- This event has passed.
Uppstillingarnefnd LEB skilar tillögum sínum
25 apr 2023
Í dag, 25. apríl er lögbundinn dagur fyrir uppstillingarnefnd til að birta tillögur sínar um þau sem hún leggur til að verði í framboði fyrir laus stjórnarstörf sem kosið verður um á Landsfundi LEB 9. maí nk.
Þau störf sem kosið er um eru: formaður, tveir stjórnarmenn, 3 varastjórnarmenn. Fyrir eru tveir stjórnarmenn sem sitja til 2024. Þess má geta að öll sem sitja í þessum sætum sem kosið er um geta gefið áfram kost á sér. Einn varastjórnarmaður hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir áframhaldandi setu.
Þau sem kynnu að hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa sendi netbréf til leb@leb.is merkt „Framboð“
Formaður uppstillingarnefndar er Ragnar Jónasson fyrrv. formaður Félags eldri borgara í Kópavogi og fráfarandi varastjórnarmaður LEB.
UPPFÆRT 25. apríl: Tillaga uppstillingarnefndar