Landsfundur LEB 2025 - beint streymi

Landssamband eldri borgara heldur árlegan landsfund sinn á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 29. apríl.

Fylgjast má með í beinu streymi hér:

Dagskráin er vegleg að vanda og í ár heiðra okkur m.a. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og hæstvirtur Félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland.

Fráfarandi formaður LEB, Helgi Pétursson er að klára sitt fjórða ár í formannsstóli, en formaður getur eingöngu setið í fjögur ár. Aðeins eitt framboð barst til formanns og verður því Björn Snæbjörnsson frá Akureyri, sjálfkjörinn í embætti formanns.

Björn þarf vart að kynna en hann er þekktur úr kjarabaráttu bæði sem formaður Einingar- Iðju og Starfsgreinasambandsins og seinni árin sem formaður kjarahóps Félags eldri borgara á Akureyri og formaður kjaranefndar LEB.

Þau málefni sem brenna helst á eldri borgurum þessa lands eru kjaramál og húsnæðismál og verður þeim málefnum gert hátt undir höfði á landsfundinum, eins og vera ber.

Previous
Previous

Af landsfundi LEB

Next
Next

Dagskrá landsfundar LEB 29. apríl