- This event has passed.
Landsfundur LEB 2024
14 maí @ 10:15 - 17:15
Stjórn LEB hefur samþykkt að Landsfundur LEB 2024 verði haldinn þann 14. maí nk.
Landsfundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura sem margir þekkja frá fyrri tíð sem Hótel Loftleiðir.
Að venju mun fundurinn hefjast með ávarpi formanns kl. 10.15 (innskráning á fundinn hefst kl. 9.30). Gert er ráð fyrir að hann muni standa til kl. 17.15.
Dagskrá fundarins er í vinnslu og mun verða kynnt í fyllingu tímans. Allar upplýsingar er hægt að lesa HÉR þar sem fréttir eru uppfærðar reglulega í aðdraganda Landsfundar.
Stærstur hluti fulltrúa á landsfundi ætti að hafa tök á að ferðast til og frá landsfundi samdægurs.
Samkvæmt lögum LEB eiga öll aðildarfélög rétt á að senda a.m.k. 2 fulltrúa á landsfundinn og stærri félög fleiri, eins og sjá má í lögum LEB
Allar veitingar á fundinum sjálfum verður landsfundarfulltrúum að kostnaðarlausu.
Að venju verður kvöldverður sem er valfrjáls fyrir fulltrúa fundarins. Kvöldverðurinn verður haldinn í veitingahúsinu Nauthóli sem er skammt frá fundarstaðnum og hefst kl. 19.30.