fbpx

Heilbrigðisþing 2019. Siðferðileg gildi og forgangsröðun

Boðað er til heilbrigðisþings þann 15. nóvember frá klukkan 09:00 til 15:45 á Hilton Reykjavík Nordica. Meðal fyrirlesara í röð örfyrirlestra er formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir kynningu og umræður um helstu gildi og siðferðilegar áherslur sem leggja beri til grundvallar við forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að […]

Starfshópur um lífskjör og aðbúnað aldraðra

Fulltrúar LEB á fundinum: Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Haukur Halldórsson og Þorbjörn Guðmundsson. Á hann mun mæta m.a. fulltrúi verkefnastofu um stafrænt Ísland til að kynna þær hugmyndir sem eru í vinnslu hjá þeim. Fundurinn fer fram í húsnæði félagsmálaráðuneytisins í Loftsölum, Skógarhlíð 6.

Samráðsfundur vegna fasteignagjalda

LEB, Húseigendafélagið og Félag atvinnurekenda halda fund til að ræða hvernig best er að fylgja eftir ályktun sinni um lækkun fasteignagjalda. Fundurinn fer fram í Húsi verslunarinnar. Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sækir fundinn.

Viðreisn fræðist um málefni aldraðra

Öldungaráð Viðreisnar verður með opið hús þriðjudaginn 19. nóvember kl. 16:00 í húsnæði Viðreisnar, Ármúla 42 á 2. hæð. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, og Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður og varaformaður Viðreisnar, verða með erindi um stöðu eldri borgara.  

Samráðsfundur LEB og TR

Reglulegur fundur LEB og Tryggingastofnunar ríkisins haldinn í húsakynnum TR að Hliíðarsmára 11, Kópavogi. Fulltrúar LEB: Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB, Valgerður Sigurðardóttir, gjaldkeri LEB, Hafnarfjörður, Hrafn Magnússon, Reykjavík, Ingólfur Hrólfsson, Mosfellsbær.

Fundur um velferðartækni. Samráðshópur Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu

Fundurinn er opinn öllum. Fundurinn er haldinn í Borgarbókasafninu Menningarhús Gerðubergi, Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík. Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sækir fundinn. Dagskrá: Teitur Skúlason lögfræðingur og sérfræðingur í persónuvernd hjá Reykjavíkurborg mun fjalla um MÁP Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar mun fara yfir innkaupareglur Reykjavíkurborgar. Örkynningar fyrirtækja á vörum og þjónustu

Fundur Öldrunarráðs

Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sækir fundinn. Á dagskrá að þessu sinni er 1) Styrkveiting í desember, auglýsing og kynning. 2) Væntanleg ráðstefna og skipulag hennar.

Samstarfsnefnd félagsmálaráðuneytis um málefni aldraðara

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB sækir fundinn. Á fundinum verður m.a. á dagskrá: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og áframhaldandi umræður um áherslur nefndarinnar.

324. stjórnarfundur LEB

Stjórnarfundurinn er haldinn á skrifstofu LEB, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Eftir að fundargerð hefur verið rituð og samþykkt verður hún birt á vef LEB, eins og venjan er.