Framhaldsstofnfundurinn verður haldinn sunnudaginn 26. janúar 2020 kl. 14-16 í Langholtskirkju í Reykjavík.
Þá verður framhaldið stofnfundi samtaka sem hafa vinnuheitið „Samtökin Verndum veika og aldraða“
Dagskrá framhaldsstofnfundar er eftirfarandi:
- Setning fundar.
- Kosning fundarstjóra.
- Kosning fundarritara.
- Lög samtakanna yfirfarin og samþykkt.
- Heiti samtakanna endanlega ákveðið.
- Félagsgjald ákveðið.
- Helstu markmið og leiðir rædd.
- Kosning stjórnar.
- Formaður (verði samþykkt með lögum að kjósa formann á stofn/aðalfundi)
- Gjaldkeri (sjá a.)
- Ritari (sjá a.)
- Tveir meðstjórnendur (sjá a.)
- Kosning skoðunarmanna reikninga samtakanna.
- Önnur mál.
Allir þeir sem láta sig velferð veikra og aldraðra á Íslandi varða eru hvattir til að mæta og taka fullan þátt í fundarstörfum.