fbpx

 

Eins og áður hefur verið sagt frá á þessum vettvangi, samþykkti ríkisstjórnin að hækka greiðslur almannatrygginga um þrjú prósent, frá og með 1. júní næstkomandi. Nokkuð hefur verið um umræður um að fólk sjái ekki merki þessarar hækkunar sinnar í greiðsluáætlun sinni.

 

Í umsögn Tryggingastofnunar um frumvarp það sem varð að lögum nú 25. maí, kemur fram að greiðslur fyrir júnímánuð hefðu þegar verið útbúnar í tölvukerfum stofnunarinnar, og ljóst að ekki yrði hægt að breyta þeirri greiðslu. Stofnunin tók fram að hún gæti ekki innt þessa hækkun af hendi fyrr en lögin hefðu verið birt, og þannig tekið lögformlega gildi. Stofnunin segir í umsögn sinni:

 

„Stofnunin sér hins vegar fram á að of skammur tími er til næstu mánaðamóta til að hægt sé að greiða hækkanirnar út samhliða greiðslum fyrir júní mánuð þann 1. júní nk. þar sem búið er að ganga frá keyrslum vegna greiðslna fyrir júnímánuð, en greiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð eru greiddar fyrir fram. Greiðslur vegna hækkananna verða því framkvæmdar í sérstakri greiðslukeyrslu sem fer í vinnslu eftir að lögin hafa verið samþykkt.“

 

Jafnframt lagði stofnunin til að í lögin kæmi heimildarákvæði fyrir hana til að inna þessa greiðslu af hendi, í síðasta lagi 1. júlí næstkomandi. Það varð úr.

Í umsögn sinni ítrekar stofnunin að greiðsla verði innt af hendi eins fljótt og unnt er, en fer fram á svigrúm til úrvinnslu til 1. júlí.

Samkvæmt heimildum er þó líklegt að þessa greiðsla berist áður en langt er liðið á júní, í sérstakri greiðslu, og greiðslur frá og með 1. júlí innihaldi þessa hækkun.