fbpx

Samráðsfundur LEB og Tryggingastofnunar ríkisins

Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í gegnum Skype, kl. 11.00 – 12.00. Fulltrúar LEB eru: Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB; Dagbjört Höskuldsdóttir, ritari LEB, Stykkishólmur; Hrafn Magnússon, Reykjavík og Ingólfur Hrólfsson, Mosfellsbær

Formaður í viðtali – Í bítið

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB, verður gestur í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið, sem einnig verður sjónvarpað í opinni dagskrá á Stöð 2, kl. 07.30, 10. mars.

Samstarfshópur um heilsueflingu aldraða

Í febrúar hóf störf starfshópur um heilsueflingu aldraða skipaður af heilbrigðisráðherra. Í starfshópnum eru fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu, forsætisráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu, fjármála og efnahagsráðuneytinu, Embætti landlæknis og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Starfhópnum er […]

Formaður heimsækir Félagi eldri borgara á Selfossi

Félag eldri borgara á Selfossi hefur boðið formanni LEB, Þórunni Sveinbjörnsdóttur, ásamt skrifstofustjóra LEB, Viðari Eggertssyni, að funda með stjórnarmönnum FEB á Selfossi um undirbúning aðalfundar LEB sem verður haldinn […]

Starfshópur um lífskjör og aðbúnað aldraðra

Starfshópurinn er skipaður af félagsmálaráðherra. Fundur hjá starfshópnum að Jöfri, Skógarhlíð 6 (1. hæð), Reykjavík. Fulltrúar LEB á fundinum: Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Haukur Halldórsson og Þorbjörn Guðmundsson.

328. stjórnarfundur LEB

Stjórnarfundurinn er haldinn sem fjarfundur að þessu sinni. Eftir að fundargerð hefur verið rituð og samþykkt verður hún birt á vef LEB, eins og venjan er. Stjórn LEB: Þórunn Sveinbjörnsdóttir […]

Fundur með félagsmálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, hefur óskað eftir fundi með formannl LEB, Þórunni Sveinbjörnsdóttur, vegna brýnna málefna er varðar eldri borgara. Fundurinn verður með fjarfundarbúnaði.

Formaður LEB á upplýsingafundi almannavarna

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB - Landssambands eldri borgara, gestur á upplýsingafundi almannavarna sem er útvarpað og sjónvarpað beint miðvikudaginn 8. apríl kl. 14.00. Fundurinn að þessu sinni var sá 32. […]

Stjórnarfundur Öldrunarráðs

Fulltrúi LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður, mætir á fundinn sem haldinn er á Droplaugarstöðum.