- This event has passed.
Félög til almannaheilla – Hádegisfundur
3 mar 2022 @ 12:00 - 13:00
Hádegisfundur með Áslaugu Björgvinsdóttur lögmanni fimmtudaginn 3. mars kl. 12.00.
Áslaug fer yfir nýtt félagsform um almannaheillafélög, einkenni þess samkvæmt lögunum og skilyrði skráningar og ber saman við meginreglur um almenn félög og sjálfseignarstofnanir.
Áslaug mun jafnframt skoða lögin í tengslum við grundvallarreglur um sjálfræði félaga, samningsfrelsi og félagafrelsi, þ.e. í því sambandi ófrávíkjanlegar reglur um stjórn, félagsfundi og minni-hlutavernd og reglur til varnar sjálftöku.
Í framhaldinu verða umræður meðal þátttakenda um ávinning af lagasetningunni og hvaða hindranir félögin upplifa í tengslum við innleiðingunni.
Málstofan er opin öllum og fer fram á skrifstofu Almannaheilla í Urriðaholtsstræti 14 og í gegnum Zoom.