Inni á island.is má finna upplýsingar um hreyfiúrræði (íþrótta- og tómstundastarf) á landsvísu fyrir eldra fólk.
Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni Landsambands eldri borgara (LEB) og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).
Verkefnið er styrkt af félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Bjartur lífsstíll er verkfærakista fyrir þau sveitarfélög, íþróttafélög og þjálfara sem sjá þörfina fyrir aðstoð, t.d. til að búa til nýtt hreyfiúrræði eða efla það góða starf sem nú þegar er í gangi.
Það skal sérstaklega tekið fram að verkefnið er ekki hreyfiúrræði og er þar með ekki í neinni samkeppni við hreyfiúrræði sem nú þegar eru til staðar.
Aðgengi að handbókum sem finna má á þessari síðu má nýta endurgjaldslaust
fyrir hvern þann sem telur sig geta nýtt sér efnið, t.d. iðkendur, þjálfara og sveitarfélög.
Handbækur og fræðsla
-
FRÆÐSLUEFNI
Handbækur fyrir
þá sem hafa umsjón
með hreyfiúrræðumHér má finna gagnlegt efni varðandi heilsueflingu 60+ sem gæti nýst við að koma á fót nýju hreyfiúrræði eða efla það sem nú þegar er í gangi. Allt efni má nýta endurgjaldslaust.
HANDBÓK 1. UM VERKEFNIÐ BJARTUR LÍFSSTÍLL
-
FRÆÐSLUEFNI
Handbók fyrir þjálfara
Hér má finna gagnlegt efni sem getur nýst þeim er koma að heilsueflingu 60 ára og eldri.
Allar upplýsingar í handbókum og alla fræðslubæklinga má nýta endurgjaldslaust.
Margt af efninu er unnið í samvinnu við heilsuvera.is, embætti landlæknis og Rauða krossinn.
HANDBÓK 1: UM VERKEFNIÐ BJARTUR LÍFSSTÍLL
HANDBÓK 2. LEIÐARVÍSIR: FYRIR ÞJÁLFARA
a. FRÆÐSLUMYNDBÖND
Eiður Andri Guðlaugsson og Snorri Örn Birgisson áttu í samstarfi við verkefnastjóra Bjarts lÍfsstíls. Þeir eru höfundar myndbanda sem tilheyra þessum kafla. Myndbönd þessi var partur af lokaverkefni þeirra í B.Sc. á Íþróttafræðibraut við Háskólann í Reykjavík.
MYNDBÖND:
1. Áhersluþættir við þjálfun eldri borgara
4. Íþróttafélög og þjálfun eldri borgara
b) Hér má finna fjölbreytt fræðsluefni um heilsutengd málefni sem búið er að flokka eftir:
Hreyfingu
Næringu
Svefn & andleg þjálfun
Almenn fræðsla
Annað
HANDBÓK 4. FJÖLBREYTTAR ÞJÁLFUNARAÐFERÐIR
-
Handbækur fyrir
ábyrgðaraðilaVerkefnið “Allt á einn stað – Hreyfiúrræði 60+” er samstarfsverkefni verkefnastjóra frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), Landssambandi eldri borgara (LEB),
Embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og
Sambandi íslenskra sveitarfélaga.Verkefnastjórar Bjarts lífsstíls hafa leitt verkefnið frá því það hófst í ársbyrjun 2024.
Verkefnastjórar hafa úthlutað verkefninu á einn ábyrgðaraðila frá hverju sveitarfélagi.Verkefnið felur í sér að birta hreyfiúrræði 60+ á einn stað, www.island.is sem er ein þekktasta upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi.
Hlutverk ábyrgðaraðila er að tryggja að lendingasíða sveitarfélagsins, sem inniheldur upplýsingar um hreyfiúrræði fyrir 60+, sé uppfærð í samvinnu við “eigendur” hreyfiúrræða. Þannig má gera verkefnið skilvirkt og sjálfbært.
HANDBÆKUR FYRIR ÁBYRGÐARAÐILA:
Allt á einn: Hreyfiúrræði sveitarfélaganna inná island.is
Að halda "Virkniþing" í sveitarfélögum
-
Handbók
fyrir 60 ára & eldriHér má finna gagnlegt efni er varðar heilsueflingu 60+
Allar upplýsingar í handbókum og alla fræðslubæklinga má nýta endurgjaldslaust.
Margt af efninu er unnið í samvinnu við heilsuvera.is og embætti landlæknis.
HANDBÓK 1. UM VERKEFNIÐ BJARTUR LÍFSSTÍLL
HANDBÓK 2. FRÆÐSLUEFNI FYRIR 60+
HANDBÓK 3. ÆFINGA MYNDBÖND
Hreyfing er yfirgripsmikið hugtak,
lesa meiraHér að neðan má finna myndbönd sem eru unnin af ýmsum aðilum sem hafa gefið góðfúslegt leyfi til að birta þau hér.
Þessi hagnýtu myndbönd er hægt að nýta til að framkvæma æfingar hvar sem er og deila áfram til þeirra sem á þurfa að halda.
Myndbanda röð 1: LOTUÆFINGAR
Eiður Andri Guðlaugsson og Snorri Örn Birgisson eru höfundar myndbanda sem tilheyra þessum kafla.
Myndbönd þessi var partur af lokaverkefni þeirra (2022) í B.Sc. á Íþróttafræðibraut við Háskólann í Reykjavík. Samstarf þeirra við Bjartan lífsstíl var afar fagmannlegt og gagnlegt á báða bóga.
Myndbanda röð 2: STYRKTARÆFINGAR
Eftirfarandi myndbönd eru unnin fyrir vef Heilsuveru.
Hverri styrktaræfingu fylgir teygjuæfing fyrir sömu vöðvahópa. Mælt er með því að endurtaka hverja styrktaræfingu 12 sinnum í senn, mest annan hvern dag. Mælt er með því að gera teygjuæfingarnar á eftir en þær má framkvæma daglega ef fólk vill.
Æfingateygju eins og þá sem sjá má í myndböndunum má fá í íþróttavörubúðum.
Myndband 1/11 - Tími: 1 mín - Inngangur fyrir styrktaræfingar og teygjur
Æfingar fyrir efri hluta líkama
2 af 11: Axlaæfing - styrkæfing og teygja fyrir framanverða axlavöðva
3 af 11: Afturtog - styrkæfing og teygja fyrir aftanverða axlavöðva
4 af 11: Armbeygjur - styrkæfing og teygja fyrir brjóstvöðva
5 af 11: Tvíhöfðaæfing - styrkæfing og teygja fyrir tvíhöfða
Æfingar fyrir kvið og bak
6 af 11: Kviðæfing - styrkæfing og teygja fyrir kviðvöðva
7 af 11: Bakæfing - styrkæfing og teygja fyrir vöðva í mjóbaki
Æfingar fyrir neðri hluta líkamans
8 af 11: Mjaðmaæfing - styrkæfing og teygja fyrir utanverða mjaðmavöðva
9 af 11: Hnébeygja - styrkæfing og teygja fyrir framanverða lærvöðva
10 af 11: Framstig - styrkæfing og teygja framanverða lærvöðva
11 af 11: Kálfaæfing - styrkæfing og teygja fyrir kálfavöðva
HANDBÓK 4. HEIMAÆFINGAR
FRÆÐSLUBÆKLINGAR
-
Hér má finna gagnlegt efni frá þjálfurum víðs vegar af landinu.
Hér eru upplýsingar um hvað aðrir eru að gera sem geta nýst öðrum sem hugmyndir.
Efnið er birt með góðfúslegu leyfi þjálfara.
Allir þeir sem sjá um þjálfun og hvers lags hreyfiúrræði fyrir 60+ og eiga efni til að deila og vilja birta hér á þessari síðu mega senda slæður á pdf HÉR
HANDBÆKUR:
Hreyfing og mataræði 60+ í heilsueflandi samfélagi
Gígja Gunnarsdóttir
Hreyfiseðill: Skrifað upp á hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum
Auður Ólafsdóttir
Virk efri ár (60+) á Akureyri
Héðinn Svarfdal Björnsson
Betri borgarar Fylkis
Guðrún Ósk og Guðný Erla Jakobsdætur60+ fyrir austan fjall
Berglind Elíasdóttir
Virkni og vellíðan í Kópavogi
Eva Katrín Friðgeirsdóttir, Fríða Karen Gunnarsdóttir og Valur JóhanssonGleði og húmor í Grundarfirði
Ágústa Einarsdóttir og Rut RúnarsdóttirHeilsuhraustir Hólmarar
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Gísli PálssonGleði og heilsa í fyrirrúmi í Mosó
Halla Karen Kristjánsdóttir og Berta ÞórhallsdóttirMYNDBÖND
4 mín myndband frá Fylki
Inniheldur frábæra dansrútínu. Þolfimi, samhæfing, tónlist og gleði.
2 mín myndband frá Stykkishólmi.
Inniheldur fjölbreyttar styrktar, þol, samhæfingar og teygjuæfingar.
Einnig sýnt frá ástandskönnunum.
1 1/2 mín myndband frá Ármanni.
Líflegar og skemmtilegar fimleika og styktaræfingar.
40 sek myndband frá Ármanni í boði Davíðs.
Hreyfing til að auka lífsgæði.
30 sek myndband frá Ármanni. Viðtal við Hrefnu.
Byrjaði að æfa fimleika hjá Ármanni sem unglingur.
35 sek myndband frá Ármanni. Viðtal við Sigríði.
Byrjaði að stunda æfingar fyrir 60+æfa í byrjun janúar 2023.
10 sek myndband frá Eyjafjarðarsveit.
Samhæfing og jafnvægi.
10 sek myndband frá Eyjafjarðarsveit.
Styrkur.
20 sek myndband frá Eyjafjarðarsveit.
Alhliða styrkur- og þolæfingar í vatni.
15 sek myndband frá Eyjafjarðarsveit.
Framhald: Alhliða styrkur- og þolæfingar í vatni.
1 1/2 mín myndband m/enskum texta.
Inniheldur fjölbreyttar æfingar í Þrótti; styrktar, þol, samhæfingar og teygjuæfingar.
Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB og virkar líkt og verkfærakista
fyrir þjálfara og aðila sem vinna að heilsueflingu fyrir fólk 60+.
-
-
Hreyfing er yfirgripsmikið hugtak,
lesa meira um hreyfingu hérHér að neðan má finna myndbönd sem eru unnin af ýmsum aðilum sem hafa gefið góðfúslegt leyfi til að birta þau hér.
Þessi hagnýtu myndbönd er hægt að nýta til að framkvæma æfingar hvar sem er og deila áfram til þeirra sem á þurfa að halda.
Myndbanda röð 1: LOTUÆFINGAR
Eiður Andri Guðlaugsson og Snorri Örn Birgisson eru höfundar myndbanda sem tilheyra þessum kafla.
Myndbönd þessi var partur af lokaverkefni þeirra (2022) í B.Sc. á Íþróttafræðibraut við Háskólann í Reykjavík. Samstarf þeirra við Bjartan lífsstíl var afar fagmannlegt og gagnlegt á báða bóga.
Myndbanda röð 2: STYRKTARÆFINGAR
Eftirfarandi myndbönd eru unnin fyrir vef Heilsuveru - Embætti landlæknis.
Hverri styrktaræfingu fylgir teygjuæfing fyrir sömu vöðvahópa. Mælt er með því að endurtaka hverja styrktaræfingu 12 sinnum í senn, mest annan hvern dag. Mælt er með því að gera teygjuæfingarnar á eftir en þær má framkvæma daglega ef fólk vill.
Æfingateygju eins og þá sem sjá má í myndböndunum má fá í íþróttavörubúðum.
Myndband 1/11 - Inngangur fyrir styrktaræfingar og teygjur Tími: 1 mín
Æfingar fyrir efri hluta líkama :
Myndband 2/11 - Axlaæfing - styrkæfing og teygja fyrir framanverða axlavöðva Tími: 1:30 mín
Myndband 3/11 - Afturtog - styrkæfing og teygja fyrir aftanverða axlavöðva Tími: 1:30 mín
Myndband 4/11 - Armbeygjur - styrkæfing og teygja fyrir brjóstvöðva Tími: 2:10 mín
Myndband 5/11 - Tvíhöfðaæfing - styrkæfing og teygja fyrir tvíhöfða Tími: 1:45 mín
Æfingar fyrir kvið og bak
Myndband 6/11 - Kviðæfing - styrkæfing og teygja fyrir kviðvöðva Tími: 1:30 mín
Myndband 7/11 - Bakæfing - styrkæfing og teygja fyrir vöðva í mjóbaki Tími: 1:30 mín
Æfingar fyrir neðri hluta líkamans
Myndband 8/11 - Mjaðmaæfing - styrkæfing og teygja fyrir utanverða mjaðmavöðva Tími: 1:00 mín
Myndband 9/11 - Hnébeygja - styrkæfing og teygja fyrir framanverða lærvöðva Tími: 1:45 mín
Myndband 10/11 - Framstig - styrkæfing og teygja framanverða lærvöðva Tími: 1:30 mín
Myndband 11/11 - Kálfaæfing - styrkæfing og teygja fyrir kálfavöðva Tími: 2:00 mín
Myndbanda röð 3: STÓLALEIKFIMI
Eftirfarandi myndbönd eru unnin fyrir vef Heilsuveru.
Æfingarnar eru gerðar sitjandi á stól og henta flestum vel. Gott er að hafa viskustykki við höndina því það er notað í sumum æfingunum. Æfingin er útskýrð og tilgreint hversu oft er ráðlagt að gera viðkomandi æfingu.
Stólaleikfimi: smelltu á myndbandið til að sjá æfinguna.
Höfuð og háls:
Myndband 1 - Tími: 4:00 mín - Höfuð og háls
Herðar og handleggir:
Myndband 2 - Tími: 3:30 mín - Herðar og handleggir
Bak og fætur:
Myndband 3 - Tími: 2:30 mín - Bak og fætur
Fætur:
Myndband 4 - Tími: 4:20 mín - Fætur
Myndband 5 - Tími: 14:45 mín - mismunandi æfingar saman í lotu
Fræðslu myndbönd
Eftirfarandi myndbönd eru unnin af SÍBS, en einnig má finna þau inni á vef Heilsuveru.
Myndband 1/5 - Hvaða hreyfing er best til að koma sér af stað?Tími: 1:00 mín
Myndband 2/5 - Get ég fækkað afsökunum fyrir að hreyfa mig ekki?Tími: 0:40 mín
Myndband 3/5 - Er hægt að gera hreyfingu skemmtilega? Tími: 1:00 mín
Myndband 4/5 - Hvernig kem ég hreyfingu upp í vana? Tími: 0:40 mín
Myndband 5/5 - Hvað græði ég á að stunda hreyfingu? Tími: 0:40 mín
Fróðleg fræðslumyndbönd sem áhugavert er að skoða:
-
-
Hér má finna upplýsingar um næringu og matarræði.
*Gott og einfalt – vefur með uppskriftum sem henta öllum.
Að verkefninu standa SÍBS og Krabbameinsfélag Íslands í samstarfi við embætti landlæknis.
Markmiðið er að gera hollt mataræði einfalt, aðgengilegt og skemmtilegt fyrir alla.
Á vefnum finnur þú:Einfaldar og fjölbreyttar uppskriftir sem taka mið af opinberum ráðleggingum um mataræði
Skýrar skref-fyrir-skref leiðbeiningar sem henta jafnt byrjendum sem vanari kokkum
Tól til að útbúa vikumatseðil fyrir þig eða fjölskylduna
Sjálfvirkan innkaupalista sem má vista og deila
Fræðslu um mataræði og lífsstíl sem styður við heilsuna.
á samfélagsmiðlum:
Ein áhrifaríkasta leiðin til að sporna gegn öldrun og fylgifiskum hennar er að lyfta þungum lóðum, segir Maria Fiatarone Singh, bandarískur öldrunarlæknir sem rannsakað hefur vöðvavernd hjá eldra fólki. Kastljós ræddi við hana 22. apríl 2024 og reif í lóðin með Elsu og Páli, lyftingaköppum á besta aldri.
Hlekkur á viðtal hér
Heilsuefling á efri árum
Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir og frjáls félagasamtök. Heilsuefling á efri árum tilheyrir heilsueflandi samfélögum og snýr að þeim þáttum sem snertir áhrifaþætti heilsu eldra fólks. Á heimasíðu verkefnisins er að finna ýmsan fróðleik varðandi heilsu eldra fólks, svo sem : hreyfingu, næringu, svefn, andlega og félagslega heilsu.
Málþing
13. nóvember 2025
Málþing Bjarts lífsstíls hafa verið haldin síðan 2023 og eru hugsuð til að efla fræðslu og faglegan stuðning til þeirra sem koma að heilsueflingu eldra fólks. Málþingið er fyrir þjálfara, iðkendur og alla sem hafa áhuga á heilsueflingu eldra fólks. Í ár var fenginn góður hópur til að vera með erindi. Málþingið var haldið rafrænt að þessu sinni til þess að sem flestir gætu nýtt sér það, óháð búsetu.
Ekki brotna: Fræðsla og forvarnir
Sigríður Björnsdóttir, sérfræðingur í innkirtlafræðum og sykursýki hjá Heilsuklasanum í Reykjavík, fjallaði um beinheilsu, beinbrot og forvarnir og kynnti nýjan upplýsingavef: beinheilsa.is.
Jafnvægi: Skoðun og meðferð
Ragnar Freyr Gústafsson sjúkraþjálfari fjallaði um jafnvægisþjálfun, mikilvægi vandaðrar sögutöku, prófa við mat á færni, fræðslu og sérsniðinnar æfingaáætlunar.
Strategies to Longevity:
How to Age Strong & Live Long
Robert Linkul talaði um leiðir til langlífis og hvernig á að vera sterkur á efri árum. Hann kom inn á baráttu við vöðvatap og beinþynningu með hækkandi aldri og sagði frá æfingum sem hjálpa til við að vinna á móti slíkri þróun. Linkul sérhæfir sig í þjálfun eldra fólks og er eigandi TrainingtheOlderAdult.com. Hann er þekktur og vinsæll fyrirlesari og hefur ferðast víða um heim með sín erindi.
Myndbönd frá fyrirlestri Robert Linkul
Kraftur í KR
Linda Björk Ólafsdóttir kynnti hreyfiúrræðið Kraftur í KR sem hefur notið aukinna vinsælda. Tengsl, viðurkenning og vinátta eru mjög mikilvægir þættir í starfinu. Það er mikil félagsleg virkni í kring um hópinn fyrir utan æfingar, ferðir og þátttaka í viðburðum eins og Lífshlaupinu og Reykjavíkur maraþoni. Að mæta í tíma er gæðastund sem styrkir sjálfsmynd og líðan.
Karlar í skúrum
Jón Bjarni Bjarnason, formaður Karla í skúrum í Hafnarfirði, sagði frá starfseminni sem fer þar fram. Karlar í skúrum er góður vettvangur fyrir þá sem hafa gaman að því að að vinna með höndunum og skapa. Margir sakna þess tengslanets sem þeir áttu í vinnunni og í skúrnum geta þeir hitt félaga, skapað og spjallað yfir kaffibolla.
Myndband frá Körlum í skúrum í tilefni Guls september 2025
Málþing 2023
Þann 16. maí 2023 fór fram ráðstefna á vegum Bjarts lífsstíls sem var sameiginlegt verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Landssambands eldri borgara. Ráðstefnan er unnin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heilsueflandi samfélag (HSAM).
Dagskráin var sniðin fyrir skipuleggjendur og þjálfara sem sjá um hreyfiúrræði fyrir 60+ og áhugasama aðila um málefnið.
Markmið ráðstefnunnar er að búa til vettvang til að auka samvinnu á milli þjálfara og víkka sjóndeildarhringinn varðandi heilsueflingu 60+. Auk þess að vera hvatning fyrir áhugasama sem vilja stíga sín fyrstu skref í þjálfun eldri aldurshópa.
-
Heiti erindis: Hreyfing og mataræði 60+ í Heilsueflandi samfélagi
Gígja er verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags (HSAM) og einnig málaflokksins hreyfingar hjá embætti landlæknis og er m.a. fulltrúi embættisins í vísindanefnd um loftslagsbreytingar. Hún er með BSc gráðu í íþrótta- og heilsufræði og meistaragráðu í lýðheilsufræði (MPH). Gígja var áður m.a. sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og sat í framkvæmdastjórn ÍBR í 17 ár.
-
Heiti erindis: Hreyfiseðill: Skrifað upp á hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum
Auður er menntaður sjúkraþjálfari og starfar sem fagstjóri sjúkraþjálfunarþjónustu innan Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (ÞHÍ). Auður er einnig framkvæmdarstjóri, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Sjúkraþjálfun Styrkur ehf. ásamt því að vera stundakennari í læknadeild við námsbraut í sjúkraþjálfun hjá Háskóla Íslands.
-
Heiti erindis: Æfing er meðal: Hugmyndin um að brúa bilið milli læknisvísinda og þjálffræðivísinda
Arnar er íþróttafræðingur á endurhæfingadeild Landakotspítala og stundakennari við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Fyrrum forstöðumaður íþróttaakademíu Keilis. Arnar er einnig meðstofnandi tveggja sprotafyrirtækja Fort ehf, sem hyggur á forhæfingu og endurhæfingu eldra fólks og Innohealth ehf sem vinnur að þróun for- og endurhæfingatækja.
-
Heiti erindis: Virk efri ár (60+) á Akureyri
Héðinn er með meistaragráðu í félagssálfræði og starfar sem verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ.
Héðinn er meðal þeirra sem halda utan um verkefnið „Virk efri ár“ sem ætlað er að styðja við heilsueflingu eldri íbúa Akureyrarbæjar. -
Heiti erindis: Betri borgarar Fylkis
Guðrún Ósk er formaður fimleikadeildar Fylkis og rekstrarstjóri Fylkissels.
Guðný Erla er menntuð leikskólakennari, situr í stjórn fimleikadeildar Fylkis og vinnur að markaðsmálum fyrir Fylki.
Saman kenna þær Guðrún og Guðný leikfimi fyrir betri borgara 65 ára og eldri í fimleikasal Fylkis í Fylkisseli auk þess að sjá um íþróttaskóla barna 3-5 ára í Fylki.
-
Heiti erindis: 60+ fyrir austan fjall
Berglind er menntaður íþróttakennari og sér um heilsueflingu 60+ í Árborg og Hveragerði. Berglind starfar einnig við kennslu í vatnsleikfimi hjá Vatn og heilsu, hóptímakennslu í World Class, einkaþjálfun fyrir Virk-starfsenduhæfingu ásamt því að vera með endurhæfingahóp fyrir Krabbameinsfélag Árnessýslu.
-
Heiti erindis: Virkni og vellíðan í Kópavogi
Fríða Karen er menntaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og starfar sem verkefnastjóri Virkni og vellíðan í Kópavogi.
Kristján er meistaranemi í íþróttavísindum og þjálfun við Háskólann í Reykjavík og starfar sem viðskiptastjóri hjá Sportabler. Kristján hefur haft umsjón yfir mælingum á þátttakendum í Virkni og Vellíðan á vegum Háskólans í Reykjavík.
Saman munu þau Fríða Karen og Kristján fjalla um verkefnið Virkni og vellíðan sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Verkefnið er á vegum Kópavogsbæjar í samstarfi við íþróttafélögin þrjú, Breiðablik, Gerplu og HK.
-
Heiti erindis: Gleði og húmor
Ágústa er einka- og markþjálfi, og sér um þjálfun eldri aldurshópa í Grundafirði.
Rut er spinning hóp og einkaþjálfari, og sér einnig um þjálfun eldri aldurshópa í Grundarfirði.
Saman hafa þær leitt heilsurækt fyrir eldri borgara og öryrkja í Grundarfirði í þrjú ár. Verkefnið ber nafnið heilsuefling 60+ og nýtur góðs stuðnings Grundarfjarðardeildar RKÍ.
-
Heiti erindis: Heilsuhraustir hólmarar
Gunnhildur er með BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MED kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri. Gunnhildur starfar sem grunnskólakennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi og þjálfar 60+ ásamt því að kenna vatnsleikfimi og vera yfirþjálfari yngri flokka Snæfells í körfubolta.
Gísli er með BSc í íþróttafræði og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og MSc í íþrótta- og heilsufræði frá University of South Alabama. Gísli starfar sem framhaldsskólakennari við Fjölbrautarskóla Snæfellinga og kennir allt sem tengist íþróttum og lýðheilsu ásamt því að vera eigandi og þjálfari líkamsræktar- og Crossfit starfseminnar í Stykkishólmi. Þá hefur Gísli þjálfað 60+ þar til ársins 2021, en hefur gengt afleysingarstörfum samhliða núverandi starfi síðan þá.
Saman munu þau Gunnhildur og Gísli fjalla um heilsueflingu 60+ í Stykkishólmi.
-
Heiti erindis: Gleði og heilsa í fyrirrúmi
Halla Karen er íþróttakennari og hefur starfað í yfir 30 ár í framhaldsskóla ásamt því hefur hún kennt alls kyns hóptíma og námskeið fyrir allan aldur. Árið 2018 kom Halla Karen af stað leikfimi fyrir 67 ára og eldri í Mosfellsbæ.
Berta er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði ásamt því að vera með einkaþjálfararéttindi. Berta hefur starfað sem þjálfari frá árinu 2018 og hefur verið að kenna alls kyns hóptíma og námskeið fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Berta kom inn í þjálfun 67 ára og eldri með Höllu Kareni árið 2019.
Saman munu þær Halla Karen og Berta fjalla um verkefnið Heilsa og hugur í Mosfellsbæ.
Málþing 2024
Málþing um heilsueflingu 60+ fór fram í sal Hjálmakletts í Borgarbyggð,
þriðjudaginn 19. nóvember 2024.
-
Hreyfing á efri árum
-
Okkar heilsueflandi samfélag-Vesturbær, Miðborg & Hlíðar
-
SPRÆKIR SKAGAMENN HEILSUEFLING 60+ Á AKRANESI
-
Þjónusta sjúkraþjálfara í heilsugæslu
-
Það er pláss - saman gegn félagslegri einangrun