Ályktun landsfundar í kjaramálum

Samþykktar voru tvær ályktanir á landsfundi LEB 2025. Ályktun um kjaramál og ályktun um húsnæðismál. Hér má lesa um kjaramál

Ályktun um kjaramál landsfundar LEB

Fulltrúar aðildarfélaga á landsfundi Landsambands eldri borgara í Keflavík 29. apríl 2025 fagna þeim auknu áherslum sem Landsamband eldri borgara hefur lagt á kjara- og húsnæðismál félaga sinna. 

Þetta hefur komið fram í auknum þrýstingi á stjórnvöld og fundaherferð um landið til að kynna sambandið og fræða fólk um stöðu kjaramála. 

Sambandið hefur verið mjög skýrt í viðræðum við pólítíska flokka að ekki verður endalaust beðið eftir réttlæti okkur til handa.

Það er ekki sanngjarnt að bilið hafi breikkað á milli lágmarkstaxta launafólks og grunnlífeyris TR, en það er í dag kr. 104.822. 

Það er ekki eðlilegt að skerðingarmörk vegna lífeyristekna sé kr. 36.500 og hafi aðeins hækkað um kr. 11.500 frá 1. janúar 2017, og að greiðslur frá TR skerðist ef fólk hefur lágar fjármagnstekjur, samanber frítekjumörk skattalaga.

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa fengið okkar kröfur og áherslur árum saman.

Nú virðist sem ný ríkistjórn hafi hlustað og eru mörg þeirra mála sem eldri borgarar hafa barist fyrir um árabil komin í stjórnarsáttmála hennar.

Landsfundurinn skorar á ríkistjórnina að efna loforðin sem allra fyrst en ekki geyma það til loka kjörtímabilsins.

Landsfundurinn krefst þess að:

Almenna frítekjumarkið verði kr. 100.000

70 ára og eldri fái að greiða í lífeyrissjóð af atvinnutekjum.

Viðbótarskerðing vegna heimilisuppbótar verði afnumin.

Fundurinn fagnar því sérstaklega að stofna eigi embætti hagsmunafulltrúa eldri borgara.

Fundurinn skorar á stjórn og kjaranefnd sambandsins að fylgja kjaramálum félagsmanna sinna eftir af festu og einurð.

Previous
Previous

Ályktun landsfundar í húsnæðismálum

Next
Next

Af landsfundi LEB