fbpx

 

18. janúar 2024

Ályktun stjórnar Verkalýðsfélagsins Hlífar

 

Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar tekur undir hvatningu Félags eldri borgara í Hafnarfirði um víðtæka samstöðu í samfélaginu um að ná niður verðbólgu og vöxtum. Jafnframt áréttar stjórn félagsins stuðning við þau sjónarmið sem fram komu meðal annars í ályktun þings Starfsgreinasambands Íslands í október síðastliðnum, um að grunnlífeyrir frá TR verði sambærilegur lægsta taxta SGS og að frítekjumark vegna lífeyristekna verði hækkað verulega.

Án vinnuframlags þessa hóps meðan hann var á vinnumarkaði, væri íslenskt samfélag ekki jafn auðugt í dag og raun ber vitni. Þeir sem eru á vinnumarkaði í dag, eru eldri borgarar framtíðarinnar. Það er því ljóst að hagsmunir fara saman og mikilvægt að verkalýðshreyfingin standi þétt með og styðji baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum.

Stuðningur við málstað eldri borgara – Hlíf jan 24