fbpx

 - mynd
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti 21. janúar styrki til sjö gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001 en þeir eru fyrst og fremst hugsaðar til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.Frestur til að sækja um styrki rann út 18. nóvember sl. og bárust ráðuneytinu 37 umsóknir um styrki vegna fjölbreyttra verkefna.Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni sem eru í samræmi við heilbrigðisstefnu til 2030 og/eða tengjast innleiðingu áætlunar Embættis landlæknis um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030.

Úthlutunarnefnd skipuð fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins lagði mat á umsóknirnar og gerði tillögu til ráðherra um styrkveitingarnar til verkefnanna. Sjö verkefni fengu styrk að upphæð 700 þúsund krónur hvert, samtals 4.900.000 kr.

Veittir voru styrkir til verkefnis á vegum Landspítala um þýðingu og staðfæringu á fræðsluefni fyrir ófaglærða nýliða í öldrunarþjónustu, þriggja verkefna á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins; verkefnis um gæðaúttekt á vefsíðunni Heilsuvera.is og þýðingu vefsíðunnar heilsugaeslan.is á pólsku og ensku, verkefnis á vegum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um verkefnið Namaste á hjúkrunarheimilum, verkefnis á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Hornafirði, um öflug samskipti í samþættri þjónustu með hjálp velferðartækni og verkefnis á vegum Sýkla- og veirufræðideildar Landspítala um faggildingu rannsóknarstofu deildarinnar.

Þessi frétt birtist fyrst á vef stjórnarráðsins