fbpx

Fundur með biskupi Íslands

Fulltrúar LEB, Helgi Pétursson formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir fyrrv. formaður LEB og Guðrún Ágústdóttir, eiga fund með  biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur og biskupsritara, Sr. Þorvaldi Víðissyni. Fundurinn er haldinn hjá Biskupsstofu að Katrínartúni 4, Reykjavík.

Fundur með Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra

Fundur formanns LEB Helga Péturssonar með Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, um áherslur eldra fólks fyrir alþingiskosningar. Þorbjörn Guðmundsson, formaður kjaranefndar LEB og Ingibjörg H. Sverrisdótttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, sitja einnig fundinn. Þau sitja jafnframt bæði í stjórn LEB.

Formaður LEB tekur þátt í heilbrigðisþingi sem verður í beinu streymi

Dagskrá heilbriðisþings sem haldið er 20. ágúst kl. 09.00 - 16.00 er fjölbreytt og áhugaverð. Þar verða m.a. fróðleg erindi, sófaspjall, pallborð ráðherra og endurgjöf þátttakenda. Meðal þátttakaenda er Helgi Pétursson formaður LEB. Heilbrigðisþingið er haldið af heilbrigðisráðherra, svandísi Svavarsdóttur. Þinginu er streymt á vefnum heilbrigdisthing.is HÉR má lesa nánar um heilbrigðisþingið

Undirbúningsfundur vegna Funds fólksins

Formaður LEB, Helgi Pétursson, ásamt stjórnarmanni LEB, Þorbirni Guðmundssyni, og verkefnastjóra LEB, Steinunni Valdimarsdóttur funda með fulltrúum LUF, Landssambandi ungmennafélaga um fyrirhugaða málstofu Samtal kynslóðanna á Fundi fólksins sem haldinn verður í Norræna húsinu 3.-4. september nk. Fundurinn fer fram í aðsetri LEB að Ármúla 6.

Undirbúningsfundur fyrir Fund fólksins

Formaður LEB, Helgi Pétursson, ásamt stjórnarmanni LEB, Þorbirni Guðmundssyni, og verkefnastjóra LEB, Steinunni Valdimarsdóttur funda með fulltrúum LUF, Landssambandi ungmennafélaga um fyrirhugaða málstofu Samtal kynslóðanna á Fundi fólksins sem haldinn verður í Norræna húsinu 3.-4. september nk. Fundurinn fer fram í aðsetri LEB að Ármúla 6.

Fundur með fulltrúum Miðflokksins

Helgi Pétursson, formaður LEB, Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður LEB og Steinunn Valdimarsdóttir, verkefnastjóri LEB, funda með fulltrúm Miðflokksins, Karl Gauta Hjaltasyni og Nönnu Margréti Gunnlaugsdóttur um áhersluatriði eldra fólks í aðdraganda kosninga 2021.

Fundur fólksins – Samtal kynslóðanna

LEB - Landssaband eldri borgara tekur þátt í Fundi fólksins dagana 3. og 4. september 2021. Á föstudeginum stendur LEB - Landssamband eldri borgara og LUF - Landssamband ungmennafélaga að Samtali kynslóðanna sem haldið verður í stóra salnum í Norrænahúsinu. Fulltrúar elstu og yngstu kynslóðanna koma saman og ræða saman um málefni sem sameinar þessa […]