
- This event has passed.
Málþing ÖBÍ: Ungt fatlað fólk á hjúkrunarheimilum
16 mar 2022 @ 13:00 - 16:00
ÖBÍ – Öryrkjabandalag Íslands heldur málþing á Grand hóteli, Sigtúni 28, 105 Reykjavík um ungt fatlað fólk á hjúkrunarheimilum. Meðal þátttakenda í pallborði er skrifstofustjóri LEB, Viðar Eggertsson.
Yfirskrift málþingsins: UNGT FÓLK Á ENDASTÖÐ
Í dag eru 144 fatlaðir einstaklingar undir 67 ára eru búsettir á hjúkrunarheimilum sem ætlaðir eru öldruðum einstaklingum. Þessir einstaklingar þurfa allt aðra þjónustu og umönnun heldur en aldrað fólk. Mikil skerðing er á lífsgæðum og réttindum þeirra ungu einstaklinga sem flytja tilneyddir á hjúkrunarheimili í stað þess að fá að lifa sjálfstæðu lífi með aðstoð á sínu heimili.
Við skorum því á alla sem að málum koma og láta sér þetta varða að mæta á málþing á Grand hótel þann 16. mars næstkomandi kl. 13:00. Skráning á málþingið fer fram hér
- Málþingið verður í beinu streymi á Zoom og er rit- og táknmálstúlkað.
- Tónmöskvar og nettenging verða í boði.
- Ekki þarf að skrá sig ef tekið er þátt á zoom
Dagskrá
Málþingið opnað
-
Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands
Ávarp heilbrigðisráðherra
-
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra
Að moka upp sjó með teskeið
-
Margrét Sigríður Guðmundsdóttir og Alexandra Sif Herleifsdóttir
Eiga ungir heima á hjúkrunarheimili?
- María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu
Kaffihlé
- Boðið upp á léttar kaffiveitingar
Fækkum gráu svæðunum
-
Guðjón Bragason sviðstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitafélaga
Niðursetningar nútímans – hvað við viljum og hvað við viljum ekki
-
Bergþóra Bergsdóttir
Stofnanavistun fatlaðs fólks frá sjónarhorni þjóðréttarlegra mannréttindaskuldbindinga
-
Eiríkur Smith réttindagæslumaður fatlaðs fólks
Kaffihlé
Pallborð
-
Elsa B. Friðfinnsdóttir, sérfræðingur í Heilbrigðisráðuneytinu, Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Viðar Eggertssonskrifstofustjóri Landssambands eldri borgara, Vilhjálmur Hjálmarssonformaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál.
Niðurstöður og næstu skref
Málþingi slitið kl. 16:15
Málefnahópar ÖBÍ um húsnæðismál og heilbrigðismál