fbpx

Kynning á Símavinaverkefni

LEB ásamt Rauða krossinum stendur fyrir átaki að efla Símavini um allt land með stuðningi félagsmálaráðuneytisins. Kynningarfundur haldinn fyrir aðildarfélög LEB á Zoom. Hafdís Rún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Símavina, kynnir verkefnið og fer yfir mikilvæga punkta eins og hvernig á að beita virkri hlustun ásamt fleiru.

Formannafundur LEB

Fjarfundur með formönnum og öðrum stjórnarmönnum aðildarfélaga LEB með formanni LEB þar sem farið verður yfir stöðu mála sem varðar eldra fólk. Fundurinn verður í ZOOM og hefst kl. 10.00

Fundur með 1819

Formaður LEB, Helgi Pétursson og verkefnastjóri LEB, Steinunn Valdimarsdóttir, eiga fund með Franz Gunnarssyni hjá 1819 vegna innleiðingu á appi fyrir LEB. Fundurinn fer fram í aðsetriLEB að Ármúla 6

Formaður LEB fundar með félagsmálaráðherra

Helgi Pétursson formaður LEB á fund með Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra um ýmis hagsmunamál eldri borgara. Fundurinn fer fram í félagsmálaráðuneytinu, Skógarhlíð 6. Með formanni verð stjórnarmenn LEB, þau Ingibjörg H. Sverrisdóttir og Þorbjörn Guðmundsson, auk Viðars Eggertssonar skrifstofustjóra LEB.

Fundur um heilsueflingu aldraðra

Fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Birna Sigurðardóttir og Erna Kristín Blöndal, halda fund með formanni LEB, Helga Péturssyni, og fulltrúa Janus Heilsuefling, Janusi Guðlaugssyni, um átak í heilsueflingu aldrðra.

351. Stjórnarfundur LEB

Fundurinn er haldinn sem fjarfundur. Aðalstjórn LEB: Helgi Pétursson formaður Drífa Sigfúsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Ingibjörg Sverrisdóttir Þorbjörn Guðmundsson Varastjórn LEB: Ásgerður Pálsdóttir Ingólfur Hrólfsson Ragnar Jónasson

Gleðileg jól!

Stjórn LEB og starfsfólk óskar öllum aðildarfélögum LEB, sem og öllum þeim sem við höfum átt samstarf við, gleðilegrar hátíðar! Þökkum öflugt og gott samstarf á árinu sem er að líða. Megi nýtt ár verða okkur öllum heillaríkt.