fbpx

Framtíðarþing um farsæla öldrun

Þingið verður haldið í Valaskjálf á Egilsstöðum. Allir velkomnir - boðið upp á veitingar. Að þinginu standa Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Djúpivogur.is, Fjarðabyggð, Borgarfjörður eystri, LEB - Landssamband eldri borgara, Öldrunarráð Íslands og Heilbrigðisráðuneytið.

Nemendur Félagsráðgjafadeild HÍ heimsækja LEB

Nemendur Félagsráðgjafadeildar HÍ á öðru ári í námskeiðinu Félagsmálalöggjöf, framkvæmd og beiting, fræðast um málefni eldri borgara og starfsemi hinna ýmsu félaga eldri borgara víða um land, en þessi félög mynda síðan Landssamband eldri borgara. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB, mun taka á móti þeim á skrifstofunni og annast fræðsluna.

Samstarfsnefnd félagsmálaráðuneytis um málefni aldraðara

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB sækir fundinn. Á fundinum verður m.a. á dagskrá: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og áframhaldandi umræður um áherslur nefndarinnar.

Samráðsfundur Tryggingarstofnunar og LEB

Fundurinn haldinn í húsnæði TR að Hlíðarsmára 11, Kópavogi. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður sækir fundinn f.h. LEB. Aðrir fulltrúar LEB eru: Valgerður Sigurðardóttir, gjaldkeri LEB, Hrafn Magnússon og Ingólfur Hrólfsson.

Eru fasteignir féþúfa? – Morgunverðarfundur 25. október á Grand hóteli.

LEB -Landssamband eldri borgara, Félag atvinnurekenda  og Húseigendafélagið efna til morgunverðarfundar á Grand Hóteli Reykjavík föstudaginn 25. október kl. 8-10, undir yfirskriftinni „Eru fasteignir féþúfa?“ Umræðuefnið er álagning fasteignagjalda á einstaklinga og fyrirtæki og hvernig þessi skattheimta hefur á undanförnum árum vaxið langt umfram allar eðlilegar viðmiðanir. Sífellt þyngri skattbyrði hefur áhrif á félagsmenn í öllum þessum samtökum. […]

Fundur NOP, norrænna félaga eldri borgara, haldinn í Finnlandi

NPO er samráðsvettvangur norræna félaga eldri borgara í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi og Færeyjum. Fundað er að jafnaði tvisvar á ári. Að þessu sinni verður fundurinn í Finnlandi. Fyrir hönd Íslands sækja fundinn Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB og Haukur Halldórsson, varaformaður LEB.

Fundur NOP, norrænna félaga eldri borgara, haldinn í Finnlandi

NPO er samráðsvettvangur norræna félaga eldri borgara í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi og Færeyjum. Fundað er að jafnaði tvisvar á ári. Að þessu sinni verður fundurinn í Finnlandi og fundað í tvo daga, 30. og 31. október Fyrir hönd Íslands sækja fundinn Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB og Haukur Halldórsson, varaformaður LEB.