fbpx

 

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Þar eru þeir bæði í sérstökum lesham og á pdf formi.

Félagsmálaráðuneytið hefur gert LEB kleift að opna rafræna gátt á bæklingana, en ráðuneytið styrkti einnig gerð þeirra og prentútgáfuna. Eru þeir jafnframt nú aðgengilegir á vefsíðum ýmissa aðildarfélaga LEB.

 

 

 

Bæklingarnir eru fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar. Android er í nánast öllum tölvum sem ekki eru af Ipad gerð.

Áfram verður hægt að fá kennslubæklingana á pappír og panta hjá skrifstofu LEB. Bæklingarnir eru í stærðinni A4, litprentaðir, með stóru letri og fjölmörgum skýringamyndum, alls 18 bls. hvor gerð. (Sjá nánari upplýsingar um bæklingana HÉR)

Þá hefur LEB einnig til sölu fallega, fjölnota tauburðarpoka með áprentuninni: Afi og amma redda málunum. Taupokarnir eru úr 100% bómull 140g/m2, svartir með hvítri áletrun og eru ca 38 cm X 42 cm að stærð.

  • Bæklingarnir, Ipad og Android, bjóðast  á kostnaðarverði, sem er nú enn lægra en áður: 600 kr. fyrir eintakið. *
  • Fjölnota taupokarnir Afi og amma redda málunum kosta 1.500 kr. stk.

Póstburðargjöld innifalin í verðinu

Pantanir sendist á netfangið:  leb@leb.is
Ásamt þessum upplýsingum:
– Kennslubæklingur: Eintakafjöldi – og þá af hvorri gerð bæklings er óskað eftir
– Fjölnota taupoki: Eintakafjöldi
– Nafn viðtakanda, símanúmer, fullt heimilisfang með póstnúmeri

Ef greiðandi er annar en viðtakandi þá þarf að taka fram:
– Nafn hans og símanúmer

Við stofnum ekki kröfu í netbanka, en mælumst til að einstaklingar sem kaupa af okkur bæklinga og taupoka gegnum netið millifæri á reikning okkar:
– Kennitala: 6009894059
– Bankanr.: 0516-26-013888

Senda kvittun úr heimabanka á netfangið leb@leb.is

* Félagsmálaráðuneytið styrkti útgáfu kennslubæklinganna og eru þeir seldir á kostnaðarverði

Þeir sem vilja lesa bæklingana á vefnum eða hlaða þeim niður á pdf formi geta gert það endurgjaldslaust HÉR