fbpx

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Aðildarfélög senda inn lista yfir fulltrúa á Landsfundi LEB

25 apr 2023

Í dag , 25. apríl, er lokadagur fyrir aðildarfélög LEB að skila inn lista yfir fulltrúa sína á Landsfundi LEB sem haldinn verður í Borgarnesi 9. maí nk.

Listunum er skilað í gegnum form sem aðildarfélögum er sent með tölvupósti.

Aðildarfélög eiga rétt á að senda fulltrúafjölda samkv. lögum LEB eftir félagafjölda hvers félags um næstliðin áramót; félag með 1-150 félagsmenn er með einn fulltrúa, félag með 151 -300 félagsmenn er með rétt á tveimur fulltrúum, síðan bætist við einn fulltrúi fyrir hverja 300 til viðbótar eða brot úr þeirri tölu.

Eingöngu fulltrúar aðildarfélaga LEB með gilt kjörbréf útgefnum af stjórnum sinna félaga, hafa rétt á setu á landsfundi LEB.

Landsfundinum verður streymt á heimasíðu og Facebooksíðu LEB fyrir alla sem vilja fylgjast með fundinum og er einnig hentugt fyrir þau félög sem af einhverjum ástæðum sjá sér ekki fært að senda fulltrúa á Landsfundinn. Streymið er ekki gagnvirkt svo fjarstaddirgeta ekki greitt atkvæði.

Details

Date:
25 apr 2023