fbpx

Starfshópurinn er skipaður af félagsmálaráðherra.
Fyrsti fundur starfshópsins er boðaður föstudaginn 13. september kl. 14.00 í félagsmálaráðuneytinu.

Verkefni hópsins er að fjalla um:

  • Hvernig fyrirkomulagi öldrunarþjónustu verði best háttað.
  • Lífskjör aldraðra, þar á meðal hvernig eldri borgarar geti aukið ráðstöfunartekjur sínar með aukinni atvinnuþátttöku og frestun töku lífeyris.
  • Lífsskilyrði aldraðra, aldursvæn samfélög og hvernig draga megi úr líkum á félagslegri einangrun aldraðra.
  • Hvernig nýta megi nútímatækni betur í þágu aldraðra.
  • Hvort ástæða sé til að breyta því fyrirkomulagi sem nú er í gildi varðandi greiðsluþátttöku íbúa á hjúkrunarheimilum.
  • Stytta biðtíma eftir hjúkrunarrými og bæta þjónustu við íbúa.

Starfshópinn skipa:
Ingibjörg Ólöf Ísaksen, án tilnefningar, formaður
Arnar Þór Sævarsson, án tilnefningar
Guðlaug Einarsdóttir, tiln. af heilbrigðisráðuneytinu
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara
Haukur Halldórsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
Þorbjörn Guðmundsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
Bergþóra Benediktsdóttir, tiln. af forsætisráðuneytinu
Steingrímur Ari Arason, tiln. af fjármálaráðuneytinu

Starfsmenn starfshópsins eru Birna Sigurðardóttir og Ágúst Þór Sigurðsson sérfræðingar í félagsmálaráðuneytinu.