Formannafundur LEB
Formaður LEB, Helgi Pétursson, heldur fjarfund með formönnum allra aðildarfélaga LEB. Formönnum er heimilt að leyfa fleirum úr sínu félagi að vera viðstadda fundinn að eigin vild. Dagskrá: Áhersluatriði fyrir sveitarstjórnarkosningar Bréf til verkalýðsfélaganna Önnur mál
Félög til almannaheilla – Hádegisfundur
Hádegisfundur með Áslaugu Björgvinsdóttur lögmanni fimmtudaginn 3. mars kl. 12.00. Áslaug fer yfir nýtt félagsform um almannaheillafélög, einkenni þess samkvæmt lögunum og skilyrði skráningar og ber saman við meginreglur um almenn félög og sjálfseignarstofnanir. Áslaug mun jafnframt skoða lögin í tengslum við grundvallarreglur um sjálfræði félaga, samningsfrelsi og félagafrelsi, þ.e. í því sambandi ófrávíkjanlegar reglur […]
354. Stjórnarfundur LEB
Fundurinn er haldinn sem fjarfundur á Zoom. Aðalstjórn LEB: Helgi Pétursson formaður Drífa Sigfúsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Ingibjörg Sverrisdóttir Þorbjörn Guðmundsson Varastjórn LEB: Ásgerður Pálsdóttir Ingólfur Hrólfsson Ragnar Jónasson
Fundur um heilsueflingu eldra fólks
Formaður LEB, Helgi Pétursson, á fund með dr. Janusi Guðlaugssyni hjá Janusi heilsueflingu um heilsueflingu eldra fólks.
Formannafundur LEB
Formaður LEB boðar til formannafundar alla aðildarfélaga á Zoom Dagskrá: 1. Áhersluatriði eldra fólks í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2. Önnur mál.
Fundur með félags- og vinnumarkaðsráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað fulltrúa LEB á sinn fund. Formaður LEB, Helgi Pétursson, mætir ásamt stjórnarmönnunum Ingibjörgu H. Sverrisdóttur og Þorbirni Guðmundssyni og skrifstofustjóra LEB, Viðari Eggertssyni.
Fundur um sveigjanleg starfslok
Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar kallar á fulltrúa ýmissa hagsmunahópa á sinn fund, hvern fyrir sig, til að heyra álit þeirra á sveigjanlegum starfslokum. Fyrir hönd LEB mæta Helgi Pétursson formaður og Viðar Eggertsson skrifstofustjóri.
Málþing ÖBÍ: Ungt fatlað fólk á hjúkrunarheimilum
ÖBÍ - Öryrkjabandalag Íslands heldur málþing á Grand hóteli, Sigtúni 28, 105 Reykjavík um ungt fatlað fólk á hjúkrunarheimilum. Meðal þátttakenda í pallborði er skrifstofustjóri LEB, Viðar Eggertsson. Yfirskrift málþingsins: UNGT FÓLK Á ENDASTÖÐ Í dag eru 144 fatlaðir einstaklingar undir 67 ára eru búsettir á hjúkrunarheimilum sem ætlaðir eru öldruðum einstaklingum. Þessir einstaklingar þurfa […]
Formaður LEB gestur á samverustund
Sérstakur gestur á samverustund eldri borgara í Landakirkju verður formaður LEB, Helgi Pétursson. Samverustundirnar eru reglulega annan hvern fimmtudag í hádeginu
Formaður LEB heldur tölu á starfslokanámskeiði
Orkuveita Reykjavíkur heldur starfslokanámskeið í Orkuveituhúsinu. Formaður LEB, Helgi Pétursson, heldur innblásna tölu á starfslokanámskeiðinu.