fbpx

Samráðsfundur LEB og Tryggingastofnunar ríkisins

Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í gegnum Skype, kl. 11.00 – 12.00. Fulltrúar LEB eru: Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB; Dagbjört Höskuldsdóttir, ritari LEB, Stykkishólmur; Hrafn Magnússon, Reykjavík og Ingólfur Hrólfsson, Mosfellsbær

Formaður í viðtali – Í bítið

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB, verður gestur í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið, sem einnig verður sjónvarpað í opinni dagskrá á Stöð 2, kl. 07.30, 10. mars.

Samstarfshópur um heilsueflingu aldraða

Í febrúar hóf störf starfshópur um heilsueflingu aldraða skipaður af heilbrigðisráðherra. Í starfshópnum eru fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu, forsætisráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu, fjármála og efnahagsráðuneytinu, Embætti landlæknis og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Starfhópnum er ætlað að leggja fram tillögur til heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag samstarfsverkefna í heilsueflingu sem gera öldruðum kleift að búa í heimahúsum eins lengi og kostur er. […]

Formaður heimsækir Félagi eldri borgara á Selfossi

Félag eldri borgara á Selfossi hefur boðið formanni LEB, Þórunni Sveinbjörnsdóttur, ásamt skrifstofustjóra LEB, Viðari Eggertssyni, að funda með stjórnarmönnum FEB á Selfossi um undirbúning aðalfundar LEB sem verður haldinn á Selfossi 28. apríl nk. í glæsilegum húsakynnum félagsins, Mörk, að Grænumörk 5 á Selfossi.

Starfshópur um lífskjör og aðbúnað aldraðra

Starfshópurinn er skipaður af félagsmálaráðherra. Fundur hjá starfshópnum að Jöfri, Skógarhlíð 6 (1. hæð), Reykjavík. Fulltrúar LEB á fundinum: Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Haukur Halldórsson og Þorbjörn Guðmundsson.

328. stjórnarfundur LEB

Stjórnarfundurinn er haldinn sem fjarfundur að þessu sinni. Eftir að fundargerð hefur verið rituð og samþykkt verður hún birt á vef LEB, eins og venjan er. Stjórn LEB: Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður, Haukur Halldórsson varaformaður, Valgerður Sigurðardóttir gjaldkeri, Dagbjört Höskuldsdóttir ritari og Ellert B. Schram meðstjórnandi. Varastjórn: Drífa Sigfúsdóttir, Ingólfur Hrólfsson og Ólafur Örn Ingólfsson.

Fundur með félagsmálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, hefur óskað eftir fundi með formannl LEB, Þórunni Sveinbjörnsdóttur, vegna brýnna málefna er varðar eldri borgara. Fundurinn verður með fjarfundarbúnaði.

Formaður LEB á upplýsingafundi almannavarna

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB - Landssambands eldri borgara, gestur á upplýsingafundi almannavarna sem er útvarpað og sjónvarpað beint miðvikudaginn 8. apríl kl. 14.00. Fundurinn að þessu sinni var sá 32. í röðinni.

Stjórnarfundur Öldrunarráðs

Fulltrúi LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður, mætir á fundinn sem haldinn er á Droplaugarstöðum.

Fundur samstarfsnefndar um málefni aldraðra

Fundurinn er haldinn að Skógarhlíð 6. Fulltrúi LEB er formaðurinn, Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Stjórnin er þannig skipuð: Aðalmenn Valgerður Sverrisdóttir, án tilnefningar, formaður Birna Sigurðardóttir, án tilnefningar Aðalsteinn Sigfússon, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Þórunn Sveinbjörnsdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara Jórunn Frímannsdóttir, tiln. af Öldrunarráði Íslands. Varamenn  Þorvaldur Jóhannsson, án tilnefningar, varaformaður  Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, […]