fbpx

 

Efling stafrænnar þjónustu er eitt af forgangsmálum stjórnvalda og eitt verkefni sem snýr að því er nýr vefur Ísland.is þar sem meginmarkmiðið er að einstaklingar og fyrirtæki gefi afgreitt erindi sín við stjórnsýsluna hvenær sem er, hvar sem er og án tafar.

Verkefnið er í þróun og er einn hluti þess að gera notendaprófanir á raunverulegum notendum vefsins til þess að kanna hvort efni og flokkar séu á réttum stað.

Mjög mikilvægt að fá svör frá öllum aldurshópum til að fá sem skýrustu niðurstöður og sem stendur vantar fleiri þátttakendur sem eru 60 ára og eldri.

Hægt er að smella á tengilinn hér að neðan og ganga í hóp sem síðan fær verkefni tl prófunar á vefnum og þar með að leggja sitt af mörkum og eiga allir þátttakendur möguleika á því að fá glaðning!

Smelltu á tengilinn, gakktu í hópinn og vertu með í að efla góðan vef!

https://www.facebook.com/groups/729515247792854/