fbpx

Viðskiptavinir TR geta nú óskað eftir ráðgjöf í síma varðandi mál þeirra hjá TR. Starfsfólk TR hringir til baka í viðkomandi á tímabilinu 12.00-15.00 næsta virka dag. Viðskiptavinum sem telja sig þurfa ítarlegar upplýsingar eða ráðgjöf er einkum bent á að nýta sér þessa þjónustu.

Beiðni um ráðgjöf í síma er hægt að fylla út í vefformi sem má nálgast hér Panta símaráðgjöf

Í vefforminu þarf að koma fram í hvaða símanúmer á að hringja, nafn þess sem sendir pöntunina, kennitala, netfang og sími og efnið sem óskað er eftir ráðgjöf um.

Minnt er á að í öllum samskiptum starfsfólks TR við viðskiptavini í síma þarf að hafa leyninúmer tiltækt, einnig í þessari nýju þjónustuleið. Leyninúmerið geta viðskiptavinir nálgast á Mínum síðum TR.

Það er von þeirra hjá TR að þessari nýju þjónustuleið verði vel tekið af viðskiptavinum TR, en um tilraunverkefni er að ræða. Reynslan af verkefninu verður metin í sumarlok.

 

maður í sima.jpg