fbpx

Tjaldað til einnar nætur? Opið málþing Velferðarvaktar um stöðu tekjuminni hópa á húsnæðismarkaði - mynd

 

 

Velferðarvaktin stendur fyrir opnu málþingi um stöðu tekjuminni hópa á húsnæðismarkaði og fer það fram fimmtudaginn 9. nóvember á Hótel Reykjavík Natura kl. 13.00-16.00.Margir tekjuminni hópar standa frammi fyrir miklum erfiðleikum á húsnæðismarkaði, þar með talið leigjendur, fatlað fólk, námsmenn, ungt fólk, fyrstu kaupendur, öryrkjar og eldra fólk. Markmiðið með málþinginu er að fá fram raunsæja mynd af stöðunni og hvernig bregðast eigi við þeim vanda sem blasir einkum við framangreindum hópum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, munu upplýsa um stöðu og eftirfylgni rammasamnings um húsnæðisuppbyggingu sem undirritaður var í júlí 2022. Fulltrúar hagsmunaaðila munu greina frá því hvernig staðan blasir við þeirra hópi. Þá mun fulltrúi ÖBÍ réttindasamtaka kynna nýja skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks.

Að loknum erindum fara fram umræður á borðum þar sem markmiðið er að fá fram tillögur um aðgerðir sem miða að því að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði hér og nú og til framtíðar litið.

Málþingið er sem fyrr segir opið öllum. Málþingsstjóri er Lára Ómarsdóttir, fjölmiðlakona.

Dagskrá:

13.00-13.05  Setning
Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktar.

13.05-13.25  Ganga markmið rammasamnings ríkis og sveitarfélög um aukið framboð íbúða 2023-2032 eftir gagnvart tekju- og efnaminni hópum? Eru hindranir á leiðinni og þá hvaða?
• Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.
• Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

13.25-13.45  Skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks
• María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahóps ÖBÍ réttindasamtaka, kynnir nýja skýrslu samtakanna.
• Kjartan Þór Ingason, starfsmaður húsnæðismálahóps ÖBÍ réttindasamtaka, flytur örsögur úr raunveruleikanum.

13.45-14.30  Hver er staða tekju- og efnaminni hópa á húsnæðismarkaði í dag? Hvaða úrbóta er þörf?
• Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands, flytur örsögur úr raunveruleikanum.
• Þórólfur Júlían Dagsson, stofnandi hóps heimilislausra Íslendinga.
• Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
• Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar.
• Ragnar Þór Ingólfsson, varaformaður stjórnar Bjargs íbúðafélags.

14.30-14.45  Kaffihlé

14.45-15.30  Umræður á vinnuborðum 

15.30-15.50  Kynning á helstu niðurstöðum vinnuborða 

15.50-16.00  Samantekt og þingi slitið