fbpx

 

Í dag, 24. ágúst 2022, afhentu Helgi Pétursson formaður LEB, Valgerður Sigurðardóttir skjalavörður (sem er jafnframt formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði) og Viðar Eggertsson skrifstofustjóri LEB og öðru sinni skjalasafn frá LEB Þjóðskjalasafninu. Fyrir hönd safnsins tók Ólafur Arnar Sveinsson fagstjóri fræðslu og rannsókna við safninu.

Valgerður Sigurðardóttir skjalavörður hafði unnið ómetanlegt starf við að flokka skjalasafnið og skrá samkvæmt viðrkenndum stöðlum og verklagi.

Safnið er ekki stórt en mjög áhugavert og sýnir vel sameiginlega baráttusögu eldri borgara á Íslandi yfir starfstíma LEB. Skjalasöfn eru ekki lík öðrum söfnum þar sem þau byggjast á vitnisburðum og athöfnum þeirra sem mynda söfnin, það er að segja skjalamyndaranum.   Þess vegna verða skjalasöfn sagnfræðingum svo mikilvæg til frekari rannsókna sem ritleifar þegar frá líður.
Þetta er i annað sinn sem LEB afhendir Þjóðskjalasafninu skjöl úr eigu sinni. Árið 2010 voru gögn Landssambands eldri borgara afhend Þjóðskjalasafni. Skrá yfir safnið er komin á netið, http://skjalaskrar.skjalasafn.is/

Um er að ræða fundargerðir landsfundar, framkvæmdastjórnar, stjórnar og sambandsstjórnar. Frá bréfasafni, erlendum samskiptum, nefndarstörfum, ýmsum sérmálum, vinnuskjölum Benedikts Davíðssonar fyrrverandi formanns, skjöl yfir aðildarfélög og bókhaldsgögn.

 

 

Skjalaflokkarnir sem mynda skjalasafn Landssambands eldri borgara eru:

A Fundargerðir
AA Fundargerðir – Landsfundir frá 1989-2019
AAA Fundargerðir – Stjórn  frá 2013-2017
AB Fundargerðir –  Framkvæmdastjórn frá 2004-2017
ABB Fundargerðir –  Sambandsstjórn frá 1998-2008
AC Fundargerðir –  Formannafundir frá 2006-2016
AD Fundargerðir –  annarra nefnda og ráða frá 1999-2017
B Bréfaskipti og samningar frá 1997-2020
BA Send og móttekin bréf frá 1997-2020
BB Samningar frá 1993-2019
C Bókhald
CA Ársreikningar frá 1996-2016
D Styrktarsjóður aldraðra 1981-2013
E Starfsemin
F Erlend samskipti frá 2002-2017
G Útgáfa
GA Listin að lifa frá 1996-2018
GB Önnur útgáfa frá 1993-1997

 

 

Ólafur Arnar Sveinsson frá Þjóðskjalasafni ásamt Helga Péturssyni formanni LEB, Valgerði Sigurðardóttur skjalaverði og Viðari Eggertssyni skrifstofustjóra LEB