fbpx

Tíu manna samkomubann tekur gildi 25. mars og gildir um alla sem eru fæddir fyrir árið 2015.

Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með deginum í dag fram til 1. apríl.

Þá verður margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan fjöldatakmarkananna stöðvuð. Ákvarðanir byggja á tillögu sóttvarnalæknis um að grípa tafarlaust til ráðstafana. Munu takmarkanirnar gilda um allt land og í þrjár vikur.

Að öðru leyti er um að ræða sömu reglur og tóku gildi 30. október í fyrra og gáfust vel til að kveða niður þriðju bylgjuna.

Helstu breytingar

  • Almenn fjöldatakmörkun miðar við tíu manns
  • Trú og lífsskoðunarfélög mega taka á móti 30 gestum
  • Líkamsræktarstöðvum, sund- og baðstöðum verður lokað
  • Íþróttastarf leggst af og íþróttir barna þar sem hætta er á snertismiti verða óheimilar
  • Loka leikhúsum og bíóum
  • Skemmtistaðir, krár og spilakassar lokaðir
  • Veitingastaðir mega hafa opið til 22 með hámark 20 gestum, mega taka á móti gestum til 21
  • Verslanir mega taka á móti að hámarki 50 manns, færri í minni verslunum
  • Hársnyrtistofur og snyrtistofur mega áfram starfa

 

Mynd: MBL 25.03.2021