fbpx

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra

26 apr 2023 @ 09:30 - 11:00

Fundurinn haldinn í félagsmálaráðuneytinu, Síðumúla 24, 108 Reykjavík. Fundinn situr Helgi Pétursson formaður LEB.

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra starfar á grundvelli 4. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999, en samkvæmt greininni skipar ráðherra fimm manna samstarfsnefnd um málefni aldraðra eftir hverjar almennar alþingiskosningar.

Samkvæmt 5. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með þeirri breytingu á lögunum sem gerð var í desember 2013, eru verkefni samstarfsnefndar um málefni aldraðra að vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra og að vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra.

Aðalmenn

  • Guðrún Ágústsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Birna Sigurðardóttir, án tilnefningar
  • Lilja Einarsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Sigurður Sigfússon, tiln. af Öldrunarráði Íslands
  • Helgi Pétursson, tiln. af Landssambandi eldri borgara.

Varamenn

  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir, án tilnefningar, varamaður formanns
  • Ágúst Þór Sigurðsson, án tilnefningar
  • Jónas Egilsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, tiln. af Öldrunarráði Íslands
  • Ingibjörg H. Sverrisdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara.

Samstarfsnefndin er skipuð af félags- og vinnumarkaðsráðherra frá 30. mars 2022 til næstu alþingiskosninga.

Details

Date:
26 apr 2023
Time:
09:30 - 11:00