Úthlutunarnefnd skipuð fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins lagði mat á umsóknirnar og gerði tillögu til ráðherra um styrkveitingarnar til verkefnanna. Sjö verkefni fengu styrk að upphæð 700 þúsund krónur hvert, samtals 4.900.000 kr.
Veittir voru styrkir til verkefnis á vegum Landspítala um þýðingu og staðfæringu á fræðsluefni fyrir ófaglærða nýliða í öldrunarþjónustu, þriggja verkefna á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins; verkefnis um gæðaúttekt á vefsíðunni Heilsuvera.is og þýðingu vefsíðunnar heilsugaeslan.is á pólsku og ensku, verkefnis á vegum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um verkefnið Namaste á hjúkrunarheimilum, verkefnis á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Hornafirði, um öflug samskipti í samþættri þjónustu með hjálp velferðartækni og verkefnis á vegum Sýkla- og veirufræðideildar Landspítala um faggildingu rannsóknarstofu deildarinnar.
Þessi frétt birtist fyrst á vef stjórnarráðsins