fbpx

Uppstillingarnefnd LEB hefur hafið störf vegna kosninga til trúnaðarstarfa á landsfundi LEB þann 3. maí 2022.

Að þessu sinni á að kjósa 2 stjórnarmenn til tveggja ára og alla 3 varamenn í stjórn til eins árs. Einnig á að kjósa 2 skoðunarmenn reikninga og tvo til vara, alla til eins árs.

Uppstillingarnefnd auglýsir eftir áhugasömum sem vilja gefa kost á sér til einhverja þessara starfa. Áhugasamir sendi sem allra fyrst upplýsingar í netfangið leb@leb.is merkt: Framboð. Þar þarf að koma fram: Nafn, kennitala, fullt heimilisfang, netfang og símanúmer ásamt heiti aðildarfélags viðkomandi.

Uppstillingarnefnd mun síðan kynna tillögur sínar tveim vikum fyrir landsfund eins og lög LEB gera ráð fyrir, þann 19. apríl nk.

Í uppstillingarnefnd sitja: Valgerður Sigurðardóttir formaður Hafnarfirði, Ómar Kristinsson Kópavogi, Guðrún Eyjólfsdóttir Reykjanesbæ, Þórunn Sveinbjörnsdóttir Búðardal og Sigurbjörg Gísladóttir Reykjavík.