fbpx

Nýtt verklag í tengslum við skiptingu ellilífeyrisréttinda milli hjóna og sambúðarfólks

Réttindanefnd LL – Landssamband lífeyrissjóða hefur unnið að því að uppfæra samninga og yfirfara verklag við skiptingu ellilífeyrisréttinda. Málið var unnið af vinnuhópi réttindanefndar og hefur fengið ítarlega rýni.  Nýtt verklag verður tekið upp 1. júní nk.

Helstu breytingar frá fyrra verklagi eru:

1. Tvö ný samningseyðublöð í stað eins áður:

  • Skipting áunninna réttinda og framtíðarréttinda
  • Skipting ellilífeyrisgreiðslna

2. Uppfærð eyðublöð fyrir heilbrigðisvottorð og staðfestingu trúnaðarlæknis.

Eyðublöðin hafa verið send  framkvæmdastjórum og skrifstofustjórum. Þau eru eru líka aðgengileg á Lífeyrismál.is undir Spurt & svarað/Skipting ellilífeyrisréttinda.

3. Nýtt og uppfært verklag við skiptingu ellilífeyrisréttinda

Það helsta í tengslum við nýtt verklag er að samningar og gögn verða ekki send LL heldur sér móttökusjóður um að fylgja samningi eftir til enda. Móttökusjóður fer yfir gögnin og sendir áfram til viðtökusjóða. Viðtökusjóðir fá ákveðinn frest til að yfirfara gögnin og staðfesta hvort þeir heimili skiptingu eður ei. Það er síðan ekki fyrr en þessi staðfesting liggur fyrir frá öllum viðtökusjóðum sem móttökusjóður heimilar skiptingu. Verklagsreglunum fylgja þrjú samræmd fylgiskjöl til að styðjast við:

  • Fylgiskjal 1 – Synjun vegna skertra lífslíkna.
  • Fylgiskjal 2 – Sent viðtökusjóðum til yfirferðar.
  • Fylgiskjal 3 – Skipting heimil.

Fylgiskjölin hafa verið send framkvæmdastjórum og skrifstofustjórum.

Nýtt verklag verður tekið upp 1. júní nk. og munum við nota sumarið til að fínslípa ferlana og næsta haust boða til fundar þar sem farið verður yfir málið og metið hvernig til hefur tekist.

Skipting ellilífeyrisréttinda getur verið mikið réttindamál og skipt sköpum fyrir marga sjóðafélaga og maka þeirra. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum sameignlega vel að verki.

Starfsfólk LL svarar öllum spurningum sem kunna að vakna í tengslum við nýja verkferla og mælum við með að sendur verði tölvupóstur á ll@ll.is.