fbpx

Fundur með Öryrkjabandalagi Íslands

Fundur haldinn í aðsetri ÖBÍ að Sigtúni 32 með fulltrúum LEB þar sem farið verður yfir sameiginleg áherslumál LEB og ÖBÍ, sérstaklega í heilbrigðismálum. Fulltrúar ÖBÍ á fundinum verða Vilhjálmur Hjálmarsson formaður, Fríða Rún Þórðardóttir varaformaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál og Stefán vilbergsson verkefnastjóri. Fulltrúar LEB eru Helgi Pétursson formaður og Viðar Eggertsson skrifstofustjóri.  

Fundur velferðarnefndar LEB

Velferðarnefnd LEB heldur fjarfund. Dagskrá: Umræður um stöðu málefna eldra fólks miðað við ályktun síðasta aðalfundar LEB Hvernig er almenn staða eldra fólks í faldrinum Undirbúningur að vinnu við ályktun fyrir næsta aðalfund Afgreiðsla á tveimur erindum sem hafa borist frá alþingi Önnur mál   Velferðarnefnd Dagbjört Höskuldsdóttir, formaður, Reykjavík Guðrún Ágústsdóttir, Reykjavík Katrín Fjeldsted, […]

Kynning fyrir aðildarfélög á félaga- og greiðslukerfinu ABLER

Það voru nokkur aðildarfélög sem komust ekki á kynninguna um félaga- og greiðslukerfið ABLER sem við héldum í síðustu viku. Því verður haldinn annar kynningarfundur. Þar mun verða farið yfir virkni kerfisins,  hvernig viðmótið lítur út og hvað er hægt að gera í kerfinu. Allir stjórnarmenn aðildarfélaga LEB ásamt starfsmönnum þeirra, eru velkomnir á þessa […]

Fundur með landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu

Fulltrúar LEB funda með landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu um áherslur og sjónarmið hvað varðar verkaskiptingu milli heilbrigðisstétta. Fundurinn er haldinn að frumkvæði landsráðsins sem skipað er af heilbrigðisráðuneytinu

Upplýsingafundur um Afsláttarbók og -app

Á fundinum verður söfnun afsláttarkjara um allt land kynnt og hvernig á að standa að söfnunni. Einnig verður ný viðbót við Afsláttarbókina kynnt, sem er APP, sem er handhægt að nota sem afsláttarbók. Stjórnarmenn aðildarfélaga LEB, ásamt starfsmönnum þeirra, eru velkomnir á fundinn. Fundurinn verður haldinn sem fjarfudnur á Zoom.

Stefnumótunarfundur Öldrunarráðs

Ný stjórn Öldrunarráðs Íslands heldur fund um stefnumótun Öldrunarráðs. Fundurinn er haldinn Borgartúni 7. Fulltrúi LEB er Helgi Pétursson formaður.

Fræðslufundur um heimsmarkmið SÞ

Almannaheill og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi standa fyrir fræðslufundinum sem verður á Zoom. LEB er aðili að Almannaheill og munu stjórnarmenn LEB sitja fundinn ásamt skrifstofustjóra. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna mun halda stutta kynningu um heimsmarkmiðin og ávinning félagasamtaka að taka þau upp og samþætta í daglega starfsemi sína. Félag Sameinuðu […]

Fundur velferðarnefndar LEB

Fundurinn er haldinn sem fjarfundur. Umræða um heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Formaður LEB, Helgi Pétursson situr fund velferðarnefndar. Velferðarnefnd Dagbjört Höskuldsdóttir, formaður, Reykjavík Guðrún Ágústsdóttir, Reykjavík Katrín Fjeldsted, Reykjavík Ómar Kristinsson, Kópavogur

353. Stjórnarfundur LEB. Stefnumótunarfundur stjórnar.

Stjórn LEB heldur stefnumótunarfund undir handleiðslu Ernu Indriðadóttur að Kríunesi Aðalstjórn LEB: Helgi Pétursson formaður Drífa Sigfúsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Ingibjörg Sverrisdóttir Þorbjörn Guðmundsson Varastjórn LEB: Ásgerður Pálsdóttir Ingólfur Hrólfsson Ragnar Jónasson