fbpx

Ánægjuleg tíðindi frá stjórnvöldum sem vilja auka tæknilæsi hjá eldra fólki með sérstöku átaki.

 

 

Óskað eftir tilboðum í kennslu í tölvulæsi fyrir eldra fólk - myndHari

 

Ríkiskaup hafa fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins óskað eftir tilboðum í kennslu í tölvulæsi fyrir eldra fólk. Um er að ræða sérsniðaða kennslu sem hjálpar eldra fólki um allt land að nýta sér þjónustu og rafræn samskipti á netinu með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun, njóta afþreyingar á netinu og auka notkun á þjónustusíðum.Námskeiðin skulu vera miðuð af fólki sem er eldra en 60 ára og hefur þörf á námskeiði í tæknilæsi á snjalltæki á borð við spjaldtölvur og snjallsíma.Á tímum COVID-19 heimsfaraldursins hefur  komið betur í ljós mikilvægi tölvu- og tæknilæsis fyrir alla. Samkomutakmarkanir og sóttvarnaraðgerðir hafa varpað ljósi á hversu mikilvægt það er fyrir eldra fólk að fá öfluga og sérsniða kennslu og þjálfun í tölvu- og tæknilæsi til að geta nýtt sér tæknina.

Boðið er í verkefnið fyrir hvert landssvæði fyrir sig; Suðurnes, höfuðborgarsvæðið, Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland og Suðurland en námskeiðin á að halda á sem víðast í hverjum landshluta og tryggja þarf gott aðgengi að staðnum.

Nánari upplýsingar um útboðið má finna á vef Ríkiskaupa.

Fréttin birtist á vef Stjórnarráðsins