fbpx

Fundur NOP, norrænna félaga eldri borgara, haldinn í Finnlandi

NPO er samráðsvettvangur norræna félaga eldri borgara í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi og Færeyjum. Fundað er að jafnaði tvisvar á ári. Að þessu sinni verður fundurinn í Finnlandi. Fyrir hönd Íslands sækja fundinn Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB og Haukur Halldórsson, varaformaður LEB.

Fundur NOP, norrænna félaga eldri borgara, haldinn í Finnlandi

NPO er samráðsvettvangur norræna félaga eldri borgara í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi og Færeyjum. Fundað er að jafnaði tvisvar á ári. Að þessu sinni verður fundurinn í Finnlandi og fundað í tvo daga, 30. og 31. október Fyrir hönd Íslands sækja fundinn Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB og Haukur Halldórsson, varaformaður LEB.

Fundur Kjaranefndar LEB & FEB

Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fundar með Kjaranefnd LEB & FEB sem í sitja: Haukur Halldórsson, varaformaður LEB, Akureyri, Sigurður Jónsson, Suðurnesjabær, Stefanía Magnúsdóttir, Garðabær og Ólafur Örn Ingólfsson, Reykjavík

Viðtal við formann LEB á Hringbraut

Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fer í upptöku á þættinum Lífið er lag á Hringbraut í dag kl. 15.00. Þar mun hún ræða húsnæðismál og fasteignagjöld. Þátturinn verður á dagskrá fljótlega, en þeir eru á dagskrá alla þriðjudaga kl. 20.30.

Dagur öldrunarþjónustu 2019

Margt um að vera þennan Dag öldrunar 2019. Meðal annars er haldin ráðstefna á Grand hóteli: Heilsuefling frá vöggu til grafar. Uppsker ég eins og ég sái? FORVARNIR – ÞÁTTTAKA - ÞJÓNUSTA. Þar munu fjölmargir flytja stutt ávörp frá ýmsum sjónarhornum yfirskriftarinnar. Ráðstefnan hefst kl. 8.30 og lýkur kl. 15.15. Allir velkomnir!

Almannatryggingar í brennidepli

Tryggingastofnun stendur fyrir opinni ráðstefnu þriðjudaginn 12. nóvember nk. á Grand Hótel Reykjavík kl. 9.00, þar sem athyglinni verður beint að stöðunni í lífeyrismálum, hvernig við stöndum okkur og hvernig við viljum haga lífeyrismálum til framtíðar. Ráðstefnan er öllum opin, Sjá nánar á vef TR, tr.is. Skráning er á vef TR. Dagskrá 9.00       Ásmundur Einar […]

Heilbrigðisþing 2019. Siðferðileg gildi og forgangsröðun

Boðað er til heilbrigðisþings þann 15. nóvember frá klukkan 09:00 til 15:45 á Hilton Reykjavík Nordica. Meðal fyrirlesara í röð örfyrirlestra er formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir kynningu og umræður um helstu gildi og siðferðilegar áherslur sem leggja beri til grundvallar við forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að […]

Starfshópur um lífskjör og aðbúnað aldraðra

Fulltrúar LEB á fundinum: Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Haukur Halldórsson og Þorbjörn Guðmundsson. Á hann mun mæta m.a. fulltrúi verkefnastofu um stafrænt Ísland til að kynna þær hugmyndir sem eru í vinnslu hjá þeim. Fundurinn fer fram í húsnæði félagsmálaráðuneytisins í Loftsölum, Skógarhlíð 6.