fbpx

Framhaldsstofnfundurinn verður haldinn sunnudaginn 26. janúar 2020 kl. 14-16 í Langholtskirkju í Reykjavík.
Þá verður framhaldið stofnfundi samtaka sem hafa vinnuheitið „Samtökin Verndum veika og aldraða“

Dagskrá framhaldsstofnfundar er eftirfarandi:

  1. Setning fundar.
  2. Kosning fundarstjóra.
  3. Kosning fundarritara.
  4. Lög samtakanna yfirfarin og samþykkt.
  5. Heiti samtakanna endanlega ákveðið.
  6. Félagsgjald ákveðið.
  7. Helstu markmið og leiðir rædd.
  8. Kosning stjórnar.
    1. Formaður (verði samþykkt með lögum að kjósa formann á stofn/aðalfundi)
    2. Gjaldkeri (sjá a.)
    3. Ritari (sjá a.)
    4. Tveir meðstjórnendur (sjá a.)
  9. Kosning skoðunarmanna reikninga samtakanna.
  10. Önnur mál.

Allir þeir sem láta sig velferð veikra og aldraðra á Íslandi varða eru hvattir til að mæta og taka fullan þátt í fundarstörfum.