handleggir
Myndband 3 - Tími: 2:30 mín - Bak og fætur
Myndband 4 - Tími: 4:20 mín - Fætur
Fræðslu myndbönd
Eftirfarandi myndbönd eru unnin af SÍBS, en einnig má finna þau inni á vef Heilsuveru.
Myndband 1/5 - Hvaða hreyfing er best til að koma sér af stað?Tími: 1:00 mín
Myndband 2/5 - Get ég fækkað afsökunum fyrir að hreyfa mig ekki?Tími: 0:40 mín
Myndband 3/5 - Er hægt að gera hreyfingu skemmtilega? Tími: 1:00 mín
Myndband 4/5 - Hvernig kem ég hreyfingu upp í vana? Tími: 0:40 mín
Myndband 5/5 - Hvað græði ég á að stunda hreyfingu? Tími: 0:40 mín
Fróðleg fræðslumyndbönd sem áhugavert er að skoða:
-