Varkárni á vefnum – Verjist netsvik

Netsvik eru mun algengari en fólk grunar og svikahrapparnir finna sífellt upp nýjar aðferðir. Allir geta orðið fyrir barðinu á netglæpamönnum og því er mikilvægt að geta varist þeim með þekkinguna að vopni.

Í samvinnu við Neytendasamtökin hefur LEB – Landssamband eldri borgara útbúið bækling um netsvik og hvernig má verjast þeim. Ámundi sá um hönnun bæklingsins og Halldór Baldursson myndskreytti.

Smellið á tengilinn til að opna bæklinginn: Varkárni á vefnum

Leiðbeiningar fyrir Spjaldtölvunotkun - Android

Sífellt fleiri nýta sér spjaldtölvur í daglegu lífi. Að læra á spjaldtölvurnar getur reynst erfitt og kvíðvænlegt þeim sem ekki eru vanir snjallsímum eða öðrum tækjum sem líkjast spjaldtölvum. Markmið þessa leiðbeiningarits er að aðstoða þennan hóp við að koma sér af stað. Farið er í grunninn á helstu atriðum sem spjaldtölva hefur upp á að bjóða. Vonast er til þess að sá sem nýtir sér leiðbeiningarnar öðlist þann grunn sem hann þarf til að tileinka sér notkun spjaldtölvu.

Ná í bækling á PDF

Leiðbeiningar fyrir Spjaldtölvunotkun - Apple

Sífellt fleiri nýta sér spjaldtölvur í daglegu lífi. Að læra á spjaldtölvurnar getur reynst erfitt og kvíðvænlegt þeim sem ekki eru vanir snjallsímum eða öðrum tækjum sem líkjast spjaldtölvum. Markmið þessa leiðbeiningarits er að aðstoða þennan hóp við að koma sér af stað. Farið er í grunninn á helstu atriðum sem spjaldtölva hefur upp á að bjóða. Vonast er til þess að sá sem nýtir sér leiðbeiningarnar öðlist þann grunn sem hann þarf til að tileinka sér notkun spjaldtölvu.

Ná í bækling á PDF