fbpx

Eldhugar eru 300 manna blandaður kór úr átta kórum eldri borgara af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi sem halda mun tónleika í Eldborg í Hörpu 1. desember nk. kl. 16.00

Hugmyndina að tónleikunum á Garðar Cortes sem einnig stjórnar kórnum.
Píanóleikari: Sigurður Helgi Oddsson.
Landssamband blandaðra kóra skipuleggur tónleikana.

Kórinn mun flytja glæsileg íslensk kórverk og elskuð lög sem hafa fylgt íslenskri kóramenningu um áratuga skeið. Einnig verða nokkur jólalög á efnisskránni og fjöldasöngur með öllum áheyrendum.

Þetta eru fyrstu tónleikarnir sinnar tegundar og óhætt að mæla með því að taka þátt í þessum viðburði.

Miðasala HÉR